The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820232014/http://www.ksi.is/domaramal/2010/01

Dómaramál

UEFA

Ráðstefna evrópskra dómara á Möltu - 29.1.2010

Mánudaginn 1. febrúar hittast fremstu dómarar Evrópu á Möltu en þar verður haldin í átjánda skiptið ráðstefna fyrir Elite/Premier dómara UEFA.  Á sama stað verður um leið haldin nýliðaráðstefna nýrra alþjóðlegra dómara en sú ráðstefna er haldin í nítjánda skiptið.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Dæma á æfingamóti á Marbella - 29.1.2010

Ákveðið hefur verið að þiggja boð norska knattspyrnusambandsins um að senda 2 íslenska dómara og 3 aðstoðardómara á alþjóðlegt æfingamót í Marbella á Spáni. Mótið stendur dagana 7. til 12. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Vidir

Unglingadómaranámskeið hjá Víði í Víðishúsinu í Garðinum - 27.1.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Víði verður haldið í Víðishúsinu  fimmtudaginn 4. febrúar   kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Enski dómarinn Mike Riley

Kristinn og Sigurður Óli í Englandi - 19.1.2010

Þeir Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson eru staddir í Englandi þar sem þeim hefur verið boðið  að taka þátt í æfingum og fræðsluráðstefnu úrvalsdeildardómara í Englandi.  Ennfremur munu þeir fylgjast með dómurum í leik í ensku úrvalsdeildinni sem og undirbúningi leiksins.

Lesa meira
 
Fjölnir

Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni í Dalhúsum - 14.1.2010

Unglingadómaranámskeið hjá Fjölni verður haldið í Dalhúsum  miðvikudaginn 20. janúar   kl. 18:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson sprettir úr spori á meðan kollegar hans fylgjast með

Dómararnir á fullu á æfingum - 13.1.2010

Dómararnir okkar sem dæma í landsdeildunum hafa verið á fullu á æfingum frá því í nóvember á síðasta ári og er hvergi slakað á.  Fréttastofa Stöðvar 2 kíkti á æfingar hjá dómurunum, bæði síðasta vor og svo nú fyrr í vetur. 

Lesa meira
 
HK

Unglingadómaranámskeið haldið hjá HK í Fagralundi - 7.1.2010

Unglingadómaranámskeið hjá HK verður haldið í Fagralundi  mánudaginn 11. janúar   kl. 19:00.  Um að ræða tveggja og hálfs  tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001