The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20171008160604/http://www.ksi.is/fraedsla/nr/6906
Fræðsla
Frá afhendingu bolta til Mæðrastyrksnefndar

100 fótboltar til Mæðrastyrksnefndar

Athygli vakin á frábæru starfi Mæðrastyrksnefndar

8.12.2008

KSÍ gaf í dag 100 fótbolta til Mæðrastyrksnefndar.  Þær Ragnhildur Guðmundsdóttir og Ríkey Ríkarðsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd veittu boltunum viðtöku og sögðu að þeir myndu nýtast mjög vel þeim þeim strákum og stelpum sem knettina fengju í jólagjöf.  Hluti boltanna fer m.a. undir jólatréð í Kringlunni. 

Með þessu framlagi vill Knattspyrnusambandið stuðla að því að öll börn eigi gleðileg jól og hvetur KSÍ fyrirtæki og félög í landinu til að leggja sitt af mörkum ef mögulegt er.

Mynd:  Á myndinni má sjá þær Ragnhildi Guðmundsdóttur og Ríkey Ríkarðsdóttur veita boltunum viðtöku úr höndum Ragnheiðar Elíasdóttur og Guðlaugs Gunnarssonar starfsmönnum KSÍ.

Mæðrastyrksnefnd




Fræðsla




Aðildarfélög




Aðildarfélög