The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821082131/http://www.ksi.is/fraedsla/2011/08

Fræðsla

League Managers Association

Þjálfaranámskeið í fjarnámi í samvinnu við LMA í Englandi og Sportspath.com - 25.8.2011

KSÍ hefur komist að samkomulagi við LMA (League Managers Association) í Englandi og Sportspath.com um að bjóða þjálfurum á Íslandi upp á þjálfaranámskeið í fjarnámi.  Námskeiðið inniheldur m.a. 6 klukkutíma af vídeóviðtölum við Alex Ferguson, Fabio Capello, David Moyes, Arsene Wenger, Roy Hodgson og Howard Wilkinson. 

Lesa meira
 
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu 2011

Íslandsleikarnir fara fram 18. september - 22.8.2011

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu og frjálsum íþróttum fara fram sunnudaginn 18. september 2011. Knattspyrnumótið fer fram í samstarfi Special Olympics, ÍF, KSÍ og knattspyrnufélagsins Víkings.

Lesa meira
 
Heimir Hallgrímsson með UEFA-Pro skjalið

Heimir Hallgrímsson útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu - 11.8.2011

Fyrr í sumar bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu þegar Eyjapeyjinn Heimir Hallgrímsson lauk námi sínu.  Heimir er áttundi Íslendingurinn sem útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu.
Lesa meira
 
UEFA

Breyting á þjálfarasáttmála UEFA - 10.8.2011

Sú breyting hefur verið gerð á þjálfarasáttmála UEFA að öll leyfi renna út um áramót í stað þess að miðað sé við þann dag sem prófið var tekið. Þjálfari sem tekur skriflega UEFA B prófið 20. febrúar 2011 er þannig með leyfi til 31. desember 2014. Lesa meira
 
Wokefield

6. stigs þjálfaranámskeið 2012 - Umsóknarfrestur til 17. október - 8.8.2011

KSÍ heldur 6. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 30. janúar til 6. febrúar 2012.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður í október á þessu ári.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Knattspyrnusamband Íslands kynnir Þjálfaraskóla KSÍ - 4.8.2011

Knattspyrnusamband Íslands kynnir Þjálfaraskóla KSÍ.  Aðildarfélög KSÍ og starfandi knattspyrnuþjálfarar hjá þeim geta haft samband við fræðsludeild KSÍ og fengið leiðbeinanda frá KSÍ í heimsókn á 3-4 æfingar.  Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010