The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820153439/http://www.ksi.is/mot/2006/09

Mótamál

VISA-bikarinn

Keflavík VISA-bikarmeistari karla - 30.9.2006

Keflvíkingar sigruðu úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar í dag þegar þeir lögðu KR með tveimur mörkum gegn engu.  Bæði mörk Keflvíkinga komu í fyrri hálfleik og tókst hvorugu liðinu að bæta við marki í seinni hálfleik þrátt fyrir ágætar tilraunir.

Lesa meira
 
Laugardalsvöllur

Allir vallargestir ganga inn vestanmegin - 28.9.2006

Allir vallargestir á úrslitaleik VISA-bikarsins á laugardag ganga inn um vesturhlið Laugardalsvallar, þ.e. í gegnum þá stúku sem verið er að endurbyggja. Lesa meira
 
UEFA

Geir eftirlitsmaður í Danmörku - 28.9.2006

Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður KSÍ á leik OB og Herthu Berlin sem fram fer í dag.  Leikurinn er seinni leikur liðanna í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA-bikars karla - 27.9.2006

Úrslitaleikur í VISA-bikar karla fer fram á laugardaginn kl. 14:00 á Laugardalsvelli. Eigast þá við KR og Keflavík.  Miðasala er hafin á netinu, á midi.is og einnig er hægt að kaupa miða hjá félögunum sjálfum.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir í Newcastle á fimmtudag - 27.9.2006

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Newcastle og Levadia Tallin í fyrstu umferð í Evrópukeppni félagsliða.  Honum til aðstoðar verða þeir Pjetur Sigurðsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson og fjórði dómari er Garðar Örn Hinriksson. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Björgólfur valinn bestur í umferðum 13 - 18 - 26.9.2006

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í Landsbankadeild karla og fór athöfnin fram í Iðnó.  Björgólfur Takefusa úr KR var valinn besti leikmaður þessara umferða.  Fjórir Skagamenn eru í sókndjörfu liði umferðanna. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Lokahóf knattspyrnumanna 2006 - 26.9.2006

Lokahóf knattspyrnumanna fer fram á Broadway laugardaginn 14. október næstkomandi. Að loknu borðhaldi verða veittar viðurkenningar, Baggalútur kemur fram og hljómsveit Eyjólfs Kristjánssonar leikur síðan fyrir dansi. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hverjir fá viðurkenningar fyrir umferðir 13-18? - 25.9.2006

Síðasti þriðjungur Landsbankadeildar karla verður gerður upp hádeginu á þriðjudag þegar viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 verða afhentar í Iðnó við Reykjavíkurtjörn.

Lesa meira
 
gullskorinn

Marel varð markakóngur Landsbankadeildar 2006 - 23.9.2006

Marel Baldvinsson varð markahæstur í Landsbankadeild karla árið 2006.  Marel skoraði 11 mörk í 13 leikjum og hlýtur því gullskóinn.  Björgólfur Takefusa hlýtur silfurskóinn og Jóhann Þórhallsson fær bronsskóinn. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

KR tryggði sér sæti í Evrópukeppni félagsliða - 23.9.2006

Landsbankadeild karla rann sitt skeið á enda í dag og hélst spennan fram á síðustu sekúndu í mótinu.  KR tryggði sér sæti í Evrópukeppni félagsliða á lokasekúndunum en það er hlutskipti Grindvíkinga að falla í 1. deild ásamt Eyjamönnum. Lesa meira
 
Áhorfendur á Fylkisvelli

Nýtt áhorfendamet - 23.9.2006

Nýtt áhorfendamet var sett í Landsbankadeild karla en alls mættu 98.026 manns á leikina 90 í sumar eða að meðaltali 1.089 manns á leik. Eldra met var sett 2001 þegar 96.850 manns mættu á leikina í deildinni sem gerir 1076 að meðaltali.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Mikil spenna í lokaumferð Landsbankadeildar - 22.9.2006

Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram á morgun, laugardaginn 23. september.  Hefjast allir leikirnir kl. 14:00 og er mikil spenna í öllum leikjum umferðarinnar.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild 2006 - 22.9.2006

Framundan eru leikir í Landsbankadeild karla. Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni frá félögunum sjálfum. Lesa meira
 
UEFA

Baráttan um Evrópusætin - 21.9.2006

Einn af mörgum spennandi leikjum í lokaumferð Landsbankadeildarinnar á laugardaginn er einvígi Reykjavíkurliðanna Vals og KR.  Leika þau á Laugardalsvelli úrslitaleik um annað sætið og dugar KR jafntefli í þeim leik.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Gríðarlega harður fallbaráttuslagur - 21.9.2006

Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram á laugardaginn og er mikil spenna í leikjum umferðarinnar.  Fallbaráttan er gríðarlega spennandi og eiga fimm lið á hættu að fylgja ÍBV niður í 1. deild.

Lesa meira
 
FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið

Háttvísidagur FIFA haldinn hátíðlegur - 20.9.2006

Á laugardag verður háttvísidagur Alþjóða Knattspyrnusambandsins (FIFA Fair Play Day) haldinn hátíðlegur í 10. sinn, en hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1997. Minnt verður á háttvísidaginn um allan heim með ýmsum hætti. Lesa meira
 
Keflvíkingar - Íslandsmeistarar innanhúss 2005

Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu - 20.9.2006

Þátttökutilkynningar hafa verið sendar til félaga varðandi Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu. Keppni í meistaraflokkum karla og kvenna verður leikin á tímabilinu 17. nóvember – 3. desember.

Lesa meira

 
Landsbankadeildin

Hver verður markakóngur? - 20.9.2006

Eins og flestum er kunnugt fer lokaumferð Landsbankadeildar karla fram á laugardaginn.  Mikil spenna er í deildinni og allir leikirnir hafa einhverja þýðingu fyrir deildina.  Þá verður einnig spennandi að sjá hver hreppir gullskóinn í ár. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

FH VISA-bikarmeistari í 2. flokki karla - 20.9.2006

FH-ingar tryggðu sér í gær VISA-bikarmeistaratitilinn í 2. flokki karla þegar þeir sigruðu Fylki í úrslitaleik.  Lauk leiknum með því að Hafnfirðingar skoruðu þrjú mörk en Árbæingar tvö.  FH varð einnig Íslandsmeistari á dögunum í 2. flokki karla. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Keppnisleyfi afturkallað - 19.9.2006

Skrifstofa KSÍ hefur í dag sent ÍR bréf þess efnis að fyrir mistök hafi KSÍ gefið út keppnisleyfi fyrir Berglindi Magnúsdóttur með ÍR frá 9. sept. sl. en hún hafði áður leikið með tveimur félögum í Íslandsmóti 2006.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Liggur þú á leikskýrslum? - 19.9.2006

Töluvert vantar upp á að allar leikskýrslur yngri flokka hafi skilað sér á skrifstofu KSÍ.  Eru þau félög sem skila ekki inn skýrslum, beitt dagsektum og geta það orðið talsverðar upphæðir.  Eru félögin hvött til þess að standa skil hið fyrsta. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Nú rjúfum við múrinn! - 18.9.2006

Síðasta umferð Landsbankadeildar karla fer fram á laugardaginn.  Hreinn úrslitaleikur er um annað sætið á milli Reykjavíkurliðanna Vals og KR.  Þá eru fimm lið sem eiga á hættu að falla niður í 1. deild ásamt ÍBV.  Með góðri mætingu er möguleiki á því að áhorfendur verði yfir 100.000 í fyrsta skiptið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikir í aukakeppni kvenna kærðir - 18.9.2006

Skrifstofu KSÍ hefur borist kærur frá Knattspyrnudeild Þórs vegna leikja Þórs/KA og ÍR í aukakeppni um laust sæti í Landsbankadeild kvenna.  Kærð er þátttaka markvarðar ÍR, í þessum leikjum en ÍR fékk undanþágu fyrir félagaskipti hennar. Lesa meira
 
Ingolfur_domari_gullmerki

Ingólfur dæmdi sinn síðasta leik - 18.9.2006

Ingólfur Hafsteinn Hjaltason knattspyrnudómari í Leikni á Fáskrúðsfirði dæmdi leik Stjörnunnar og Þróttar í 1. deild karla síðastliðinn laugardag. Var það síðasti opinberi leikur Ingólfs sem dómari á vegum KSÍ, en hann varð fimmtugur fyrr á árinu. Lesa meira
 
Breiðablik

Breiðablik í 8 liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða kvenna - 18.9.2006

Breiðablik komst áfram í Evrópukeppni félagsliða þegar þær sigruðu Universitet Vitebsk frá Hvíta-Rússlandi með einu marki gegn engu.  Breiðablik dugði jafntefli en Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði mark Blika á 89. mínútu.

Lesa meira
 
HK

HK leikur í Landsbankadeild karla á næsta ári - 16.9.2006

Lokaumferð 1. deildar karla fór fram í dag.  HK úr Kópavogi vann sér sæti í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins.  Fram sigraði deildina og leikur því einnig í Landsbankadeild karla að ári en Haukar féllu í 2. deild. Lesa meira
 
FH

FH Íslandsmeistarar árið 2006 - 16.9.2006

FH tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla þegar þeir unnu Víking með fjórum mörkum gegn engu.  FH hefur því hlotið 35 stig í Landsbankadeild karla og getur ekkert lið náð þeim af stigum þegar ein umferð er eftir.  Þetta er í þriðja skiptið í röð er FH vinnur Landsbankadeild karla. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Nýjung á heimasíðu KSÍ - 15.9.2006

Þá nýjung er nú hægt að finna á heimasíðu KSÍ að hægt er að sjá landsleikjaferil viðkomandi leikmanna.  Búið er að skrá inn alla A-landsleiki kvenna en unnið er að því að skrá inn karlalandsleiki og landsleiki yngri landsliða Lesa meira
 
ÍR

ÍR í Landsbankadeild kvenna - 15.9.2006

ÍR tryggði sér í gær sæti í Landsbankadeild kvenna eftir að liðið vann sigur á Þór/KA með einu marki gegn engu.  Leikurinn var seinni leikur liðanna en fyrri leiknum lauk með jafntefli.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

17. umferð Landsbankadeildar á laugardag kl. 16:00 - 15.9.2006

Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar karla fer fram á laugardaginn og hefjast allir leikirnir kl. 16:00.  FH getur tryggt sér titilinn á heimavelli gegn Víkingi og mikil spenna er einnig á botni deildarinnar.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Evrópumeistararnir of sterkar fyrir Blika - 14.9.2006

Blikastúlkur biðu lægri hlut gegn Evrópu- og Þýskalandsmeisturunum í Frankfurt en leikurinn var í Evrópukeppni félagsliða kvenna.  Lokatölur urðu 0-5 Frankfurt í vil eftir að staðan í hálfleik var 0-1. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Haustmót KRR-Drög að leikjaniðurröðun - 13.9.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Haustmóti KRR liggur fyrir.  Athugið að leikið er eftir nýrri aldursflokkaskipan, þ.e. fyrir árið 2007.  Athugasemdir, ef einhverjar eru, óskast gerðar eigi síðar en miðvikudaginn 20. september.

Lesa meira
 
FH

FH Íslandsmeistari í 2. flokki karla - 13.9.2006

FH úr Hafnarfirði varð í gær Íslandsmeistari í 2. flokki karla.  Það varð ljóst eftir að FH vann góðan útisigur í Keflavík á meðan aðalkeppinautar þeirra, ÍA, gerðu jafntefli við Stjörnuna í Garðabæ.  Liðin voru jöfn að stigum fyrir síðustu umferðina. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

KR VISA-bikarmeistari í 2. flokki kvenna - 13.9.2006

KR tryggði sér VISA-bikarmeistaratitilinn í 2. flokki kvenna með því að sigra Hauka í úrslitaleik.  Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli og lauk með því að KR-stúlkur skoruðu sjö mörk gegn einu marki Hauka.

Lesa meira
 
FH

FH Íslandsmeistari í fjórða flokki karla - 13.9.2006

FH varð á dögunum Íslandsmeistari í fjórða flokki karla A-liða þegar þeir sigruðu ÍR í úrslitaleik.  Leikurinn fór fram á Leiknisvelli og lauk með 4-1 sigri Hafnfirðinga eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2-0.

Lesa meira
 
Greta Mjöll Samúelsdóttir

Sætur sigur Blika í Finnlandi - 13.9.2006

Breiðablik vann sætan sigur á finnsku meisturunum í HJK Helsinki með tveimur mörkum gegn einu.  Leikurinn er í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða kvenna og er riðillinn leikinn í Helsinki. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Grunnskólamót KRR - 13.9.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Haustmóti KRR liggur fyrir.  Athugið að leikið er eftir nýrri aldursflokkaskipan, þ.e. fyrir árið 2007.  Athugasemdir, ef einhverjar eru, óskast gerðar eigi síðar en miðvikudaginn 20. september.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Faxaflóamót/Haust 2006 - 12.9.2006

Keppni hefst almennt í kringum miðjan október en í einhverjum tilfellum um mánaðarmótin október/nóvember.  Þátttökutilkynningar skulu berast eigi síðar en miðvikudaginn 20. september.

Lesa meira
 
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Blikastúlkur til Finnlands - 11.9.2006

Leikmenn Breiðabliks hjá meistaraflokki kvenna standa í stórræðum þessa dagana og halda til Finnlands í dag.  Leika þær þar í riðli í Evrópukeppni félagsliða kvenna og er leikið í Helsinki.  Fyrsti leikurinn er á morgun, þriðjudag. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Framhaldsskólamót KSÍ 2006 - 11.9.2006

Skráning er hafin í árlegt framhaldsskólamót KSÍ 2006 og rennur þátttökufrestur út 20. september.  Leyfilegt er að senda 2 karlalið og 2 kvennalið til keppni.  Fyrirhugað er að leika SV-lands sem og á Norður- og Austurlandi. Lesa meira
 
Thor_Islandsmeistarar_3fl_2006

Þór Akureyri Íslandsmeistari í 3. flokki karla - 11.9.2006

Þór frá Akureyri tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla um helgina með því að sigra FH í úrslitaleik á Varmárvelli í Mosfellsbæ.  Lokatölur urðu 3-1 Þór í vil og komu öll mörkin í fyrri hálfleik. Lesa meira
 
FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið

FIFA veitir ekki undanþágu - 11.9.2006

Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) hefur tilkynnt KSÍ að það veiti ekki undanþágu fyrir félagaskipti Garðars Jóhannssonar úr Val í norska félagið Fredrikstad.  Garðar mun því verða um kyrrt í Val út keppnistímabilið.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Tímasetning á bikarúrslitum - 11.9.2006

Rétt er að fram komi, vegna umfjöllunar um tímasetningu á úrslitaleik VISA-bikars kvenna, að KSÍ og RUV höfðu gert samkomulag að leikurinn færi fram kl. 16:00, en ekki kl. 16:30, og ber því KSÍ ábyrgð á þeirri tímasetningu.

Lesa meira
 
Valur Reykjavík

Valur sigraði í mögnuðum úrslitaleik VISA-bikarsins - 9.9.2006

Valsstúlkur eru VISA-bikarmeistarar kvenna árið 2006 eftir hreint frábæran bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum.  Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 2-2.  Í framlengingunni skoraði hvort lið eitt mark og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Breiðablik vann VISA-bikarinn hjá 3. kvenna SV - 9.9.2006

Blikastúlkur í 3. flokki kvenna kórónuðu frábært tímabil hjá sér með því að sigra Hauka í úrslitaleik VISA-bikars 3. flokks kvenna SV.  Leikurinn fór fram á Fylkisvelli og lauk með 3-0 sigri Blika.

Lesa meira
 
Fram

Fram 1. deildarmeistari árið 2006 - 9.9.2006

Framarar tryggðu sér 1. deildartitilinn þrátt fyrir tap á Akureyri gegn Þór.  HK tapaði á heimavelli gegn Víkingi Ólafsvík og því var titillinn Framara.  Fimm félög geta fallið í 2. deild þegar að ein umferð er eftir.

Lesa meira
 
Fjardabyggd

Fjarðabyggð vann í 2. deild karla - 9.9.2006

Fjarðabyggð tryggði sér 2. deildartitilinn í dag með þvi að sigra Reyni Sandgerði á útivelli.  Reynismenn höfðu tryggt sér þriðja sætið í deildinni og sæti í 1. deild að ári.  Njarðvík varð í öðru sæti en þeir unnu Huginn í dag og féll Huginn þar með.

Lesa meira
 
Höttur

Höttur 3. deildarmeistari 2006 - 9.9.2006

Hattarmenn frá Egilsstöðum eru 3. deildarmeistarar árið 2006.  Þetta varð ljóst eftir sigur þeirra á Magna frá Grenivík, 3-2.  ÍH úr Hafnarfirði tryggði sér þriðja sætið í 3.deild með sigur á Kára og þar með sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Undanþága frá samninga- og félagaskiptanefnd - 9.9.2006

Samninga- og félagaskiptanefnd hefur veitt undanþágu á félagaskiptum.  Varða þau félagaskipti á markverði hjá meistaraflokki kvenna.  Berglind Magnúsdóttir hefur því gengið úr KR í ÍR. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Lokaumferð 2. deildar karla á laugardag - 8.9.2006

Á laugardag ráðast endanleg úrslit í 2. deild karla og er spenna á toppi og botni deildarinnar.  Fjarðabyggð og Njarðvík berjast um toppsætið en Huginn og Sindri um fallið.  Í 1. deild getur HK tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla á næsta tímabili.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-001