The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820173113/http://www.ksi.is/mot/2007/05

Mótamál

VISA-bikarinn

Dregið í 3. umferð VISA-bikars karla á mánudaginn - 31.5.2007

Í kvöld hefst 2. umferð VISA-bikars karla og lýkur umferðinni á morgun, föstudag.  Dregið verður í 3. umferð VISA-bikars karla, mánudaginn 4. júní næskomandi og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 12:00. Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskipti fyrir erlenda leikmenn - 30.5.2007

Félög eru minnt á að síðasti skráningardagur fyrir leikmenn sem koma hingað til lands og eru samningsleikmenn (professional), er 31. maí.  Það þýðir að alþjóðlegt flutningsskírteini leikmanns verður að hafa borist KSÍ í síðasta lagi þann dag.  Lesa meira
 
Fylkir

Fylkir 40 ára - 29.5.2007

Íþróttafélagið Fylkir varð 40 ára síðastliðinn mánudag. Félagið hélt veglegt hóf á afmælisdeginum og við það tækifæri heiðraði KSÍ nokkra af þeim sem mikið hafa komið við sögu knattspyrnunnar í félaginu. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Vefskrár frá Val og Víking - 24.5.2007

Áður hefur verið sagt frá að KR gefur út vefskrár á heimasíðu sinni fyrir leiki í karla- og kvennaflokki.  Valur og Víkingur gefa út vefskrár fyrir heimaleiki sína í Landsbankadeild karla. Lesa meira
 
Guðlaugur K. Gunnarsson starfsmaður mótamála hjá KSÍ

Nýr starfsmaður mótamála ráðinn - 22.5.2007

Guðlaugur K. Gunnarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Knattspyrnusambandi Íslands og mun hefja störf í byrjun júní.  Guðlaugur mun starfa í mótadeild og vinna þar að mótamálum sem og að sinna störfum er snúa að grasrótarstarfi sambandsins. Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Mótshaldarar Polla- og Hnátumóta 2007 - 22.5.2007

Meðfylgjandi er yfirlit yfir riðlaskiptingu og mótshaldara í Polla- og Hnátumótum KSÍ. Riðlakeppni skal leikin á tímabilinu 11. júní til 18. júlí.  Umsjónarfélög skulu tilkynna um leikdaga eigi síðar en miðvikudaginn 30. maí Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild kvenna komin af stað - 22.5.2007

Landsbankadeild kvenna hóf göngu sína í gærkvöldi en þá voru þrír leikir á dagskrá.  Í kvöld er svo lokaleikur umferðarinnar og er um sannkallaðan stórleik að ræða.  Breiðablik og KR mætast þá á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 19:15. Lesa meira
 
KR

Vefskrá frá KR-ingum - 21.5.2007

Vert er að vekja athygli á að KR-ingar gefa út myndarlega vefskrá fyrir leiki þeirra í Landsbankadeild karla og kvenna.  Hægt er að nálgast þessar vefskrár á heimasíðu þeirra, www.kr.is. Lesa meira
 
Leikur án fordóma

Prúðmennskuverðlaun fyrir opin mót yngri flokka - 21.5.2007

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  Hægt er að fá verðlaunaskjöld fyrir hvern aldursflokk. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeild kvenna hefst í kvöld - 21.5.2007

Landsbankadeild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum og hefjast þeir allir kl. 19:15.  Valur tekur á móti Stjörnunni á Valbjarnarvelli, Keflavík fær Þór/KA í heimsókn á Keflavíkurvöll og á Fjölnisvelli eigast við Fjölnir og Fylkir.  Umferðinni lýkur á morgun með leik Breiðabliks og KR á Kópavogsvelli. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Fyrsti fundur aga- og úrskurðarnefndar - 15.5.2007

Fyrsti fundur aga- og úrskurðarnefndar fór fram í dag og eru fundir nefndarinnar á hverjum þriðjudegi.  Úrskurðir nefndarinnar eru birtir hér á heimasíðunni fljótlega eftir að fundi lýkur. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Staðfest niðurröðun yngri flokka - 15.5.2007

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun móta sumarsins í yngri aldursflokkum og má sjá niðurröðun einstakra flokka á vef KSÍ undir "Mót". Mjög mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög séu tekin úr umferð. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Tæplega sjö þúsund manns á leikina í fyrstu umferð - 15.5.2007

Góð aðsókn var að leikjum fyrstu umferðar Landsbankadeildar karla í ár og mættu alls 6.950 manns á leikina fimm, sem gerir 1.390 áhorfendur að meðaltali.  Flestir voru á leik KR og Keflavíkur á mánudagskvöldið.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar veittar fyrir hvern þriðjung - 14.5.2007

Hvaða leikmenn skara fram úr í Landsbankadeildum í ár? Sérstakar viðurkenningar verða veittar fyrir hvern þriðjung í Landsbankadeildum karla og kvenna 2007.  Leitað var til fjölmiðla og annarra um myndun valnefnda.

Lesa meira
 
Stemmning hjá áhorfendum

Stuðningsmannakeppnin 2007 - 14.5.2007

Landsbankinn stendur fyrir keppni milli stuðningsmanna liða í Landsbankadeildum karla og kvenna 2007, eins og undanfarin ár, og veitir vegleg peningaverðlaun til félags þess stuðningsmannahóps sem valinn er hverju sinni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Forkeppni VISA-bikars karla lokið - 14.5.2007

Forkeppni VISA-bikars karla fór fram um helgina og er því ljóst hvaða lið leika saman í fyrstu umferð keppninnar.  Umferðin fer fram á miðvikudag og fimmtudag og má búast við mörgum hörkuleikjum víða um land. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Boltinn byrjaður að rúlla - 14.5.2007

Um helgina fóru fram fjölmargir leikir í Íslandsmótinu í knattspyrnu.  Á laugardaginn hófst Landsbankadeild karla upp á Akranesi þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrsta mark Landsbankadeildar karla árið 2007. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Breytingar á knattspyrnulögunum 2007 - 11.5.2007

Eina raunverulega breytingin er eftirfarandi ákvæði í kaflanum um búnað leikmanna:  ef klæðst er flík innan undir keppnispeysu skulu ermar hennar vera í sama meginlit og ermar keppnispeysunnar. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Landsbankadeildir 2007 að hefjast - 10.5.2007

Keppni í Landsbankadeildum karla og kvenna hefst á næstu dögum.  Landsbankinn hefur verið samstarfsaðili félaganna í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu síðan 2003 og verður til og með keppstímabilinu 2009.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur tryggði sér sigur í Meistarakeppni kvenna - 10.5.2007

Valur tryggði sér sigur í Meistarakeppni kvenna 2007 með öruggum sigri á ungu liði Breiðabliks.  Lokatölur urðu 8-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 6-1.  Þetta er í þriðja skiptið á fjórum árum sem Valur vinnur þessa keppni. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Fastnúmer í Landsbankadeild karla 2007 - 9.5.2007

Byrjun Íslandsmótsins í knattspyrnu er rétt handan við hornið og mun Landsbankadeild karla hefja sitt skeið 12. maí nk.  Félögin deildinni hafa sent frá sér lista með númerum leikmanna og er hægt að sjá þá hér á vefnum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Netsala á Landsbankadeild karla 2007 - 9.5.2007

Hægt verður að kaupa miða í netsölu á leiki Landsbankadeildar karla í sumar.  Miðasöluvefurinn verður aðgengilegur af ksi.is sem og á www.midi.is.  Á vef KSÍ er smellt á valmynd á forsíðu. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Spár fyrir 1. og 2. deild karla - 8.5.2007

Á kynningarfundi Landsbankadeildarinnar voru einnig birtar spár um gengi liðanna í 1. og 2. deild karla í sumar.  Það voru Íslenskar Getraunir er fengu þjálfara liðanna í þeim deildum til þess að spá fyrir um sumarið. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

FH og Val spáð Íslandsmeistaratitlum - 8.5.2007

Fyrirliðar, þjálfarar og formenn knattspyrnudeilda félaga í Landsbankadeild karla og kvenna, spáðu í spilin á kynningafundi Landsbankadeildanna í dag.  FH og Val er spáð Íslandsmeistaratitlunum í ár. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA-bikar karla að hefjast - 8.5.2007

Keppni í VISA-bikar karla hefst nú á föstudag og laugardag og fara þá fram 6 leikir í forkeppni.  Fyrsti leikur hefst kl. 18 á föstudaginn á Grundarfjarðarvelli, en þar leika Grundarfjörður - Höfrungur frá Þingeyri. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Meistarakeppni kvenna 2007 - Valur og Breiðablik - 8.5.2007

Valur og Breiðablik munu eigast við í Meistarakeppni kvenna, miðvikudaginn 9. maí kl. 20:00 í Egilshöll.  Þetta er leikur á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara síðasta árs og má búast við hörkuleik.  Aðgangur á leikinn er ókeypis Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Breyttur opnunartími skrifstofu KSÍ - 7.5.2007

Skrifstofa KSÍ mun frá og með 15. maí næstkomandi, vera með breyttan opnunartíma.  Opið verður þá á milli 8 og 16 alla virka daga í stað 9 og 17.  Athugið að breyttur opnunartími verður frá og með þriðjudeginum 15. maí. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitin ljós í Lengjubikarnum - 7.5.2007

Um helgina urðu úrslit ljós í Lengjubikar karla og kvenna en úrslitaleikir í B. og C. deild karla ásamt lokaumferðum í B. og C. deild kvenna, fóru fram núna um liðna helgi. Lesa meira
 
FH

FH sigruðu Meistarakeppni karla 2007 - 7.5.2007

FH-ingar tryggðu sér í gær sigur í Meistarakeppnni karla þegar þeir báru sigurorð af Keflvíkingum með einu marki gegn engu.  Þetta er annar bikarinn er Hafnfirðingar hampa á stuttum tíma en þeir sigruðu einnig í A-deild Lengjubikars karla á dögunum. Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur Lengjubikarmeistari kvenna - 5.5.2007

Valsstúlkur sigruðu í A- deild Lengjubikars kvenna í gærkvöldi eftir sigur á KR í úrslitaleik.  Valsstúlkur skoruðu tvö mörk gegn einu Vesturbæinga og hömpuðu bikarnum í leikslok ásamt 250.000 króna verðlaunafé frá Íslenskum Getraunum. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Meistarakeppni karla 2007 - FH og Keflavík - 4.5.2007

Meistarakeppni karla í knattspyrnu fer fram sunnudaginn 6. maí kl. 19:15.  Leikið verður í Kaplakrika og þar eigast við Íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Keflavíkur. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Faxaflóamót 6. og 7. flokks - staðfest leikjaniðurröðun - 4.5.2007

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti 6. og 7. flokks hefur verið staðfest og má sjá hér á síðunni.  Einhverjar breytingar hafa verið gerðar frá fyrstu drögum og því mikilvægt að allar gamlar útprentanir séu teknar úr umferð. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur A-deildar kvenna í kvöld - 4.5.2007

Í kvöld er leikið til úrslita í A-deild kvenna og B-deild karla í Lengjubikarnum.  Hjá konunum eru það Valur og KR er mætast í Egilshöllinni kl. 19:15.  Í B-deild karla mætast Afturelding og Fjarðabyggð kl. 20:00 í Boganum á Akureyri. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Símasambandslaust við skrifstofu KSÍ - 3.5.2007

Símasambandslaust er við skrifstofu KSÍ í augnablikinu og viðgerð stendur yfir.  Vonast er eftir að samband komist á innan skamms.  Á meðan er bent á GSM númer starfsmanna sem og tölvupóst. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Kynningarfundur Landsbankadeilda 2007 - 2.5.2007

Kynningarfundur Landsbankadeilda karla og kvenna fer fram í Smárabíói í þriðjudaginn 8. maí.  Farið verður yfir ýmis atriði fyrir keppnistímabilið og hápunktinum náð þegar hin árlega spá um lokastöðu liða verður kynnt.

Lesa meira
 
FH

FH vann Lengjubikarinn - 1.5.2007

FH tryggðu sér sigur í A-deild Lengjubikar karla með því að sigra Valsmenn í framlengdum leik á Stjörnuvelli.  Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 en í framlengingu skoruðu Hafnfirðingar tvö mörk gegn einu Valsmanna. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010