The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821085939/http://www.ksi.is/fraedsla/aefingasafn/
Æfingasafn
Þjálfari að störfum

Æfingar frá þjálfurum, knattþrautir og fleira

Knattspyrnuþjálfarar sem eiga æfingar á tölvutæku formi (t.d. á Sideline Organizer eða Homeground formi) geta sent til KSÍ æfingar sem verða birtar hér á vefnum og geta þjálfarar þannig fengið nýjar hugmyndir frá hverjum öðrum.

Á vef danska knattspyrnusambandsins er hægt að skoða upplýsingar um Homeground-forritið.  Þar er einnig hægt að sækja tvenns konar reynsluútgáfur af forritinu (Demoversion eða Hent player vinstra megin á síðunni).

Homeground - Æfingar

homeground 

Skoða æfingasafn

 

Homeground 2 komið til landsins

Þjálfaraforritið Homeground 2 er nú komið til landsins og stendur íslenskum þjálfurum til boða. Forritið er á ensku og inniheldur nokkrar viðbætur frá því gamla. Þeir þjálfarar sem fengið höfðu gamla forritið hjá KSÍ, hvort sem þeir fengu það á þjálfaranámskeiði eða keyptu það eitt og sér, geta sótt forritið hér fyrir neðan og fengið fría uppfærslu. Þegar búið er að vista forritið í tölvuna geta þjálfarar sótt um að fá nýtt aðgangsorð með því að senda tölvupóst á [email protected].

Nýir Homeground notendur sem hafa áhuga á að fá forritið geta sótt það einnig en þeir þurfa að sýna fram á greiðslu með tölvupóst áður en þeir fá sent aðgangsorð. Ef greitt er í heimabanka er auðveldast að senda greiðslukvittun í tölvupósti á [email protected] með skýringunni Homeground. Einnig er hægt að koma til okkar í Laugardalinn og greiða á staðnum. Homeground 2 forritið kostar 7.000 kr.

Homeground

 



 










2011Forsidumyndir2011-010