The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820164608/http://www.ksi.is/mot/2008/05

Mótamál

Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 14:30 í dag - 30.5.2008

Í dag, föstudaginn 30. maí, mun skrifstofa KSÍ loka aðeins fyrr en venjulega eða kl. 14:30 vegna námskeiðahalds starfsfólks.  Skrifstofan mun svo opna aftur kl. 08:00 á mánudagsmorgun.Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Fjöldi leikmanna og forráðamanna á leikskýrslum - 29.5.2008

Fjöldi fyrirspurna hefur komið til skrifstofu KSÍ vegna fjölda leikmanna á leikskýrslu og leyfilegra innáskiptinga.  Almennt gildir að heimilt er að hafa 16 leikmenn á leikskýrslu, 11 sem hefja leik og 5 varamenn. Á þessu eru þó undantekningar. Lesa meira
 
FH-blaðið 2008

FH-blaðið 2008 komið út - 29.5.2008

FH-blaðið 2008 er komið út og er allt hið glæsilegasta.  Meðal efnis eru viðtöl við Heimi Guðjónsson þjálfara og Jónas Grana markahrók.  Tryggvi Guðmundsson segir sitt álit, Daði Lárusson er tekinn tali og margt annað má finna í blaðinu. 

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Tveimur leikjum breytt í Landsbankadeild karla - 26.5.2008

Tímasetningar á tveimur leikjum í fimmtu umferð Landsbankadeildar karla hafa breyst og er það vegna þess að leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Leikirnir sem um er að ræða eru ÍA - Fylkir og HK - Valur. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla hefst á laugardag - 23.5.2008

Keppni í VISA bikar karla hefst nú um helgina og fer fyrsti leikur fram á Þingeyri þar sem Höfrungur og Skallagrímur mætast.  Þá fer keppni í 3. deild á fullt um helgina og verður leikið í öllum fjórum riðlinum um helgina Lesa meira
 
Íslandskort

Vestfirðir heimsóttir - 23.5.2008

Fulltrúar KSÍ heimsóttu Vestfirði í dag, föstudag, og er heimsóknin liður í landshlutafundum KSÍ.  Rætt verður við bæjaryfirvöld og aðildarfélög KSÍ á svæðinu um stöðu knattspyrnunnar, mannvirkjamál og fleira.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Mótshaldarar Polla - og Hnátumóta 2008 - 21.5.2008

Meðfylgjandi er yfirlit yfir riðlaskiptingu og mótshaldara í Polla- og Hnátumótum KSÍ. Riðlakeppni skal leikin á tímabilinu 9. júní til 18. júlí.  Umsjónarfélög skulu tilkynna um leikdaga eigi síðar en sunnudaginn 1. júní. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Breytingar á leiktímum í Landsbankadeild karla - 21.5.2008

Vegna leiks Íslands og Wales í A-landsliðum karla 28. maí nk. hefur eftirfarandi leikjum í Landsbankadeild karla verið breytt: Lesa meira
 
Útvarp Saga

Útvarp Saga lýsir frá 1. deild karla - 20.5.2008

Útvarp Saga hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að lýsa frá leik/leikjum í 1. deilk karla ásamt því að flytja fréttir af öðrum leikjum í deildinni.  Hægt er að fræðast nánar um tíðni útvarpstöðvarinnar á heimasíðu stöðvarinnar. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fyrsti leikur í VISA bikar kvenna í kvöld - 16.5.2008

Fyrsti leikur VISA bikarsins fer fram í kvöld en þá mætast GRV og Þróttur í forkeppni VISA bikars kvenna.  Sigurvegari úr leiknum í kvöld mætir svo Fylki í fyrstu umferðinni en sá leikur fer fram 30. maí.

Lesa meira
 
Í leik ÍR og Aftureldingar í 2. deild 2006

Keppni í 2. deild karla hefst í kvöld - 16.5.2008

Keppni í 2. deild karla hefst í kvöld og er heil umferð leikin en í fyrsta skiptið skipa 12 lið 2. deildina.  Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20:00 og minnt er á að hægt er fá sent SMS með úrslitum leikjanna í 2. deild eins og öðrum leikjum á vegum KSÍ. Lesa meira
 
UEFA

Ísland í 25. sæti háttvísilista UEFA - 13.5.2008

Í dag var dregið um það hvaða tvær þjóðir mundu hreppa aukasæti í UEFA bikarnum á næsta tímabili en þær þjóðir er voru hæstar í háttvísismati UEFA voru í pottinum.  England, Danmörk og Þýskaland hrepptu sætin. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Námskeið í höfuðstöðvum KSÍ fyrir eftirlitsmenn - 13.5.2008

Guðmundur Ingi Jónsson og Egill Már Markússon hafa verið með námskeið fyrir eftirlitsmenn á undanförnum vikum.  Mánudaginn 19. maí kl. 17:00 verður haldið námskeið í höfuðstöðvum KSÍ.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Unglingadómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 13. maí - 12.5.2008

Unglingadómaranámskeið verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 13. maí og hefst það kl. 20:00.  Námskeiðið er öllum opið þeim sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Baráttan í fyrstu deild karla hefst í dag - 12.5.2008

Í dag, mánudaginn 12. maí, byrjar boltinn að rúlla í 1. deild karla og eru fimm leikir á dagskránni.  Fyrstu umferðinni lýkur svo á morgun þegar að Þór og KS/Leiftur mætast í Boganum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild kvenna hefst á mánudag - 11.5.2008

Landsbankadeild kvenna hefur göngu sína mánudaginn 12. maí þegar að Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór/KA í Egilshöllinni.  Daginn eftir, þriðjudaginn 13. maí, klárast svo fyrsta umferðin með fjórum leikjum. Lesa meira
 
Domarar2005-0038

Fyrstu feðgar sem dæma í efstu deild - 10.5.2008

Í dag dæmdi Þóroddur Hjaltalín sinn fyrsta leik í Landsbankadeild karla þegar hann var við stjórnvölinn á leik HK og FH á Kópavogsvelli.  Þetta væri kannski ekki til frásögur færandi nema fyrir það að þarna fetaði Þóroddur í fótspor föður síns. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Mörkunum rigndi inn í fyrstu umferðinni - 10.5.2008

Eftir mikla tilhlökkun byrjaði boltinn loksins að rúlla í Landsbankadeildinni í dag.  Það var greinilegt að leikmenn voru tilbúnir því að mörkunum rigndi niður í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla.  Alls urðu mörkin  24 og flest komu þau í Keflavík. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild karla hefst í dag - 10.5.2008

Landsbankadeild karla hefur göngu sína í dag og í fyrsta skiptið er leikið í 12 liða deild í efst deild á Íslandi.  Heil umferð verður leikin í dag og hefjast allir leikirnir kl. 14:00 að undaskildum leik Keflavíkur og Vals, sem hefst kl. 16:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Lesa meira
 

Breyting á leik í Landbankadeild karla - 9.5.2008

Einn leikur hefur verið færður til í Landsbankadeild karla og er það leikur Vals og Grindavíkur sem þarf að færa til vegna þess að heimavöllur Vals er ekki tilbúinn.  Bæði leikdagur og leikstaður breytast í þessu tilfelli. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Staðfest niðurröðun yngri flokka 2008 - 9.5.2008

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun móta sumarsins í yngri aldursflokkum og má sjá niðurröðun einstakra flokka á vef KSÍ undir "Mót". Einnig má sjá niðurröðun í hverjum flokki fyrir sig hér að neðan eins og hún var staðfest af mótanefnd 7. maí. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Lokað fyrir félagaskipti 15. maí - 9.5.2008

Þann 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokksleikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.  Lesa meira
 
Áhorfendur fagna

Stuðningsmannakeppnin heldur áfram - 8.5.2008

Hin vinsæla stuðningsmannakeppni heldur áfram í ár.  Veitt verða vegleg peningaverðlaun til þess stuðningsmannahóps sem valinn er hverju sinni, 100 þúsund krónur fyrir sigur í hverjum mótshluta fyrir sig.  Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Forsala aðgöngumiða á netinu í Landsbankadeild karla - 8.5.2008

Hægt verður að kaupa miða á leiki í Landsbankadeild karla á netinu á forsöluverði (kr. 1.200). Miðasöluvefurinn verður aðgengilegur af ksi.is og midi.is, sem og af vefsíðum félaganna í deildinni.  Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Boðsmiðar fyrir 16 ára og yngri - 8.5.2008

Börnum 16 ára og yngri geta nálgast boðsmiða á leiki Landsbankadeildar karla í útibúum Landsbankans.  Krakkarnir skila miðanum við innganginn á völlinn, félögin safna síðan miðunum saman og í lok móts er dregið úr öllum miðunum í happdrætti. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildirnar 2008 - 8.5.2008

Nú styttist óðum í það sem margir telja hinn eina sanna sumarboða, þegar boltinn byrjar að rúlla í Landsbankadeildunum.  Landsbankadeild karla hefst laugardaginn 10. maí og Landsbankadeild kvenna, mánudaginn 12. maí. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Stöðvun leiks vegna meiddra leikmanna - 8.5.2008

Vert er að vekja sérstaklega athygli á einu atriði í áhersluatriðum dómaranefndar.   Fjallar þetta atriði um stöðvun leiks vegna meiddra leikmanna. Vakin er athygli á því að það er dómarans að stöðva leikinn ef leikmenn meiðast. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

SMS þjónusta á vefnum - 8.5.2008

Í sumar er í fyrsta sinn boðið upp á SMS-úrslitaþjónustu í gegnum vef KSÍ.  Hægt er að fá úrslit úr einstökum leikjum í tilteknu móti með einföldum hætti. SMS-þjónustan nær til allra aldursflokka og allra móta KSÍ Lesa meira
 
1 x 2

Þjálfarar spá í 1. og 2. deild karla - 7.5.2008

Íslenskar Getraunir stóðu fyrir spá á meðal þjálfara í 1. og 2. deild karla þar sem þeir spáðu fyrir um gengi liðanna í deildinni.  Víkingum og Vestmannaeyingum er spáð efstu sætunum í 1. deild og ÍR og Afturelding í 2. deild. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Val og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum - 7.5.2008

Í dag var haldinn í Smárabíói, kynningarfundur fyrir Landsbankadeildir karla og kvenna og var þar m.a. kynntar niðurstöður úr hinni árlegu spá.  Val er spáð Íslandsmeistaratitli karla en hjá konunum er KR spáð sigri. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Áhersluatriði dómaranefndar 2008 - 7.5.2008

Eins og áður hefur dómaranefnd gefið út áhersluatriði dómaranefndar og er hægt að sjá þau hér að neðan.  Allir hlutaðeigandi eru beðnir um að kynna sér þessi áhersluatriði vel og kynna þau innan síns félags. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

ÍR sigraði í B deild karla - 5.5.2008

ÍR sigraði í B deild Lengjubikars karla en þeir lögðu Hvöt í úrslitaleik í gær en leikið var á ÍR velli.  Lokatölur urðu 2-1 ÍR í vil en eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 og þurfti því að framlengja leikinn. Lesa meira
 
Valur

Valur sigraði í Meistarakeppni KSÍ - 5.5.2008

Valsmenn lögðu FH í gær en keppt var um sigurlaunin í Meistarakeppni KSÍ.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Valsmenn eftir að staðan hafði verið 1-1 í hálfleik.  Það eru Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils er leika um þennan titil. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Kynningarfundur Landsbankadeilda 2008 - 2.5.2008

Kynningarfundur Landsbankadeilda karla og kvenna 2008 fer fram í Smárabíói í Kópavogi miðvikudaginn 7. maí næstkomandi kl. 16:00.  Farið verður yfir ýmis atriði fyrir keppnistímabilið og hin árlega spá um lokastöðu liða verður kynnt. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - Valur og FH mætast - 2.5.2008

Valur og FH mætast í Meistarakeppni karla á sunnudaginn kl. 19:15 og fer leikurinn fram í Kórnum.  Í þessum leik mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils. FH og Valur hafa unnið þennan titil þrjú síðustu ár, FH 2005 og 2007 en Valur 2006 Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Hvöt og ÍR í úrslitum B deildar karla - 2.5.2008

Það verða Hvöt og ÍR sem leika til úrslita í B deild Lengjubikars karla og fer leikurinn fram sunnudaginn 4. maí kl. 14:00.  Hvöt lagði Víði í undanúrslitum og ÍR hafði betur gegn Hetti. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Valur Lengjubikarmeistari karla - 2.5.2008

Valsmenn lögðu Framara í úrslitaleik A deildar Lengjubikars karla en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 4-1 Valsmönnum í vil eftir að þeir höfðu haft yfir, 2-1 í hálfleik.  Þetta er í fyrsta skiptið sem Valsmenn vinna þennan titil. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit í B deild Lengjubikarsins í dag - 1.5.2008

Í dag, 1. maí, fara fram undanúrslit í B deild karla í Lengjubikarnum og hefjast báðir leikirnir kl. 14:00.  Á Gróttuvelli eigast við Hvöt og Víðir en á ÍR vellinum mætast ÍR og Höttur. Lesa meira
 
100 ára afmælismerki Fram

Fram er 100 ára í dag - 1.5.2008

Í dag, fimmtudaginn 1. maí, er Knattspyrnufélagið Fram 100 ára en félagið stofnuðu nokkrir ungir drengir þann 1. maí 1908.  Viðamikil afmælisdagskrá er af þessu tilefni í dag en í gærkvöldi var haldinn hátíðarkvöldverður þar sem félagar voru heiðraðir. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010