The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820151207/http://www.ksi.is/mot/2011/01

Mótamál

Knattspyrnusamband Íslands

Fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög - 25.1.2011

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 20. janúar að taka yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2011 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum VISA-bikarsins.  Við þetta lækkar kostnaður félaganna um 30 milljónir króna.

Lesa meira
 
Fram - Valur í VISA-bikarnum 2010 (Sportmyndir)

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2011 – Síðasti skiladagur í dag - 19.1.2011

Í dag, 19. janúar, er síðasti dagur til þess að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2011.  Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á fleygiferð

Opin mót 2011 - 14.1.2011

Félögum sem halda opin mót 2011 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður. Upplýsingarnar verður að finna í lista undir "Opin mót" í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið 2011 hefst í kvöld - 13.1.2011

Reykjavíkurmót KRR 2011 hefur göngu sína í kvöld en þá hefst keppni í A riðli karla.  Víkingur og Fjölnir mætast kl. 19:10 og á eftir þeim leik, eða kl. 21:00, leika Fylkir og ÍR.  Ásamt þessum félögum er KR einnig í A riðli. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2011 - 11.1.2011

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2011.  Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum.  Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast misskilning. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tilnefningar óskast vegna jafnréttisviðurkenningar KSÍ - 10.1.2011

Framkvæmdanefnd um jafnréttisáætlun óskar eftir tilnefningum fyrir jafnréttisviðurkenningu KSÍ árið 2010.   Ítrekað er að þessi verðlaun tengjast ekki eingöngu jafnrétti kynjanna heldur jafnrétti í víðasta skilningi.  Tilnefningar skulu berast í tölvupósti fyrir 1. febrúar.

Lesa meira
 
2011-verdlaunaafhending-kvenna-Futsal

Þróttur Íslandsmeistari kvenna í Futsal - 10.1.2011

Um helgina lauk keppni í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í Futsal en leikið var á Álftanesi.  Var þar um hörkukeppni að ræða og fór svo að lokum að þrjú félög voru jöfn að stigum.  Það voru hinsvegar stúlkurnar í Þrótti Reykjavík sem að hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum á markatölu.

Lesa meira
 
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á fleygiferð

Umsóknir í ferðasjóð íþróttafélaga - Umsóknarfrestur til 10. janúar - 6.1.2011

Aðildarfélög KSÍ eru minnt á að frestur til að sækja um í ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða sem farnar voru á árinu 2010 rennur út  10. janúar nk.  Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann dag.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2011 - Athugasemdafrestur rennur út í dag - 3.1.2011

Í dag, mánudaginn 3. janúar, rennur út frestur til að skila athugasemdum vegna niðurröðunar í Lengjubikarnum 2011.  Leikið er í þremur deildum, A, B og C bæði hjá konum og körlum.  Félög eru beðin um að fara yfir niðurröðun sína og skila inn athugasemdum, ef einhverjar eru.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-001