The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821085637/http://www.ksi.is/fraedsla/nr/8150
Fræðsla
UEFA

Grasrótardagur UEFA verður 19. maí

Vakin athygli á grasrótarstarfi aðildarþjóðanna

12.1.2010

Framkvæmdastjórn UEFA hefur ákveðið að sérstakur grasrótardagur UEFA verði haldinn þann 19. maí næstkomandi.  UEFA mun þá vekja athygli á grasrótarstarfi í aðildarlöndum sínum í samstarfi við aðildarþjóðirnar og nota til þess "Meistaradeildarvikuna" en leikið verður til úrslita í Meistardeild kvenna 20. maí og Meistaradeild karla 22. maí og fara báðir leikirnir fram í Madrid.

UEFA mun þann 8. febrúar næstkomandi opna heimasíðu þar sem þessi dagur verður kynntur nánar en þá eru 100 dagar í sjálfan grasrótardaginn.  KSÍ mun að sjálfsögðu vera með grasrótarviðburði í kringum  grasrótardaginn og verða þeir nánar auglýstir þegar nær dregur.











2011Forsidumyndir2011-001