The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821015936/http://www.ksi.is/fraedsla/2005/09

Fræðsla

Fram

Laus þjálfarastörf hjá Fram - 30.9.2005

Knattspyrnudeild Fram leitar eftir þjálfurum sem vilja slást í hóp metnaðarfullra þjálfara sem nú þegar starfa hjá deildinni.  Æskilegt er að þjálfarar hafi reynslu við þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR leitar eftir þjálfara fyrir 4. flokk karla - 27.9.2005

Unglingaráð ÍR óskar eftir að ráða áhugasaman þjálfara fyrir 4. flokk karla. Þjálfaramenntun er skilyrði og reynsla æskileg.  Iðkendur í 4. flokki karla eru á milli 50 og 60 og er aðstoðarþjálfari fyrir hendi. Lesa meira
 
Heimsmeistarakeppnin 2006

Þýskubíllinn fer hringferð um landið - 23.9.2005

Þýskuþjálfarinn, Kristian Wiegand, mun á næstu vikum heimsækja íþróttafélög og skóla á Íslandi, kynna heimsmeistaramótið í Þýskalandi 2006 og bjóða upp á örnámskeið í “fótboltaþýsku”.
Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

Ætlar þú á þjálfaranámskeið hjá KSÍ í haust? - 23.9.2005

Þjálfaranámskeið KSÍ hefjast nú fljótlega og skráning er hafin á flest námskeiðin.  Undanfarin ár hefur verið gríðarleg þátttaka og því er best að skrá sig sem fyrst.  Lesa meira
 
Huginn

Huginn leitar að þjálfara fyrir meistaraflokk karla - 22.9.2005

Huginn Seyðisfirði leitar að þjálfara fyrir meistaraflokk karla.  Huginn hélt sæti sínu í 2. deild síðastliðið sumar og er markið sett enn hærra fyrir næsta sumar.  Skilyrði er að þjálfari sé búsettur á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands

Ráðstefnu KÞÍ aflýst - 20.9.2005

Ráðstefnu KÞÍ í tengslum við úrslitaleik VISA-bikars karla, sem vera átti um næstu helgi, hefur verið aflýst.  Þess í stað mun KÞÍ í samvinnu við KSÍ standa fyrir afmælisráðstefnu 12. - 13. nóvember næstkomandi.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik leitar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka - 19.9.2005

Unglingaráð Breiðabliks auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum til að þjálfa yngri flokka.  Þjálfara vantar fyrir þrjá karlaflokka og tvo kvennaflokka. Lesa meira
 
Grótta

Grótta auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. flokk karla - 15.9.2005

Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir þjálfara 4. flokks karla fyrir árið 2005-2006. Félagið rekur metnaðarfulla starfsemi sem er ört vaxandi og hefur iðkendum fjölgað verulega síðastliðin ár.

Lesa meira
 
Afturelding

Afturelding leitar að þjálfurum - 12.9.2005

Afturelding auglýsir eftir þjálfurum fyrir meistaraflokk og 2. flokk karla.  Frekari upplýsingar veitir Anna Gísladóttir - [email protected]. Lesa meira
 
Verndum bernskuna

Verndum bernskuna - 9.9.2005

Nýlega var sett af stað verkefnið Verndum bernskuna - Heilræði fyrir foreldra og uppalendur.  Það er ósk aðstandenda verkefnisins að það eigi eftir að vekja foreldra og uppalendur til umhugsunar um uppeldi barna sinna.

Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk - 8.9.2005

Hvöt á Blönduósi  leitar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla.  Ráðningartími yrði frá hausti 2005 til september 2006.  Búseta á Blönduósi er skilyrði yfir sumarmánuðina, þarf helst að vera spilandi leikmaður.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001