The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821010238/http://www.ksi.is/fraedsla/2005/12
Fræðsla
Formaður ÍF tekur við viðurkenningunni frá framkvæmdastjóra KSÍ

ÍF hlýtur viðurkenningu fyrir grasrótarstarf

Viðurkenning KSÍ og UEFA fyrir besta grasrótarviðburðinn í knattspyrnu fyrir fatlaða

15.12.2005

KSÍ og UEFA veittu Íþróttasambandi fatlaðra (ÍF) viðurkenningu á miðvikudag fyrir besta grasrótarviðburðinn í knattspyrnu fyrir fatlaða (Best disabled football event).

Viðurkenningin er fyrir vel skipulagða og árangursríka Íslandsleika Special Olympics, sem haldnir eru að jafnaði tvisvar á ári, en verið hefur gott samstarf milli KSÍ og ÍF varðandi viðburðinn.

KSÍ hefur þegar afhent ÍF 50 knetti og 50 boli merkta UEFA sem eflaust munu koma að góðum notum í öflugu starfi ÍF.

ithrottasamband_fatladra_IMG_3318

Frá vinstri:  Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi, Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri ÍF, Sveinn Áki Lúðvíksson forseti Special Olympics á Islandi, Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ og Halldór Örn Þorsteinsson starfsmaður mótadeildar KSÍ.











2011Forsidumyndir2011-010