The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821012330/http://www.ksi.is/fraedsla/2011/02

Fræðsla

Þjálfari að störfum

Fræðslufundur KSÍ haldinn 16. apríl - 25.2.2011

KSÍ stendur fyrir fræðslufundi laugardaginn 16. apríl kl. 11.00 þar sem farið verður yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur aðildarfélaga KSÍ.  Fræðslufundurinn er opinn öllum þeim er áhuga hafa á að kynna sér betur ýmis málefni er snúa m.a. að daglegum rekstri knattspyrnufélaga og samskiptum við KSÍ.

Lesa meira
 
Nemar úr MA í vettvangskynningu hjá KSÍ.

Nemar úr MA í vettvangsferð hjá KSÍ - 18.2.2011

Nokkrir nemar úr MA eyddu lunganum af föstudeginum í vettvangsferð á skrifstofu Knattspyrnusambands Íslands.  Þeir fengu kynningu frá fræðslustjóra KSÍ og skoðuðu starfsemina frá öllum hliðum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

KÞÍ fundar með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna - 17.2.2011

Þann 24. febrúar næstkomandi mun KÞÍ halda fundi með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna.  Fundirnir fara fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst fundur þjálfara 5. flokks kvenna kl. 18:30 en fundur þjálfara 2. flokks karla hefst kl. 20:00.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið - Hefst 21. febrúar - 14.2.2011

Mánudaginn 21. febrúar kl. 16:15 fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið en það er lokastigið í UEFA A (KSÍ A) þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.  Þeir þjálfarar sem starfa úti á landi þurfa ekki að gera sér ferð til Reykjavíkur út af þessum fundi heldur verður námskeiðið útskýrt fyrir þeim á símafundi.

Lesa meira
 
Merki FIFA

Ný iðkendakönnun FIFA í vinnslu - 11.2.2011

FIFA hefur hafið söfnun upplýsinga um iðkendur í knattspyrnu á heimsvísu og mun gefa út skýrslu 2012.  Þessi stóra talning iðkenda (FIFA Big Count) hefur farið tvisvar sinnum fram áður og samkvæmt skýrslunni 2006 voru knattspyrnuiðkendur á heimsvísu 265 milljónir.  Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið - 7.2.2011

Mánudaginn 21. febrúar fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið en það er lokastigið í KSÍ A þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.  Þjálfarar þurfa að skrá sig í síðasta lagi fimmtudaginn 17. febrúar.  Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem skráðir eru með 6. stigs þjálfararéttindi eða E stig-sérnámskeið.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001