The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821013141/http://www.ksi.is/fraedsla/2014/01

Fræðsla

Boginn á Akureyri

KSÍ III þjálfaranámskeið 21.-23. mars á Akureyri - 23.1.2014

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 21.-23. mars á Akureyri. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Lesa meira
 
Völsungur

Völsungur auglýsir eftir framkvæmdastjóra - 20.1.2014

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík auglýsir hér með stöðu framkvæmdastjóra félagsins, með aðsetur á Húsavík. Leitað er að metnaðarfullum, jákvæðum og áhugasömum einstaklingi sem er tilbúinn að taka virkan þátt í starfsemi og þróun félagsins. Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á heimasíðu þess, www.volsungur.is
Lesa meira
 

Samstarfssamningur KSÍ og Special Olympics á Íslandi undirritaður - 13.1.2014

Í dag var undirritaður samstarfssamningur Knattspyrnusambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra vegna Special Olympics á Íslandi.  Ísland er eitt af fyrstu aðildarlöndum SOI sem staðfesta slíkt samstarf formlega.  KSÍ mun hvetja knattspyrnufélög um land allt til samstarfs á þessu sviði og kynna samstarfið í í tengslum við þjálfaranámskeið barna og unglinga.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Námskeið ætlað þjálfurum og markmannsþjálfurum - 10.1.2014

Helgina 31. jan.-2. feb. mun KSÍ halda námskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal og í Hamarshöllinni í Hveragerði sem ætlað er að efla þjálfun markmanna hér á landi. Námskeiðið er ætlað öllum þjálfurum sem vilja bæta sig í þjálfun markmanna, jafnt almennum þjálfurum sem og markmannsþjálfurum.
Lesa meira
 
Þorlákur Árnason

Þorlákur Árnason nýr starfsmaður fræðsludeildar - 10.1.2014

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr starfsmaður fræðsludeildar KSÍ og er ráðning hans tímabundin til eins árs.  Þorlákur mun sinna hæfileikamótun ásamt því að vinna að stefnumótun fyrir landsliðin í samráði við fræðslustjóra, hæfileikanefnd, landsliðsnefndir og landsliðsþjálfara.

Lesa meira
 
Læknaráðstefna 2013

Námskeið í endurlífgun fyrir sjúkraþjálfara 10. og 11. febrúar - 10.1.2014

Námskeið í endurlífgun verður haldið fyrir sjúkraþjálfara þann 10. og 11. febrúar 2014.  Um eitt námskeið er að ræða en hægt að velja á milli tveggja dagsetninga. Námskeiðið hefst kl. 17:00 báða dagana og lýkur um kl. 22:00. Hámarksfjöldi á hvort námskeið 24 og þarf að skrá sig hjá KSÍ fyrir 1. febrúar 2014.
Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Skila þarf umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga fyrir miðnætti 10. janúar - 10.1.2014

Aðildarfélög KSÍ eru minnt á að umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga er til miðnættis, föstudagsins 10. janúar.  Aðildarfélög eru hvött til þess að nýta sér þennan sjóð en öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ IV þjálfaranámskeið 24.-26. janúar 2014 - 7.1.2014

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 24.-26. janúar 2014. Dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem setið hafa KSÍ III þjálfaranámskeið og skilað verkefni af því námskeiði.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001