The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820160800/http://www.ksi.is/mot/2009/09

Mótamál

Merki FIFA

Landsleikir á þriðjudögum í stað miðvikudaga - 30.9.2009

Framkvæmdastjórn FIFA fundaði í gær í Ríó og meðal þeirra ákvarðana sem þar voru teknar var að framvegis yrðu landsleikjadagar á þriðjudögum í stað miðvikudaga áður.  Einnig ítrekaði framkvæmdastjórnin áherslur sínar og dagsetningar varðandi TMS félagaskiptakerfið.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Valur leikur í Meistaradeild kvenna í dag - 30.9.2009

Valsstúlkur leika í dag fyrri leik sinn gegn ítalska félaginu Torres í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna en leikið er á Ítalíu.  Síðari leikurinn fer fram að viku liðinni á Vodafonevellinum.  Leikurinn hefst í dag kl. 13:00 að íslenskum tíma eða kl. 15:00 að staðartíma. Lesa meira
 
Úrvalslið umferða 16-22 í Pepsi-deild karla

Dóra María og Björgólfur best í lokaþriðjungnum - 29.9.2009

Í dag voru veitt verðlaun fyrir lokaþriðjunginn í Pepsi-deild kvenna og karla og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Þau Dóra María Lárusdóttir úr Val og Björgólfur Takefusa úr KR þótt hafa leikið best á lokaþriðjungi Pepsi-deilda karla og kvenna.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Áhorfendur voru 1.029 að meðaltali á leik í Pepsi-deild karla - 29.9.2009

Alls mættu 135.783 áhorfendur á leiki Pepsi-deildar karla á nýliðnu keppnistímabili eða 1.029 áhorfendur á leik að meðaltali.  Er þetta fækkun um rúmlega 10.000 manns frá síðasta tímabili en þá voru áhorfendur 1.106 að meðaltali á leik.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaþriðjungurinn gerður upp í hádeginu á þriðjudag - 28.9.2009

Lokaþriðjungur Pepsi-deildar karla og Pepsi-deildar kvenna verður gerður upp í hádeginu á þriðjudag í höfuðstöðvum KSÍ.  Veittar verða viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í kvennadeildinni og fyrir umferðir 16-22 í karladeildinni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Miðasala hafin á bikarúrslitaleikina - 28.9.2009

Í dag hófst miðasala á úrslitaleiki VISA bikars karla og kvenna en leikirnir fara fram á Laugardalsvelli laugardaginn 3. október og sunnudaginn 4. október.  Miðasalan fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og er afsláttur fyrir þá er greiða með VISA korti. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag kl. 16:00 - 26.9.2009

Lokaumferð í Pepsi-deild karla fer fram í dag og hefjast allir leikirnir kl. 16:00.  Þetta er síðasti möguleikinn til þess að sjá sitt félag í eldlínunni í deildinni á þessu ári og því um að gera fyrir stuðningsmenn að fylgja sínu félagi alla leið á þessu keppnistímabili.

Lesa meira
 
Frá leik Víðis og Roubaix frá Frakklandi í Evrópukeppninni í Futsal

Þátttökutilkynning í Íslandsmótið innanhúss 2010 - 25.9.2009

Þátttökutilkynningar fyrir Íslandsmót meistaraflokks innanhúss hafa verið sendar til félaganna.  Þátttökufrestur er til og með 10. október.  Þátttökutilkynningar fyrir Íslandsmót yngri flokka innanhúss verða sendar út í næstu viku.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Samkoma knattspyrnumanna 2009 - 24.9.2009

Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar á samkomu knattspyrnumanna sem haldin verður í Háskólabíói mánudaginn 5. október næstkomandi.  Formleg dagskrá hefst kl. 18:00 og gert er ráð fyrir að dagskrá ljúki um kl. 20:30. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Úrslitaleikur VISA bikarsins hjá 2. flokki karla - 24.9.2009

Úrslitaleikur VISA bikars hjá 2. flokki karla fer fram í dag, fimmtudaginn 24. september kl. 16:30.  Þá mætast FH og Fylkir og fer leikurinn fram á Kaplakrikavelli.  Það er óhætt að hvetja knattspyrnuáhugamenn til þess mæta á völlinn. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Úrslitaleikirnir í VISA bikarnum fara fram 3. og 4. október - 23.9.2009

Það verður sannkallaðir bikardagar laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. október á Laugardalsvelli en þá verður leikið til úrslita í VISA bikar karla og kvenna.  Hjá körlunum mætast Fram og Breiðablik og hjá konunum leika Valur og Breiðablik. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Belgíu og Búlgaríu í október - 23.9.2009

Kristinn Jakobsson verður á ferð á flugi í október ásamt öðrum íslenskum dómurum en þann 1. október næstkomandi dæmir hann leik Anderlecht og Ajax í Evrópudeild UEFA.  Þann 14. október næstkomandi dæmir Kristinn svo leik Búlgaríu og Georgíu í undankeppni fyrir HM 2010.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Ísland með tvö sæti í Meistaradeild kvenna 2010/2011 - 21.9.2009

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA,  hefur staðfest að Ísland er ein átta þjóða sem fær úthlutað tveimur sætum í Meistaradeild kvenna fyrir keppnistímabilið 2010/2011.  Ísland er í áttunda sæti yfir bestan árangur félagsliða í Evrópukeppni undanfarin fimm tímabil.

Lesa meira
 
FH

FH Íslandsmeistari karla 2009 - 20.9.2009

FH tryggði sér í dag sigur í Pepsi-deild karla og tóku á móti Íslandsmeistaratitlinum á sínum heimavelli.  FH sigraði Val með tveimur mörkum gegn engu og hafa því hlotið 50 stig, fimm stigum meira en KR, þegar ein umferð er eftir af Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Lokaumferðir í 1. og 2. deild karla á laugardaginn - 18.9.2009

Á laugardaginn fara fram lokaumferðirnar í 1. og 2. deild karla.  Ljóst er hvaða félög fara upp og niður úr 1. deildinni en í 2. deildinni er mikil spenna á toppi og botni.  Nágrannarnir í Reyni og Njarðvík mætast í Sandgerði en sigurvegari þeirrar viðureignar leikur í 1. deild að ári.   Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur ÍBV og Fylkis í Pepsi-deild karla færður fram um einn dag - 18.9.2009

Mótnefnd KSÍ hefur ákveðið að leikur ÍBV og Fylkis í Pepsi-deild karla verður færður fram um einn dag og verði leikinn laugardaginn 19. september í stað sunnudagsins 20. september.  Ákvörðunin er tekin vegna upplýsinga frá Veðurstofu Íslands um slæmt veður í Vestmannaeyjum á sunnudag.

Lesa meira
 
Valur

Titillinn á Hlíðarenda fjórða árið í röð - 14.9.2009

Valsstúlkur tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð þegar þær lögðu Keflavík með tíu mörkum gegn engu á Hlíðarenda.  Það var fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir sem tók við titlinum úr hendi Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Blikar í bikarúrslit í fyrsta sinn síðan 1971 - 13.9.2009

Breiðablik lagði Keflavík í seinni undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum í dag, sunnudag.  Lokatölur leiksins, sem var bráðfjörugur, urðu 3-2 Blikum í vil og leika þeir grænklæddu því til úrslita í bikarnum í fyrsta sinn síðan 1971.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Selfoss og Haukar komnir í Pepsi-deildina - 13.9.2009

Eftir leiki helgarinnar liggur ljóst fyrir hvaða lið fara upp úr 1. deild karla og leika í Pepsi-deild að ári.  Selfyssingar og Haukar eru liðin sem fara upp.  Grótta hefur þegar tryggt sér annað af tveimur efstu sætunum í 2. deild karla.  Sögulegir áfangar hjá öllum þessum liðum. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Framarar komnir í úrslitaleik VISA-bikarsins - 12.9.2009

Framarar eru komnir í úrslitaleik VISA-bikars karla eftir 1-0 sigur á KR í undanúrslitaleik á Laugardalsvelli í dag.  Leikurinn var jafn og lítið um færi, en sigurmark leiksins kom þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir, . Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Úrslitaleikur 3. deildar á Blönduósi á sunnudaginn - 11.9.2009

Úrslitaleikur 3. deildar karla fer fram sunnudaginn 13. september og hefst kl. 14:00.  Þar mætast KV og Völsungur og fer leikurinn fram á Blönduósvelli.  Á laugardaginn verður  leikið um þriðja sætið í 3. deild en þar mætast Ýmir og Hvíti Riddarinn í Fagralundi kl. 11:00. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Undanúrslit VISA bikars karla - Miðasala hafin - 10.9.2009

Framundan eru tveir hörkuleikir í undanúrslitum VISA-bikars karla en þeir fara báðir fram á Laugardalsvellinum.  Laugardaginn 12. september mætast Reykjavíkurfélögin Fram og KR en sunnudaginn 13. september eigast við Keflavík og Breiðablik.  Miðasala á leikina er hafin. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Spenna í loftinu í Keflavík og Kópavogi - 10.9.2009

Undanúrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu fara fram um helgina. Á sunnudeginum mætast Keflavík og Breiðablik en leikið er á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Heimasíða KSÍ náði tali af fyrirliðum liðanna. Lesa meira
 
Fyrirliðar félaganna sem leika í undanúrslitum 2009

Framarar og KR ingar tilbúnir í slaginn - 10.9.2009

Fram og KR mætast í undanúrslitum VISA-bikars karla á Laugardalsvelli kl. 16:00 á laugardaginn. Heimasíða KSÍ náði tali af þeim Kristjáni Haukssyni, leikmanni Fram, og Grétari Sigfinni Sigurðarson, fyrirliða KR. Lesa meira
 
Grétar Sigfinnur Sigurðsson KR-ingur í viðtali við Eirík S. Ásgeirsson af Fréttablaðinu

Blaðamannafundur vegna VISA-bikarsins haldinn í höfuðstöðvum KSÍ - 10.9.2009

Sérstakur blaðamannafundur til kynningar á undanúrslitaleikjum VISA-bikars karla var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í dag, fimmtudag.  Á staðinn mættu fyrirliðar og þjálfarar liðanna sem leika í undanúrslitum og sátu þeir fyrir svörum frá fulltrúum fjölmiðla.

Lesa meira
 
Matteo Treffoloni

Treffoloni með fyrirlestur fyrir íslenska kollega - 10.9.2009

Ítalski dómarinn Matteo Treffoloni, sem dæmdi vináttulandsleik Íslands og Georgíu í gærkvöldi, hélt á þriðjudagskvöldið fyrirlestur fyrir íslenska A og B dómara.  Treffoloni er einn virtasti og reyndasti dómari Ítala í dag og var mikill fengur í komu hans fyrir íslenska kollega.

Lesa meira
 
Örvar Sær Gíslason

Örvar dæmir toppslag í næst efstu deild í Noregi - 8.9.2009

Örvar Sær Gíslason, dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Hönefoss og Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi.  Um sannkallaðan toppslag er að ræða því að þetta eru félögin sem sitja sem stendur í öðru og þriðja sæti deildarinnar

Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús dæmir í Eistlandi - 4.9.2009

Magnús Þórisson dæmir á morgun, laugardaginn 5. september, leik Eistlands og Georgíu í undankeppni EM hjá U21 karla.  Leikurinn fer fram í Tallinn og Magnúsi til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Áskell Gíslason.  Fjórði dómari verður Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik sigraði hjá A og B liðum í 5. flokki kvenna - 4.9.2009

Í gær voru krýndir Íslandsmeistarar í 5. flokki kvenna en úrslitaleikirnir fóru fram á Kópavogsvelli.  Blikastúlkur urðu sigursælar því að þær sigruðu bæði í A og B liðum.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Spennandi úrslitakeppnir farnar af stað - 4.9.2009

Þegar nær dregur hausti fer að draga heldur betur til tíðinda á Íslandsmótunum í knattspyrnu.  Um helgina hefjast úrslitakeppnir í 4. flokki karla og kvenna og 5. flokki karla og má sjá þar knattspyrnufólk framtíðarinnar á ferðinni. Lesa meira
 
FIFA - My game is fair play

Háttvísidagar FIFA 2009 - 4.9.2009

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 13. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997.  Að þessu sinni urðu dagarnir 5. til 9. september fyrir valinu, en á því tímabili eru einmitt tveir landsleikjadagar.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

FH og Haukar upp í Pepsi-deild kvenna - 3.9.2009

Í gærkvöldi fóru fram síðari viðureignir undanúrslita 1. deildar kvenna og eftir þær er ljóst að Hafnarfjarðarliðin, FH og Haukar, munu leika í Pepsi-deild kvenna að ári.  Þessi félög leika svo úrslitaleikinn í 1. deild kvenna, sunnudaginn 6. september Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hvaða lið fara upp úr 1. deild kvenna? - 2.9.2009

Í kvöld ræðst hvaða félög leika í Pepsi-deild kvenna á næsta ári en þá fara fram síðari leikir í undanúrslitum 1. deildar kvenna.  Á Húsavík taka heimastúlkur á móti Haukum og í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti FH. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010