The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820154742/http://www.ksi.is/mot/2009/11

Mótamál

Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Opin mót 2010 - 30.11.2009

Félögum sem halda opin mót 2010 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið [email protected].  Upplýsingarnar verða að finna undir "Opin mót" hér á síðunni. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni á fimmtudag - 30.11.2009

Kristinn Jakobsson og félagar verða á fullri ferð á fimmtudaginn þegar þeir verða að störfum á leik Toulouse frá Frakklandi og Partizan Belgrad frá Serbíu en leikurinn er í J riðli í Evrópudeild UEFA.

Lesa meira
 
Opunarhátíðin

Mót í Austurríki fyrir U13 lið kvenna sumarið 2010 - 27.11.2009

Íslenskum knattspyrnufélögum stendur til boða að senda lið á alþjóðlegt mót sem haldið verður í Austurríki í júlí á næsta ári og er ætlað stúlkum U13 ára.  Árið 2008 fór lið Aftureldingar á þetta mót sem þá var haldið á Spáni og náði þar góðum árangri.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Flestir iðkendur í knattspyrnu sem fyrr - 25.11.2009

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur árlega saman tölfræði yfir iðkendur hjá sérsamböndunum og eru sem fyrr langflestir iðkendur hjá KSÍ. Tölur Skráðum iðkendum í knattspyrnu fjölgar um rúm 3% milli ára og voru iðkendur árið 2008 um 19.200 talsins.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Fylkir - Þróttur frá 2003 í Bestu leikirnir á Stöð 2 Sport - 25.11.2009

Þáttaröðin "Bestu leikirnir" heldur áfram á Stöð 2 Sport en þættirnir eru á dagskrá á fimmtudagskvöldum kl. 22:00.  Þar er sýnt úr eftirminnilegum leikjum úr Íslandsmótinu í knattspyrnu frá undanförnum árum.  Að þessu sinni verður sýnt úr leik Fylkis og Þróttar frá árinu 2003. Lesa meira
 
Formannafundur 2009

Glærukynningar frá fundi formanna og framkvæmdastjóra - 23.11.2009

Á laugardag var haldinn fundur með formönnum og framkvæmdastjórum aðildarfélaga KSÍ.  Fundurinn, sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal, var vel sóttur og farið var yfir ýmis málefni.  Smellið hér að neðan til að skoða glærukynningar frá fundinum.

Lesa meira
 
Dregið í töfluröð - Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ

Íslandsmeistarar FH fara á Hlíðarenda í 1. umferð Pepsi deildar karla - 21.11.2009

Í dag fór fram formanna- og framkvæmdastjórafundur aðildarfélaga KSÍ og fór fundurinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Í lok fundarins var svo dregið í töfluröð í landsdeildum, þ.e. Pepsi-deild karla og kvenna og 1. og 2. karla.

Lesa meira
 
Eiður Smári í leik gegn Azerbaijan

Atvinnumennirnir Okkar komnir á DVD - 19.11.2009

Þættirnir vinsælu Atvinnumennirnir Okkar koma út á DVD í dag. Í þáttunum er skyggnst inn í líf fremstu knattspyrnu- og handknattleiksmanna þjóðarinnar á einstakan hátt, en þar er Hermanni Hreiðarssyni m.a. fylgt eftir í leik gegn AC Milan og Eiði Smára í stærsta leik ársins á Spáni, Barcelona - Real Madrid

Lesa meira
 
tryggvi-gudmundsson-Alid2005-1920

ÍBV og Keflavík í Bestu leikirnir á Stöð 2 Sport - 19.11.2009

Þáttaröðin "Bestu leikirnir" heldur áfram í kvöld á Stöð 2 Sport en þar eru sýndir eftirminnilegir leikir frá Íslandsmótinu í knattspyrnu í gegnum árin.  Leikur kvöldsins er frá 1997 en þar mætast Eyjamenn og Keflvíkingar.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna hér á síðunni - 19.11.2009

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ. Hægt er að áfrýja flokkun leikmanns til samninga- og félagaskiptanefndar.

Lesa meira
 
Úr leik í Deildarbikarnum

Þátttökutilkynning í Deildarbikarkeppni KSÍ 2010 - 17.11.2009

Sendar hafa verið út til aðildarfélaga KSÍ, þátttökutilkynningar í Deildarbikarkeppni KSÍ fyrir árið 2010.  Félög skulu tilkynna þátttöku á þar til gerðu eyðublaði í síðasta lagi þriðjudaginn 24. nóvember. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Dagskrá formanna- og framkvæmdastjórafundar 21. nóvember - 12.11.2009

KSÍ boðar til fundar formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga laugardaginn 21. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli kl. 12.00 - 14.30.  Kl. 14.00 verður dregið í töfluröð í Pepsi-deild, 1. og 2. deild karla og Pepsi-deild kvenna á sama stað. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Keppni í meistaraflokki í innanhúsboltanum hefst um helgina - 12.11.2009

Föstudaginn 13. nóvember verður flautað til leiks í fyrsta leik í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu og eru það Hvöt og ÍBV sem hefja leikinn.  Leikið er sem fyrr eftir alþjóðareglum FIFA um innanhúsknattspyrnu, Futsal. Lesa meira
 
Ólafur Þórðarson

Stöð 2 Sport heldur áfram með Bestu leikina - 12.11.2009

Eins og áður hefur komið fram hefur Stöð 2 Sport hafið sýningar á þáttaröðinni "Bestu leikirnir" en þar eru um að ræða úrval af leikjum sem Stöð 2 Sport hefur sýnt í gegnum árin frá Íslandsmótinu í knattspyrnu.  Í þættinum í kvöld verður sýnt frá leik Breiðabliks og ÍA frá árinu 2001.  Þátturinn hefst kl. 22:00.

Lesa meira
 
Atli Eðvaldsson var þjálfari KR árið 1999

Stöð 2 Sport hefur sýningar á Bestu leikirnir - 5.11.2009

Í kvöld kl. 22:00, fimmtudaginn 5. nóvember, mun Stöð 2 Sport í samvinnu við KSÍ hefja sýningar á "Bestu leikirnir"  Um er að ræða úrval af leikjum sem Stöð 2 Sport hefur sýnt í gegnum árin frá Íslandsmótinu í knattspyrnu.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-001