The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820170908/http://www.ksi.is/mot/2010/02

Mótamál

Lengjubikarinn

Beinar útsendingar frá Lengjubikarnum á SportTV - 26.2.2010

KSÍ hefur samið við SportTV um beinar útsendingar frá leikjum í Lengjubikarnum.  Um er að ræða tímabundnar tilraunaútsendingar frá 8 leikjum.  Með þessu er verulega aukin þjónustan við knattspyrnuáhugafólk um allt land.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Vængir Júpíters í Garðinum - 24.2.2010

Dregið hefur verið í forkeppni VISA bikarsins hjá meistaraflokki karla og kvenna en fyrsta umferðin í bikarkeppni karla fer fram 8. maí.  Keppnin hjá konunum hefst 15. maí.  Eins og alltaf eru margar forvitnilegar viðureignir á dagskránni.

Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008.  Myndina tók Vilbogi Einarsson

Breytingar á niðurröðun í landsdeildum karla - 24.2.2010

Ákveðið hefur verið í samræmi við ályktun ársþings KSÍ  að úrslitaleikur karla í Bikarkeppni KSÍ verði 14. ágúst. Af þeim sökum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á leikjum í meistaraflokki karla. Þær helstu eru:

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Kristinn dæmir í Þýskalandi - 23.2.2010

Kristinn Jakobsson og félagar verða í eldlínunni á fimmtudaginn þegar þeir dæma stórleik Werder Bremen og Twente í 32 liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.  Þarna verður án efa hart barist en Twente vann fyrri leikinn á heimavelli með einu marki gegn engu.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - Keppni í A deild karla hefst um helgina - 18.2.2010

Á laugardaginn hefst keppni í A deild í Lengjubikar karla og eru þá fjórir leikir á dagskrá.  Á sunnudeginum fara svo fram fimm leikir.  Allir leikir helgarinnar fara fram í Egilshöllinni að undanskildum leik Fjarðabyggðar og Þórs sem fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar 19. febrúar - 17.2.2010

Félagaskiptaglugginn á að opna þann 20. febrúar en þar sem sá dagur er á laugardegi mun glugginn opna föstudaginn 19.febrúar að þessu sinni.  Er þessi ákvörðun tekin til hagræðingar fyrir félögin þannig að hægt sé að ganga frá félagaskiptum í gegnum félagaskiptakerfi FIFA, TMS, fyrir lokun skrifstofa á föstudag.   

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Framhaldsskólamótið í innanhússknattspyrnu að hefjast - 16.2.2010

Framhaldsskólamótið í innanhússknattspyrnu hefst á morgun, miðvikudag, þegar riðlakeppni hefst í Austurbergi.  Þetta er í annað skiptið sem KSÍ stendur fyrir innanhúsmóti á meðal framhaldskólanna.  Þetta mót er viðbót við framhaldskólamótið utanhúss sem KSÍ hefur staðið fyrir á haustin til margra ára.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar þriðja árið í röð - 16.2.2010

Valsstúlkur tryggðu sér um helgina Reykjavíkurmeistaratitilinn í kvennaflokki eftir að þær lögðu Fylki á laugardaginn.  Lokatölur urðu 4 – 0 Val í vil en fyrir leikinn voru þessi félög með fullt hús stiga. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Riðlaskipting í 1. deild kvenna og 3. deild karla 2010 - 12.2.2010

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 3. deild karla fyrir keppnistímabilið 2010.  Sex félög leika í ár í 3. deild karla sem ekki tóku þátt á síðasta tímabili.  Tvö félög leika í 1. deild kvenna sem ekki tóku þátt á síðasta tímabili. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik 60 ára í dag - 12.2.2010

Í dag, 12. ágúst, fagnar Breiðablik 60 ára afmæli sínu en félagið var stofnað á þessum degi árið 1950.  Blikar munu fagna þessum tímamótum á veglegan hátt og fagna afmælinu um helgina.  Afmælishátíðin nær svo hámarki með hátíðarkvöldverði í Smáranum á laugardagskvöldið.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Undanúrslit í Reykjavíkurmóti karla á sunnudaginn - 12.2.2010

Í gærkvöldi varð það ljóst hvaða fjögur félög leika í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla en undanúrslitin fara fram sunnudaginn 14. febrúar.  Laugardaginn 13. febrúar ráðast hinsvegar úrslitin í Reykjavíkurmóti kvenna en þá leika Fylkir og Valur lokaleik mótsins.  Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Dæma á Copa der Sol mótinu á Marbella - 10.2.2010

Dómararnir Kristinn Jakobsson og Þóroddur Hjaltalín og aðstoðardómararnir Áskell Þór Gíslason, Frosti Viðar Gunnarsson og  Gunnar Sverrir Gunnarsson eru staddir í boði norska knattspyrnusambandsins á Marbella á Spáni.

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu 2010 2. flokkur kvenna. Mynd af trottur.is

Íslandsmótum yngri flokka innanhúss lokið - 8.2.2010

Um helgina fóru fram úrslitakeppnir í 3. - 5. flokki karla og kvenna í Íslandsmótinu innanhúss og sáust mörg glæsileg tilþrif en keppni í 2. flokki var þegar lokið.  Breiðablik vann þrjá Íslandsmeistaratitla á þessari innanhússvertíð.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Innbyrðis viðureignir - 8.2.2010

Settur hefur verið upp nýr notkunarmöguleiki hér á vefnum - Innbyrðis viðureignir.  Þar er, eins og heitið gefur til kynna, hægt að bera saman árangur tveggja liða í innbyrðis viðureignum í gegnum tíðina, fá lista yfir alla leiki og samantekt á árangrinum.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

KSÍ og dómarar undirrita nýjan samning - 4.2.2010

KSÍ og félag deildardómara hafa undirritað nýjan samning sem er til þriggja ára og gildir því keppnistímabilin 2010, 2011 og 2012.  Samningurinn tekur m.a. mið af ákvæðum er fram koma í dómarasáttmála UEFA sem KSÍ er aðili að og samþykktu dómarar samninginn á fundi sínum þann 1. febrúar.

Lesa meira
 
Úr leik Fjölnis og KR í Landsbankadeild karla 2008.  Myndina tók Vilbogi Einarsson

Drög að mótum sumarsins 2010 - 3.2.2010

Mótanefnd KSÍ hefur gefið út drög að leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna, 1. deildar karla og 2. deildar karla. Hægt er að sjá niðurröðun leikja hér á vef KSÍ.  Félög eru beðin um að skila athugasemdum við drögin í síðasta lagi 17. febrúar.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-001