The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820151357/http://www.ksi.is/mot/2007/04

Mótamál

Lengjubikarinn

Úrslitaleikur Lengjubikars karla - FH og Valur - 30.4.2007

Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars karla verður leikinn þriðjudaginn 1. maí.  Eigast þá við FH og Valur og hefst leikurinn kl. 16:00 á Stjörnuvelli.  FH-ingar eru núverandi handhafar þessa titils. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fundað um framkvæmd leikja - 30.4.2007

Síðastliðinn föstudag fundaði KSÍ með framkvæmdastjórum félaga í Landsbankadeild karla í höfuðstöðvum sambandsins á Laugardalsvelli.  Farið var yfir ýmis hagnýt atriði fyrir sumarið, enda að gríðarlega mörgu að hyggja fyrir félög í deildinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

KR og Valur leika til úrslita hjá konunum - 30.4.2007

Það verða Reykjavíkurliðin KR og Valur sem leika til úrslita í A-deild Lengjubikars kvenna.  KR vann Breiðablik í undanúrslitum á meðan Valur lagði Keflavík.  Í B-deild karla leika Afturelding og Fjarðabyggð til úrslita. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

FH og Valur leika til úrslita - 28.4.2007

Það verða Íslandsmeistarar FH og Valur sem leika til úrslita í A-deild Lengjubikars karla.  Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleikina er leiknir voru í gær.  FH sigraði HK, 4-1 og Valsmenn lögðu Víkinga 1-0. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn langt kominn - 27.4.2007

Um helgina er leikið í undanúrslitum í Lengjubikar A-deildar kvenna og B-deildar karla.  Þá fara fram síðustu leikir í riðlakeppni C-deild karla.  Eins og áður hefur komið fram er leikið til undanúrslita í A-deild karla í kvöld. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars karla í kvöld - 27.4.2007

Í kvöld, föstudagskvöld, fara fram undanúrslitaleikir í Lengjubikar karla og hefjast þeir báðir kl. 19:00.  Á Stjörnuvelli mætast FH og HK og í Egilshöllinni eigast við Víkingur og Valur.  Sigurvegarar leikjanna eigast svo við í úrslitaleik á Stjörnuvelli, 1. maí næstkomandi. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2007 - 27.4.2007

Á fundi stjórnar KSÍ þann 23. apríl sl. voru gerðar breytingar á reglugerðum er varða flutning á agaviðurlögum á milli keppnistímabila á þann veg að leikbönn vegna áminninga flytjast ekki á milli keppnistímabila. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson, Þórir Hákonarson og Michel Platini á fundi í Genf í apríl 2007

Fundað með forseta UEFA - 26.4.2007

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, funduðu í dag með Michel Platini forseta UEFA.  Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Staðfest niðurröðun í landsdeildum - 25.4.2007

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja landsdeildum, þ.e. Landsbankadeild karla og kvenna, 1. og 2. deild karla.  Breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem send voru út í byrjun mars. Nauðsynlegt er því að taka eldri drög úr umferð. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Undanúrslit A-deildar Lengjubikars karla framundan - 24.4.2007

FH, HK, Víkingur og Valur tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum A-deildar Lengjubikars karla.  FH og HK mætast á Stjörnuvelli og Víkingur og Valur eigast við í Egilshöll.  Báðir leikirnir fara fram föstudaginn 27. apríl og  hefjast kl. 19:00. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Leikjaniðurröðun fyrir Reykjavíkurmót 6. og 7. flokks - 24.4.2007

Leikjaniðurröðun fyrir Reykjavíkurmót 6. og 7. flokks er tilbúin og má sjá leikina hér á heimasíðunni.  Leikirnir í 6. flokki fara fram 19. maí og fer fram á sjö leikvöllum.  Í 7. flokki verður leikið í Egilshöll, þriðjudaginn 1. maí. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Valsmenn mæta Cork City frá Írlandi í Inter-Toto - 23.4.2007

Í dag var dregið í Inter-Toto keppninni og voru Valsmenn fulltrúar Íslands í pottinum.  Drógust Valsmenn gegn félagi frá Írlandi en fulltrúar þeirra í keppninni eru Cork City.  Fyrri leikurinn er leikinn á Íslandi 23. eða 24. júní. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

8-liða úrslit Lengjubikarsins í kvöld - 23.4.2007

Fjórðungsúrslit A-deildar Lengjubikars karla fara fram í kvöld.  Fram og FH mætast Framvelli kl. 19:00 og á sama tíma mætast KR og HK á KR-velli.  Kl. 20:00 eigast við Breiðablik og Víkingur á Varmárvelli og Valur og Keflavík í Egilshöll.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Átta liða úrslit Lengjubikars karla framundan - 20.4.2007

Í gær lauk riðlakeppni A-deildar Lengjubikars karla og verður leikið í 8-liða úrslitum mánudaginn 23. apríl.  Undanúrslitin fara fram 27. apríl og úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram 1. maí á Stjörnuvelli. Lesa meira
 
Grótta

Íþróttafélagið Grótta 40 ára - 18.4.2007

Íþróttafélagið Grótta verður 40 ára þann 24. apríl næstkomandi. Af því tilefni verður sérstök hátíðardagskrá í Íþróttahúsinu á sumardaginn fyrsta, þann 19.apríl, sem hefst kl 13.00 með skrúðgöngu frá Sundlaug Seltjarnarness. Lesa meira
 
Gylfi_Orrason_Breidablik_HK

Faxaflóamót 6. og 7. flokks 2007 - 17.4.2007

Nú er búið að skipta í riðla í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks og umsjónarfélög hafa verið tilnefnd.  Umsjónarfélög skulu senda upplýsingar um dagsetningu og upphafstíma sinna riðla eigi síðar en föstudaginn 20. apríl. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót 2. flokks karla - Úrslit - 16.4.2007

Undanúrslit í Faxaflóamóti 2. flokks karla fara fram laugardaginn 28. apríl og úrslitaleikur föstudaginn 4. maí.  Þrjú lið úr A riðli og eitt lið í B riðli leika í undanúrslitum. Lesa meira
 
Garðar Örn Hinriksson

Garðar Örn í hæfileikamótun hjá UEFA - 13.4.2007

Garðar Örn Hinriksson hefur verið valinn í sérstakt verkefni á vegum UEFA er felst í hæfileikamótun fyrir efnilega dómara.  Kennari Garðars verður Rune Petersen, yfirmaður dómaramála í Noregi. Lesa meira
 
Frá Special Olympics 2007 í Reykjaneshöll

Íslandsleikar Special Olympics 2007 í knattspyrnu - 11.4.2007

Íslandsleikar Special Olympics 2007 í knattspyrnu fóru fram í Reykjaneshöll 1. apríl síðastliðinn en leikarnir eru samstarfsverkefni Íþróttafélags Fatlaðra og Knattspyrnusambands Íslands. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Starf í mótadeild KSÍ - 10.4.2007

Laust er til umsóknar starf í mótadeild KSÍ þar sem Halldór Örn Þorsteinsson mun láta af störfum í sumar.  Viðkomandi verður að geta hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 1. júní n.k. Starfið hentar konum ekki síður en körlum. Lesa meira
 
Páskaungar

Gleðilega páska - 6.4.2007

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðilega páskahátíð.  Vonum við að allir hafi það eins gott og kostur er, hvort sem er í leik eða starfi. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Fótbolti fyrir frábær málefni - 4.4.2007

Laugardaginn 7. apríl fer fram einstakur knattspyrnuleikur í Egilshöllinni.  Þar munu etja kappi lið fjölmiðlamanna gegn liði frambjóðenda í alþingiskosningum. Leikurinn hefst kl. 15:00 en opnar húsið kl. 14:00.  Aðgangseyrir er 1000 krónur en allur ágóði rennur til frábærra málefna. Lesa meira
 
ÍR

Drottningamót ÍR - 4.4.2007

ÍR stendur fyrir knattspyrnumóti fyrir konur 25 ára og eldri á gervigrasvelli sínum, laugardaginn 21. apríl næstkomandi.  Er þetta tilvalið tækifæri fyrir konur að finna skotskóna og mæta til leiks.  Ekkert þátttökugjald er á þessu móti. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Stjórn KSÍ skipar í tvo nýja starfshópa - 2.4.2007

Á stjórnarfundi KSÍ 22. mars síðastliðinn, var samþykkt að koma á tveimur nýjum starfshópum.  Annar hópurinn mun fara yfir mótamál í yngri flokkum en hinn mun taka fyrir dómaramál. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-001