The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160508154027/http://www.ksi.is/fraedsla/nr/4074
Fræðsla
Innanhússknattspyrna

Á Futsal ráðstefnu UEFA í Madrid

Futsal-innanhússknattspyrna verður sífellt vinsælli

13.2.2006

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ sækja í vikunni ráðstefnu UEFA um Futsal - innanhússknattspyrnu í Madrid á Spáni.

Futsal verður nú sífellt vinsælli um heim allan og á ársþingi KSÍ, sem fram fór á Hótel Loftleiðum 11. febrúar, var samþykkt tillaga um að fela stjórn KSÍ að meta hvort taka skuli upp breyttar leikreglur í innanhússknattspyrnu, það er að taka í gildi alþjóðlegar leikreglur FIFA fyrir keppni í Futsal.

Futsal, hvað er nú það?

Birkir og Sigurður Ragnar á ársþingi KSÍ

Á mynd:

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ (vinstra megin), og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ á ársþinginu um síðustu helgi.




Fræðsla




Aðildarfélög




Aðildarfélög