The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821011105/http://www.ksi.is/fraedsla/2009/09

Fræðsla

VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dagskrá bikarráðstefna á laugardag og sunnudag - 29.9.2009

Um næstu helgi (3. og 4. október) standa Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands sameiginlega að ráðstefnum í tengslum við bikarúrslitaleiki karla og kvenna. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið framundan í október - 29.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 9.-11. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 16.-18. október.

Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

BÍ/Bolungarvík auglýsir eftir meistaraflokksþjálfara karla - 29.9.2009

Meistaraflokksráð BÍ/Bolungarvíkur leitar að þjálfara fyrir meistarflokk karla.  Spilandi þjálfari kemur vel til greina.  Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 7.október nk. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Bikarúrslitaráðstefnur KSÍ og KÞÍ 3. og 4. október - 23.9.2009

Eins og undanfarin ár verða haldnar bikarúrslitaráðstefnur í tengslum við úrslitaleiki í VISA bikar karla og kvenna.  Úrslitaleikirnir fara fram sömu helgina að þessu sinni, laugardaginn 3. október leika Fram og Breiðablik hjá körlum en sunnudaginn 4. október mætast Valur og Breiðablik hjá konum.

Lesa meira
 
Valur

Valur auglýsir eftir þjálfurum yngri flokka - 21.9.2009

Knattspyrnufélagið Valur leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Ragnhildi Skúladóttur yfirmann barna-og unglingasviðs í síma 414-8005 eða í netfangið [email protected].

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið verða haldin í október - 16.9.2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 9.-11. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 16.-18. október.

Lesa meira
 
Gunnleifur Gunnleifsson (Mynd - hk.is)

Markmannsnámskeið Gunnleifs Gunnleifssonar - 15.9.2009

Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður stendur fyrir markmannsnámskeiði í knattspyrnuhúsinu Kórnum næstu vikurnar.  Farið verður yfir alla meginþætti markvörslu og þátttakendum skipt í tvennt - Eldri og yngri hóp. 

Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík óskar eftir þjálfurum - 7.9.2009

Knattspyrnudeild Njarðvíkur óskar eftir að ráða til sín þjálfara fyrir 3. og 4. flokk félagsins. Um er að ræða karlaflokka. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn í að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokkana hjá félaginu og vinna skv. stefnu félagsins. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfurum - 7.9.2009

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins fyrir komandi tímabil.  Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða með því að hringja í síma 861-3317.

Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Háttvísidagar FIFA 2009 - 4.9.2009

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 13. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997.  Að þessu sinni urðu dagarnir 5. til 9. september fyrir valinu, en á því tímabili eru einmitt tveir landsleikjadagar.  Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010