The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821000822/http://www.ksi.is/fraedsla/2011/01

Fræðsla

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Nokkur sæti laus til Englands með norska Knattspyrnuþjálfarafélaginu - 31.1.2011

Vegna forfalla þá eru ennþá nokkur sæti laus í ferð á vegum norska Knattspyrnuþjálfarafélagsins til Englands.  Þeir sem áhuga hafa á að fara er bent á að hafa samband beint við Teddy Moen sem allra fyrst.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu fimmtudaginn 3. febrúar - 28.1.2011

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 3. febrúar. Að þessu sinni mun Valgeir Skagfjörð frá Regnbogabörnum halda erindi um einelti og knattspyrnu.  Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á [email protected] og taka fram nafn, kennitölu og netfang Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ-B próf fer fram 8. febrúar næstkomandi - 21.1.2011

Þriðjudaginn 8. febrúar stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt. Prófað er úr öllu námsefni KSÍ I, II, III og IV og úr nýjustu útgáfu af knattspyrnulögunum.

Lesa meira
 
Merki WADA

Breytingar á bannlista WADA 2011 - 11.1.2011

Breytingar hafa verið gerðar á bannlista WADA (Alþjóðalyfjaeftirlitsins) og má sjá hér á heimasíðunni hverjar þær eru helstar fyrir árið 2011.  KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að halda vöku sinni í lyfjaeftirlitsmálum og minnir á að það er á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ að kynna þessi mál fyrir leikmönnum sínum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Þjálfaraferð til Englands 10. - 13. febrúar - 7.1.2011

KÞÍ hefur tekist að fá nokkur sæti í þjálfaraferð norska þjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 10. - 13. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

KSÍ VI þjálfaranámskeið - Drög að dagskrá - 3.1.2011

Lokadagskrá þjálfaranámskeiðsins KSÍ VI er tilbúin og má sjá hér að neðan ásamt lista yfir þátttakendur.  Óhætt er að segja að námskeiðið mjög metnaðarfullt með mörgum frábærum innlendum og erlendum fyrirlesurum.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001