Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar 2009
Lögðu KR í lokaumferðinni
Valsstúlkur tryggðu sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu með því að leggja KR með tveimur mörkum gegn engu. Liðið voru efst og jöfn að stigum fyrir þennan leik sem leikinn var í Egilshöllinni.
Valur, sem var handhafi Reykjavíkurmeistaratitils kvenna, hefur því unnið þennan titil í 18 skipti. Fyrst var keppt um titilinn árið 1982 en KR hefur unnið hann í 10 skipti. Þessi tvö félög eru þau einu sem hafa hampað þessum titli.
Það var Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem afhenti sigurvegurunum titilinn í leikslok.
Myndir: Hafliði Breiðfjörð, www.fotbolti.net