The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820161717/http://www.ksi.is/mot/2012/02

Mótamál

Sportmyndir_30P6885

Minnt er á bráðabirgðaákvæði varðandi félagaskipti - 17.2.2012

Nú þegar keppni í Lengjubikarnum er að hefjast er rétt að minna félögin á bráðabirgðaákvæði í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Þetta er grein 3.6 og er bráðabirgðaákvæði fyrir keppnistímabilið 2012. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2012 - A-deild karla hefst fimmtudaginn 16. febrúar - 14.2.2012

Lengjubikarinn 2012 hefst með miklum krafti á næstu dögum en keppni hefst í A-deild karla, fimmtudaginn 16. febrúar. Þá mætast Víkingur R. og Keflavík í Egilshöll kl. 19:00. Leikið verður svo í öllum þremur riðlum A-deildar karla um komandi helgi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Framarar Reykjavíkurmeistarar karla 2012 - 14.2.2012

Framarar hömpuðu Reykjavíkurmeistaratitli karla í gærkvöldi eftir úrslitaleik gegn KR. Fram vann öruggan sigur, 5 - 0, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 3 - 0. Steven Lennon, framherji Framara, var á skotskónum í leiknum og skoraði öll mörk liðsins.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fram og KR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í kvöld - 13.2.2012

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla fer fram í kvöld en þar mætast Fram og KR. Leikið verður í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 19:30. Fram tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Þrótt í undanúrslitum en KR hafði betur gegn Fylki í hinum undanúrslitaleiknum.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Bikarkeppnin 2012 - Dregið í fyrstu umferðum Bikarkeppni KSÍ - 13.2.2012

Dregið hefur verið í fyrstu umferðum Bikarkeppni KSÍ hjá körlum og konum. Fyrsti leikur bikarsins í ár fer fram á Hvammstangavelli, 1. maí næstkomandi, þegar Hamrarnir sækja Kormák heim. Fyrstu leikirnir í Bikarkeppni kvenna fara fram 23. maí.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 3. deild karla 2012 - Drög að leikjaniðurröðun - 13.2.2012

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2012. Drög að leikjaniðurröðun í þessum deildum má finna á heimasíðu KSÍ.  Tvö félög leika í 1. deild kvenna í ár sem voru ekki með á síðasta tímabili en fjögur félög eru með í 3. deild karla sem tóku ekki þátt í fyrra.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit Reykjavíkurmóts karla á fimmtudaginn - 7.2.2012

Fimmtudaginn 9. febrúar fara fram undanúrslit Reykjavíkurmóts karla en leikið verður í Egilshöll. Fram og Þróttur mætast í fyrri leiknum og hefst hann kl. 18:45. Strax á eftir, eða kl. 20:45, leika svo Fylkir og KR.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-001