The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820171041/http://www.ksi.is/mot/2008/08

Mótamál

Fjölnir

Fjölnir í úrslitaleikinn eftir frábæran undanúrslitaleik - 31.8.2008

Fjölnismenn tryggðu sér í dag sæti í úrslitum VISA bikars karla þegar þeir lögðu Fylkir í frábærum undanúrslitaleik á Laugardalsvelli.  Dramatíkin var í hámarki og kom sigurmark Fjölnismanna í uppbótartíma en lokatölur urðu 4-3, Fjölnismönnum í vil. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fylkir - Fjölnir í dag kl. 16:00 - 31.8.2008

Í dag kl. 16:00 mætast á Laugardalsvelli Fylkir og Fjölnir og er þetta fyrri undanúrslitaleikurinn í VISA bikar karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli en á morgun kl. 20:00 eigast við Breiðablik og KR. Lesa meira
 
ÍR

ÍR sigruðu í 2. deild karla - 30.8.2008

ÍR tryggðu sér í dag sigurinn í 2. deild karla eftir jafntefli við Tindastól.  Á sama tíma tapaði Afturelding leik sínum gegn Hvöt.  Þetta þýddi að Mosfellingar geta ekki náð ÍR að stigum og efsta sætið er Breiðhyltinga. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppni í 1. deild kvenna og 3. deild karla hefst í dag - 30.8.2008

Í dag, laugardag, hefst úrslitakeppni í 1. deild kvenna og 3. deild kvenna.  Leikið er heima og heiman í þessum úrslitakeppnum en seinni leikirnir fara fram á þriðjudaginn.  Hægt er að sjá leikina framundan hér að neðan. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tveimur leikjum í 1. deild karla frestað til laugardags - 29.8.2008

Tveimur leikjum í 1. deild karla er fram áttu að fara í kvöld, föstudagskvöld, hefur verið frestað til laugardags.  Þetta eru leikir Leiknis og KA annarsvegar og hinsvegar leikur Stjörnunnar og Fjarðabyggðar. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Jafntefli hjá Aston Villa og FH - 29.8.2008

Aston Villa og FH gerðu í gær jafntefli í seinni leik liðanna í 2. umferð UEFA bikarsins.  Lokatölur urðu 1-1 og var það Atli Viðar Björnsson sem jafnaði metin á 30. mínútu.  Aston Villa vann fyrri leikinn, 4-1 og kemst því áfram í þriðju umferð. Lesa meira
 
visaBikarinn_logo

Viðtöl frá kynningarfundi VISA bikars karla - 28.8.2008

Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir undanúrslitaleiki VISA bikars karla.  Á sunnudaginn kl. 16:00 leika Fylkir og Fjölnir en á mánudaginn kl. 20:00 leika Breiðablik og KR.  Dagur Sveinn Dagbjartsson var staddur á fundinum og tók nokkur viðtöl Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

FH leikur seinni leikinn gegn Aston Villa í kvöld - 28.8.2008

FH leikur í kvöld seinni leik sinn við Aston Villa í 2. umferð UEFA bikarsins en leikurinn fer fram á Villa Park í Birmingham.  Enska liðið sigraði Hafnfirðinga í fyrri leiknum með fjórum mörkum gegn einu.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðasala hafin á undanúrslitaleiki VISA bikars karla - 27.8.2008

Í dag hófst miðasala á undanúrslitaleiki VISA bikars karla en leikirnir fara fram á sunnudaginn og mánudagskvöld.  Á sunnudaginn kl. 16:00 leika Fylkir og Fjölnir og á mánudagskvöldið kl. 20:00 eigast við Breiðablik og KR. Lesa meira
 
Sindri

Ertu í formi?? - 27.8.2008

Ungmennafélagið Sindri á Höfn í Hornafirði stendur fyrir öldungamót á Höfn fyrir konur og karla sem náð hafa 30 ára aldri. Á mótinu sem verður haldið 19. – 20. september verður m.a. keppt í fótbolta, badminton, blaki, bridge, frjálsum og golfi. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Heil umferð í Landsbankadeild kvenna kl. 18:00 í kvöld - 26.8.2008

Í kvöld verður leikin 16. umferð Landsbankadeildar kvenna og hefjast allir leikirnir kl. 18:00.  Á morgun hefst svo 18. umferð í Landsbankadeild karla en þar dreifist umferðin á þrjá leikdaga. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitakeppnir 1. deildar kvenna og 3. deildar karla hefjast á laugardaginn - 26.8.2008

Um helgina varð endanlega ljóst hvaða félög komust í úrslitakeppni 3. deildar karla en þá lauk riðlakeppni 3. deildar.  Úrslitakeppnin hefst næstkomandi laugardag en sama dag hefst úrslitakeppni í 1. deild kvenna. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Valur og KR leika til úrslita í VISA bikar kvenna - 26.8.2008

Það verða Valur og KR er mætast í úrslitaleik VISA bikars kvenna en undanúrslitin fóru fram nú um helgina.  Þar lögðu Valsstúlkur Stjörnuna að velli og KR sigruðu Breiðablik.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit í VISA bikar kvenna - 21.8.2008

Framundan eru tveir spennandi leikir í undanúrslitum VISA bikar kvenna.  Föstudaginn 22. ágúst eigast við Stjarnan og Valur í Garðabænum en á laugardaginn taka KR á móti Breiðablik. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Sigurvegarar í Pollamótum KSÍ 2008 - 21.8.2008

Um síðustu helgi fór fram úrslitakeppni í Pollamótum KSÍ en leikið var til úrslita í A, B, C og D liðum hér Suðvestanlands.  Þá var keppt til úrslita í A liðum Norðaustanlands en keppni var þegar lokið í B og C liðum á Norðurlandi. Lesa meira
 
Stjarnan urðu Íslandsmeistarar kvenna í 7 manna bolta hjá 2. flokki kvenna árið 2008

Stjarnan vann 7 manna boltann í 2. flokki kvenna - 21.8.2008

Stjarnan tryggði sér um síðustu helgi Íslandsmeistaratitilinn í 7 manna bolta hjá 2. flokki kvenna en mótið kláraðist þá í Garðabænum.  Eftir baráttu við BÍ og Neista Hofsósi voru það Stjörnustúlkur sem fóru með sigur af hólmi Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Finnlandi í dag - 20.8.2008

Jóhannes Valgeirsson, milliríkjadómari, mun í dag dæma vináttulandsleik Finnlands og Ísraels er fer fram í Finnlandi í dag.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Áskell Gíslason. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

KR og Valur mætast í Landsbankadeild kvenna í dag - 17.8.2008

Í dag kl. 16:00 mætast tvö efstu liðin í Landsbankadeild kvenna í sannkölluðum stórleik í Vesturbænum.  Valsstúlkur heimsækja þá stöllur sínar í KR og má búast við hörkuleik eins og ætíð þegar að þessi félög eigast við.  Í kvöld fer svo einnig fram heil umferð í Landsbankadeild karla. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Tvö mörk Aston Villa í byrjun leiks gerðu útslagið - 14.8.2008

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa reyndist of stór biti fyrir VISA-bikarmeistara FH.  FH-ingar sýndu prýðisgóðan leik á köflum, en segja má að tvö mörk gestanna á upphafsmínútum leiksins hafi gert útslagið.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

FH-Aston Villa í kvöld - 14.8.2008

Það verður stórleikur í Laugardalnum í kvöld þegar FH-ingar mæta enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa í UEFA-bikarnum.  Þetta er án efa einn stærsti Evrópuleikur íslensks félagsliðs í langan tíma.

Lesa meira
 
Víðishópurinn er tekur þátt í Futsal Cup í Frakklandi

Evrópuævintýri Víðis á enda - 13.8.2008

Víðismenn léku í kvöld síðasta leik sinn í undankeppni Evrópukeppninnar í Futsal en riðillinn var leikinn í Frakklandi.  Víðismenn biðu lægri hlut fyrir Parnassos frá Kýpur með ellefu mörkum gegn sex. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fjölmargir leikir í kvöld - 13.8.2008

Í kvöld, miðvikudagskvöld, fara fram fjölmargir leikir í 3. deild karla, Landsbankadeild kvenna og 1. deild kvenna.  Þrettánda umferð Landsbankadeildar kvenna klárast í kvöld og þar tekur m.a. Þór/KA á móti Fjölni á Akureyrarvelli.

Lesa meira
 
Antti Munukka

Finnskur dómari á leik Þórs og Víkings Ól. - 12.8.2008

Dómari í leiknum Þór - Víkingur Ó 16. ágúst nk. verður Antti Munukka. Hann kemur frá Finnlandi. Er þetta liður í samstarfi norðurlandaþjóðanna um skipti á dómurum. Aðstoðadómararnir verða íslenskir. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Þórs/KA og Fjölnis á miðvikudag flýtt - 12.8.2008

Leik Þórs/KA og Fjölnis í Landsbankadeild kvenna, sem fram fer á Akureyrarvelli á miðvikudag, hefur verið flýtt til kl. 18:00, en áður var hann áætlaður kl. 19:15. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Fylkis og ÍA á sunnudag breytt - 12.8.2008

Tímasetningu á leik Fylkis og ÍA í Landsbankadeild karla hefur verið breytt, þar sem leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.  Leikurinn var upphaflega áætlaður kl. 19:15 á sunnudag, en hefur nú verið settur á kl. 17:00. Lesa meira
 
Frá leik Víðis og Roubaix frá Frakklandi í Evrópukeppninni í Futsal

Tap gegn sterku liði Roubaix í Futsal - 11.8.2008

Víðismenn töpuðu í kvöld í öðrum leik sínum í undankeppni í Evrópukeppninni í Futsal en riðillinn er leikinn í Roubaix í Frakklandi.  Leikið var gegn heimamönnum og lauk leiknum með 9-2 sigri Frakkanna. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Tveimur leikjum Landsbankadeildar breytt vegna leikja í undanúrslitum VISA-bikars - 11.8.2008

Vegna leikja í undanúrslitum í VISA-bikars karla 31. ágúst og 1. september hefur leikjunum Fylkir-KR og FH-Breiðablik í Landsbankadeild karla verið breytt. Lesa meira
 
Jóhann Berg Guðmundsson (mynd af blikar.is)

Jóhann Berg valinn bestur í umferðum 8-14 - 11.8.2008

Umferðir 8-14 í Landsbankadeild karla voru gerðar upp í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag, mánudag.  Jóhann Berg Guðmundsson úr Breiðabliki var valinn besti leikmaður umferðanna.

Lesa meira
 
LIð Víðis í fyrsta Evrópuleiknum sem leikinn var í Roubaix í Frakklandi í ágúst 2008

Naumt tap Víðismanna í fyrsta Evrópuleiknum í Futsal - 10.8.2008

InngangstextiVíðismenn töpuðu naumlega í fyrsta Evrópuleik sem íslenskt félag leikur í Futsal.  Mótherjarnir voru Jerevan frá Armeníu og fóru þeir með sigur af hólmi með fjórum mörkum gegn þremur eftir spennandi leik.  Staðan í leikhléi var jöfn, 2-2. Lesa meira
 
Frá æfingu Víðis fyrir Futsal Cup í Frakklandi í ágúst 2008

Fyrsti leikur Víðis í Futsal Cup í dag - 10.8.2008

Víðismenn eru um þessar mundir staddir í Roubaix í Frakklandi þar sem þeir, fyrstir íslenskra liða, taka þátt í Evrópukeppninni í Futsal.  Þeir tóku létta æfingu í keppnishöllinni í morgun en þeir leika gegn Yerevan frá Armeníu kl. 17:00 í dag. Lesa meira
 
Víðir Garði

Víðismenn hefja leik í Futsal á sunnudag - 8.8.2008

Víðismenn úr Garði hefja leik í Evrópukeppni félagsliða í Futsal á sunnudag, en þeir eru fyrsta íslenska liðið sem tekur þátt í keppninni.  Futsal er sú tegund innanhússknattspyrnu sem leikin er víðast hvar í heiminum .

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Umferðir 8-14 í Landsbankadeild karla gerðar upp á mánudag - 8.8.2008

Umferðir 8-14 í Landsbankadeild karla verða gerðar upp í hádeginu á mánudag, þegar viðurkenningar fyrir umferðirnar verða afhentar.  Úrvalslið umferðanna verður kynnt, besti leikmaðurinn, besti þjálfarinn og besti dómarinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Úrslitakeppni Polla- og Hnátumóta 2008 - 8.8.2008

Úrslitakeppni Polla- og Hnátumóta KSÍ 2008 fer fram dagana 16. og 17. ágúst næstkomandi.  Úrslitakeppnin er svæðisbundin og er leikið annars vegar SV-lands og hins vegar NL/AL.

Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna í kvöld - 8.8.2008

Fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna fara fram í kvöld, föstudagskvöld.  Leikirnir eru allir í 13. umferð deildarinnar, en umferðinni lýkur á laugardag þegar Þór/KA sækir Breiðablik heim.

Lesa meira
 
midi.is

Miðasala á FH-Aston Villa er hafin - 7.8.2008

Sala aðgöngumiða á viðureign FH og Aston Villa í UEFA-bikarnum er hafin.  Hægt er að tryggja sér miða í gegnum vefsíðuna midi.is.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og er selt í stök sæti í þremur verðflokkum, líkt og gert er fyrir landsleiki. Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Tékkneskir dómarar á viðureign FH og Aston Villa - 7.8.2008

Eins og kunnugt er mætast FH og Aston Villa í UEFA-bikarnum á Laugardalsvelli fimmtudaginn 14. ágúst.  UEFA hefur nú skipað dómara og eftirlitsmenn á leikinn og kemur dómarakvartettinn frá Tékklandi.

Lesa meira
 
Rakel Hönnudóttir - Mynd af thorsport.is

Rakel Hönnudóttir valin best í umferðum 7-12 - 6.8.2008

Í hádeginu í dag, miðvikudag, voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna.  Rakel Hönnudóttir úr Þór/KA hlaut viðurkenningu sem besti leikmaður umferðanna.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildir aftur af stað eftir verslunarmannahelgi - 6.8.2008

Landsbankadeildir karla og kvenna fara aftur af stað á næstu dögum, eftir stutt stopp vegna verslunarmannahelgarinnar.  13. umferð Landsbankadeildar karla hefst í kvöld og 13. umferð Landsbankadeildar kvenna hefst á föstudag. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna gerðar upp - 5.8.2008

Í hádeginu á miðvikudag verða umferðir 7-12 í Landsbankadeild kvenna gerðar upp.  Afhentar verða viðurkenningar til þeirra sem skarað hafa fram úr í þessum umferðum.  Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

FH mætir Aston Villa í UEFA-bikarnum - 1.8.2008

Dregið hefur verið í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins og er óhætt að segja að íslenskir knattspyrnuunnendur hafi dottið í lukkupottinn.  VISA-bikarmeistarar FH drógust gegn enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Stórglæsilegur 5-1 sigur FH-inga - 1.8.2008

FH-ingar unnu stórglæsilegan 5-1 sigur á liði Grevenmacher og eru komnir áfram í 2. umferð forkeppninnar.  Skagamenn eru hins vegar úr leik þrátt fyrir frábæra frammistöðu og 2-1 sigur gegn Honka frá Finnlandi á Akranesvellinum.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010