The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821081643/http://www.ksi.is/fraedsla/knattthrautir/

Knattþrautir KSÍ

Frá afhendingu knattþrautaverðlauna

Krakkarnir fengu afhentar knattþrautaviðurkenningar - 15.10.2010

Það voru svo sannarlega margir krakkar sem stóðu sig frábærlega í knattþrautunum í sumar og var frábært að fylgjast með.  Þau sem þóttu standa sig best hjá hverju félagi fékk sérstaka viðurkenningu og var boðið á landsleik á Laugardalsvelli.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Haldið áfram að æfa ykkur - 29.9.2010

Þó svo að ekki sé verið að ferðast lengur með knattþrautir KSÍ á milli félaga þá er um að gera fyrir iðkendur og þjálfara að halda áfram að æfa sig.  Hér að neðan má finna knattþrautirnar og uppsetningu þeirra sem hægt er að prenta út og hafa með sér úr á völl.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Hringnum lokað - 21.9.2010

Það má segja að Einar Lars Jónsson hafi lokað hringnum í síðustu viku en þá voru tvö síðustu aðildarfélögin heimsótt með knattþrautir KSÍ.  Þetta voru stelpur úr FH og Haukum sem spreyttu sig á knattþrautunum.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Síðustu félögin heimsótt - 14.9.2010

Haustið er handan við hornið með sínum föllnu og fölu laufum og það þýðir að knattþrautir KSÍ fara að renna sitt skeið á enda þetta sumarið.  Einar Lars Jónsson hefur heimsótt iðkendur í 5. flokki með knattþrautir KSÍ og hafa viðtökur verið með eindæmum góðar.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Sígur á seinni hlutann - 31.8.2010

Knattþrautir KSÍ hafa verið í fullum gangi í sumar, líkt og síðasta sumar og hafa viðtökurnar verið ákaflega góðar.  Nú er farið að síga á seinni hlutann og flest aðildarfélögin hafa verið heimsótt með góðum árangri og enn betri viðtökum.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Frábærar viðtökur hjá aðildarfélögum - 23.8.2010

Viðtökur hjá félögunum við knattþrautum KSÍ hafa verið frábærar líkt og í fyrra en Einar Lars er enn á ferðinni með knattþrautirnar.  Hér að neðan má sjá dagskrá næstu daga en fjölmörg félög hafa verið heimsótt og margir snjallir knattspyrnukrakkar hafa spreytt sig á þrautunum.

Lesa meira
 
Knattþrautir 2010

Viðurkenningar fyrir knattþrautir stúlkna afhentar í hálfleik - 20.8.2010

Eins og kynnt hefur verið hafa knattþrautir KSÍ staðið yfir í allt sumar hjá félögum víðs vegar um landið.  Á landsleik Íslands og Frakklands á laugardag verður tæplega fimmtíu stúlkum sem tóku þátt í knattþrautunum veitt viðurkenning fyrir frábæra ástundun og framfarið í knatttækni.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautirnar næstu vikur - 18.8.2010

Hér að neðan má sjá dagskrá Knattþrauta KSÍ næstu vikur.  Einar Lars, sem sér um þrautirnar, verður á ferðinni að venju.  Einhver félög eiga eftir að bóka tíma, en það skýrist nánar í þessari viku.  Á meðal áfangastaða að þessu sinni eru Þorlákshöfn, Kópavogur og Mosfellsbær.

Lesa meira
 
Knattþrautir 2010

Knattþrautirnar á ferð og flugi um landið - 17.8.2010

Einar Lars hefur verið á ferð og flugi um landið síðustu daga með knattþrautir KSÍ.  Þátttaka hefur verið afar góð og hafa krakkarnir skemmt sér konunglega.  Í þessum túr var farið á Sauðárkrók, Húsavík, Akureyri, Ólafsfjörð, Grenivík og Snæfellsnes.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Dagskrá næstu daga - 3.8.2010

Knattþrautir KSÍ eru komnar á fullt eftir stutt hlé í síðustu viku.  Einar Lars er nú á Norðurlandi og leyfir hressum knattspyrnukrökkum í 5. flokki að spreyta sig á þrautunum.  Hér að neðan má sjá dagskrá næstu daga.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Haldið á Norðurland í næstu viku - 27.7.2010

Þessa vikuna eru knattþrautir KSÍ ekki á ferðinni en Einar Lars tekur upp þráðinn að nýju strax eftir helgi og heimsækir nokkur félög á Norðurlandi í næstu viku en dagskrá vikunnar er hér að neðan.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Einar Lars heimsækir Reykjavíkurfélög í vikunni - 19.7.2010

Knattþrautirnar rúlla á fullri ferð við frábærar viðtökur en Einar Lars heimsækir nokkur Reykjavíkurfélög í vikunni.  Einar heimsótti Vestfirði og Vesturland í síðustu viku.  Þar var hann í frábæru veðri og fékk jafnvel enn betri móttökur.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Vestfirðir og Vesturland í vikunni - 12.7.2010

Knattþrautir KSÍ fara viðreist um landið og í síðustu viku var Einar Lars á Austurlandi og heimsótti iðkendur í 5. flokki.  Einar ferðaðist um 1400 kílómetra á fjórum dögum í þessum heimsóknum og var vel tekið.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautirnar á Austfjörðum - 5.7.2010

Í þessari viku mun Einar Lars Jónsson fara um Austfirði og heimsækja þar aðildarfélög með knattþrautir KSÍ í farteskinu.  Einar hefur ferðalagið í dag þegar hann heimsækir Hött á Egilsstöðum en dagskrá næstu daga má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ - Reykjavík, Ó Reykjavík! - 1.7.2010

Þessa dagana er Einar Lars með knattþrautir KSÍ í höfuðborginni.  Í gær var Einar hjá Valsstúlkum og í dag heimsækir hann 5. flokks stelpurnar í Fylki og hjá KR.  Í næstu viku gerir Einar Lars viðreist um Austfirði. Lesa meira
 
Knattþrautir KSÍ

Knattþrautir KSÍ fara víða - Dagskrá næstu daga - 28.6.2010

Sem kunnugt er ferðast Einar Lars Jónsson til aðildarfélaga með knattþrautir KSÍ í sumar.  Knattþrautunum hefur verið vel tekið og áhugi krakkanna mikill.  Hér að neðan má sjá hvar Einar verður á ferðinni á næstu dögum.

Lesa meira
 
Knattþrautir hjá Ægi

Knattþrautir KSÍ - Bolti í Breiðholtinu - 23.6.2010

Einar Lars verður með knattþrautir KSÍ í Breiðholtinu í dag þar sem hann heimsækir Breiðholtsfélögin Leikni og ÍR.  Vestmannaeyjar voru heimsóttar í gær en hvarvetna hefur vel verið tekið á móti Einari og krakkarnir sýnt þrautunum mikinn áhuga.

Lesa meira
 
Strákarnir í Keflavík

Knattþrautir KSÍ - Dagskrá næstu daga - 21.6.2010

Knattþrautir KSÍ þeytast nú á milli félaga en það eru knattspyrnuiðkendur í 5. flokki sem spreyta sig á þrautunum.  Einar Lars Jónsson heimsótti iðkendur sem æfa hjá Fram í Grafarholti í dag og Fjölnismenn en á morgun er ferðinni heitið til Vestmannaeyja.

Lesa meira
 
Knattþrautir á Selfossi

Knattþrautir KSÍ - Mikill áhugi hjá krökkunum - 16.6.2010

Knattþrautir KSÍ eru nú í fullum gangi og fer Einar Lars Jónsson víða þessa dagana og er rétt að byrja.  Knattþrautirnar eru fyrir iðkendur í 5. flokki og hefur Einari verið einstaklega vel tekið á sínum ferðum.  Mikill áhugi er hjá krökkunum og þjálfararnir búnir að undirbúa þau vel fyrir heimsóknina.

Lesa meira
 
Frá knattþrautum KSÍ í Sandgerði

Knattþrautir KSÍ - Hefjast á mánudag - Dagskrá fyrstu tvær vikurnar - 4.6.2010

Knattspyrnusamband Ìslands mun vera með knattþrautir fyrir 5. flokk karla og kvenna ì sumar líkt og síðasta sumar.  Það er Einar Lars Jónsson sem mun heimsækja félögin og aðstoða við framkvæmd þrautanna.  Fyrstu heimsóknirnar verða mánudaginn 7. júní í Sandgerði og í Garðinn.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010