The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821012930/http://www.ksi.is/fraedsla/2009/07

Fræðsla

Frá knattþrautum KSÍ á Húsavík

Knattþrautir á Sauðárkróki í dag - 30.7.2009

Gunnar Einarsson heldur áfram að ferðast með knattþrautir KSÍ um landið en hann heimsótti Reykjavíkurfélögin ÍR og KR fyrr í vikunni.  Í dag, fimmtudag, verður Gunnar svo á Sauðárkróki þar sem strákar og stelpur úr 5. flokki fá að spreyta sig.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ í Sandgerði

Kraftur í knattþrautunum - 21.7.2009

Sem fyrr verður Gunnar Einarsson á ferðinni þessa vikuna með knattþrautir KSÍ fyrir 5. flokk karla og kvenna.  Gunnar var í Garðabænum í gær og í dag heimsækir hann Valsmenn á Hlíðarenda.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Heiðursáskrift að bók í tilefni af 50. bikarkeppni KSÍ - Frestur til 26. október - 14.7.2009

Í tilefni af 50. bikarúrslitaleik KSÍ ákvað stjórn KSÍ á sínum tíma að skrá sögu keppninnar. Nú býðst knattspyrnuáhugamönnum, aðildarfélögum, sveitarfélögum og  fleirum að kaupa bókina ásamt mynddisknum í heiðursáskrift. Frestur til að gerast heiðursáskrifandi er til 26. október.

Lesa meira
 
Knattþrautir

Knattþrautirnar hafa vakið mikla lukku - 14.7.2009

Knattþrautir KSÍ eru í fullum gangi og hafa vakið mikla lukku um land allt.  Gunnar Einarsson, sem hefur yfirumsjón með knattþrautunum, hefur farið víða um landið á síðustu vikum hafa viðtökurnar alls staðar verið mjög jákvæðar og þátttaka með afbrigðum góð.

Lesa meira
 
Guðmundur Guðmundsson.  Mynd: Hilmar Þór Guðmundsson - Sport.is

Guðmundur Guðmundsson heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara - 7.7.2009

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara sunnudaginn 12. júlí kl. 12:30-14:30. Fyrirlesturinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ, 3. hæð.

Lesa meira
 
Knattþrautir

Knattþrautir á Reyðarfirði í dag - 7.7.2009

Í dag mun Gunnar Einarsson vera með knattþrautir KSÍ á Reyðarfirði fyrir 5. flokk karla og kvenna.  Gunnar verður í Fjarðabyggðahöllinni kl. 16:30 en þangað munu koma iðkendur frá Neskaupsstað, Eskifirði, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði.

Lesa meira
 
Sænski þjálfarinn Lars Lagerback

Rúmlega 40 þjálfarar hlýddu á Lars Lagerback - 6.7.2009

Um síðustu helgi heimsótti Lars Lagerback, A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, landann og hélt námskeið fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara.  Rúmlega 40 þjálfarar sóttu námskeiðið og létu vel af kennslu sænska þjálfarans. Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ í Grindavík

Landsliðsmenn í knattþrautum - Myndband - 2.7.2009

Eins og kunnugt er stendur KSÍ fyrir knattþrautum á meðal iðkenda 5. flokks hjá félögunum. Á dögunum voru nokkrir valinkunnir landsliðsmenn fengnir til þess að spreyta sig á þessum knattþrautum og gefa iðkendum góð ráð. Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ í Vogum

Góð frammistaða í Grindavík og Vogum - 1.7.2009

Greinilegt er að krakkarnir í 5. flokki taka vel við knattþrautum KSÍ en í vikunni heimsótti Gunnar Einarsson Grindavík og Voga.  Vel var tekið á móti honum og sýndu krakkarnir þrautunum mikinn áhuga og frammistaðan var eftir því. Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010