The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20171009012929/http://www.ksi.is/fraedsla/2002/06/03
Fræðsla

Uppboð á treyjum í Smáralind

3.6.2002

Laugardaginn 8. júní næstkomandi kl. 15:00 verður haldið uppboð á frægum treyjum í HM heiminum í Smáralind. Meðal þeirra treyja sem verða í boði eru þrjár treyjur áritaðar af A landsliði karla sem lék gegn Noregi á dögunum, Brentford-treyja með nafni Ívars Ingimarssonar, treyja Hermanns Hreiðarssonar hjá Ipswich, landsliðstreyja Norðmannsins Ronnys Johnsen, sem leikur með Man. Utd., treyjan sem Árni Gautur Arason leikur í hjá Rosenborg og treyja Eyjólfs Sverrisonar hjá Herthu Berlín.

Allur ágóði af uppboðinu rennur óskiptur til KRAFTS, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, og aðstandenda þeirra.




Fræðsla




Aðildarfélög




Aðildarfélög