The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160508030006/http://www.ksi.is/mot/nr/7103
Mótamál
Meistaradeild UEFA

Miðasala á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA hefst 2. mars

Miðasala fer fyrst um sinn eingöngu fram á heimasíðu UEFA

17.2.2009

Mánudaginn 2. mars getur hinn almenni knattspyrnuáhugamaður freistað þess að krækja sér í miða á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA sem fram fer í Róm 27. maí.  Hægt verður að sækja um í gegnum heimasíðu UEFA, www.uefa.com.

Það verða um 67.000 manns sem komast fyrir á Olympíuleikvangnum í Róm þann 27. maí næstkomandi og í fyrstu umferð miðasölunnar verða um 10.000 miðar seldir.  Dregið verður á milli þeirra er sækja um miða ef eftirspurnin verður meiri en framboðið.  Umsóknarfrestur er til mánudagsins 16. mars í þessari fyrstu atrennu miðasölunnar.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um miðasöluna hér




Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan