The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821075550/http://www.ksi.is/fraedsla/2010/02

Fræðsla

100 ára afmælismerki Fram

Knattspyrnudeild Fram óskar eftir yngri flokka þjálfurum - 26.2.2010

Vegna forfalla og aukina umsvifa  óskar Knattspyrnufélagið FRAM eftir yngri flokka  þjálfurum.   Áhugasamir hafi samband við formann knattspyrnudeildar, Júlíus Guðmundsson , í  síma 89-5521 eða póstfangið [email protected].

Lesa meira
 
FH

Unglingadómaranámskeið hjá FH Í Hvaleyrarskóla - 25.2.2010

Unglingadómaranámskeið hjá FH verður haldið í Hvaleyrarskóla mánudaginn 1. mars kl. 17:30.  Um að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Merki FIFA

11+ Upphitunaræfingar - Hluti 3: Hlaupaæfingar - 19.2.2010

Þá er komið að þriðja og síðasta hluta í þessum 11+ upphitunaræfingum og hér má finna hlaupaæfingar.  Það er Rannsóknarmiðstöð FIFA sem gefur út þessar upphitunaræfingar og er vonandi að þær komi að góðum notum.

Lesa meira
 
IMG_4048

Myndband frá fyrsta súpufundinum - 19.2.2010

Góð mæting var á fyrsta súpufundinn sem KSÍ stóð fyrir í hádeginu í gær.  Þar flutti Guðjón Örn Helgason erindi um niðurstöður úr meistaraprófsritgerð sinni sem ber nafnið: „Atriði sem tengjast hollustu og tryggð knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu“.  Hér má sjá myndbandsupptöku af erindi Guðjóns.

Lesa meira
 
IMG_4049

Frábær mæting á fyrsta súpufund KSÍ - 18.2.2010

Frábær mæting var á fyrsta súpufund KSÍ sem haldinn var í hádeginu í dag í höfuðstöðvum KSÍ.  Á þessum fyrsta fundi kynnti Guðjón Örn Helgason meistaraprófsritgerð sína sem fjallar um hollustu og tryggð knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu.  Um 90 manns mættu og hlýddu á erindi Guðjóns.

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf fer fram 6. mars - 18.2.2010

Laugardaginn 6. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Lesa meira
 
Merki Hauka

Unglingadómaranámskeið hjá Haukum á Ásvöllum - 18.2.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Haukum verður haldið á Ásvöllum  fimmtudaginn 25. febrúar  kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fyrsti súpufundur KSÍ fer fram í hádeginu fimmtudaginn 18. febrúar - 11.2.2010

KSÍ hefur ákveðið að fara af stað með fræðslufundi í hádeginu einu sinni í mánuði.  Fræðslufundirnir verða í formi 30 mínútna fyrirlesturs um ólík efni hverju sinni og svo svör við spurningum.  KSÍ mun jafnframt bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestrum Lesa meira
 
Hólmfríður Magnúsdóttir heimsótti hressa knattspyrnukrakka á Ísafirði og á Súðavík

Hólmfríður heimsótti knattspyrnukrakka á Ísafirði og Súðavík - 10.2.2010

Á dögunum heimsótti landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir knattspyrnukrakka á Ísafirði og í Súðavík.  Með Hólmfríði í för var Guðlaugur Gunnarsson grasrótarfulltrúi KSÍ.  Hólmfríður mætti á æfingar hjá krökkunum, stjórnaði upphitun og tók þátt í æfingum.  Lesa meira
 
Danmörk - Ísland 5-1 (2-0), VL - Árósar, Århus stadion 7. ágúst 1949

Ritgerðir á sviði knattspyrnu - 10.2.2010

Hér á fræðsluvefnum má finna ýmsan fróðleik sem tengist knattspyrnu á einn og annan hátt.   Nú hefur bæst við þennan fróðleik því að nú má finna tengil hér á síðunni þar sem finna má 33 lokaritgerðir er tengjast knattspyrnu á ýmsan hátt og er sífellt að bætast við safnið

Lesa meira
 
Forsíða Bikardrauma, saga bikarkeppni KSÍ í 50 ár

Bikardraumar í skólum - 3.2.2010

KSÍ hefur gefið um 80 eintök af bókinni "Bikardraumar" í grunn- og framhaldskóla á Íslandi.  Bókin kom út í desember á síðasta ári í tilefni af því að árið 2009 var leikið í 50. skiptið í Bikarkeppni KSÍ. 

Lesa meira
 
ÍR

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR í ÍR heimilinu - 2.2.2010

Unglingadómaranámskeið hjá ÍR verður haldið í ÍR heimilinu  fimmtudaginn 11. febrúar kl. 19:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Breiðablik

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðabliki í nýju stúkunni - 2.2.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Breiðablik verður haldið í nýju stúkunni þriðjudaginn 9. febrúar   kl. 19:30.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
UEFA

Þjálfarar til Hollands - 2.2.2010

Í dag halda ellefu yngri flokka þjálfarar héðan til Hollands en þar munu þeir kynna sér barna- og unglingaþjálfun.  Ferðin er hluti af verkefni UEFA en ásamt þjálfurum frá Íslandi verða þjálfarar frá Austurríki og Svíþjóð með í ferðinni.

Lesa meira
 
Merki WADA

Breytingar á bannlista WADA - 1.2.2010

Lyfjaeftirlit ÍSÍ hefur birt yfirlit yfir helstu breytingar sem urðu á bannlista WADA fyrir árið 2010.  KSÍ hvetur aðildarfélög sín til að halda vöku sinni í lyfjaeftirlitsmálum og minnir á að það er á ábyrgð aðildarfélaga KSÍ að kynna þessi mál fyrir leikmönnum sínum

Lesa meira
 
KR

Æfingar fyrir fötluð börn og ungmenni hjá KR - 1.2.2010

Knattspyrnufélagið KR býður aftur upp á knattspyrnuæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmiðið er að gefa fötluðum börnum og unglingum tækifæri að vera virkir þátttakendur hjá almennu knattspyrnufélagi. 

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001