The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140820120307/http://www.ksi.is/um-ksi/fjolmidlar/
Fjölmiðlar
pepsi-deildin-100509_116

Hagnýtar upplýsingar fyrir fjölmiðla

Reglur, reglugerðir, tengiliðir

Hér að neðan er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir fjölmiðla, reglur og tengsl við reglugerðir.  Ómar Smárason ([email protected]) er tengiliður við fjölmiðla hjá KSÍ.

Aðgönguskírteini fjölmiðla vegna leikja í deild og bikar

Handhafi F-aðgönguskírteinis (fjölmiðlar) útgefnu af KSÍ hefur ókeypis aðgang að öllum leikjum í knattspyrnumótum innanlands fyrir sig einan, enda sé viðkomandi að starfa við leikinn.

KSÍ hefur gert samkomulag við Samtök Íþróttafréttamanna (SÍ) vegna aðgangsskírteina fyrir fulltrúa fjölmiðla keppnistímabilið 2014.  Útgáfa skírteinanna verður áfram í höndum KSÍ en SÍ mun taka á móti umsóknum fjölmiðla um skírteini og veita þeim faglega umsögn.  Ekki er nauðsynlegt að vera fullgildur meðlimur í SÍ til að sækja um fjölmiðlaskírteini, enda koma mun fleiri að umfjöllun fjölmiðla um leiki en þeir sem eru íþróttafréttamenn í fullu starfi. 

Umsóknir skulu sendar á tölvupóstfang SÍ ([email protected]).  

Aðgengi að landsleikjum á Laugardalsvelli

Fjölmiðlum er boðið að sækja um aðgöngumiða að hverjum landsleik fyrir sig.  Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] a.m.k. viku fyrir leikinn sem sótt er um og tilgreinið óskir um fjölda aðgöngumiða (blaðamenn, ljósmyndarar, lýsendur sjónvarps og útvarps, tækni- og myndatökumenn sjónvarps og útvarps).  Á leikjum A landsliðs karla í undankeppni EM 2016 og undankeppni HM 2018 gilda sérreglur vegna umsókna fyrir allt starfsfólk sjónvarps og fara þær umsóknir í gegnum UEFA.

Aðgöngumiðar fyrir blaðamenn og lýsendur sjónvarps og útvarps (miði með sætanúmeri):   

Handhöfum aðgöngumiða með sætanúmeri er tryggt sæti í stúku.  Vinsamlegast virðið sætanúmer á miðanum ef fjölmennt er í aðstöðunni.  Aðgöngumiði blaðamanna og lýsenda sjónvarps og útvarps veitir ekki aðgang að leikvelli, en eftir leik veitir hann aðgang að blaðamannafundi ef haldinn er og viðtölum á blönduðu svæði (mixed zone).

Aðrir aðgöngumiðar:   

Handhöfum annarra aðgöngumiða er ekki tryggt sæti.  Aðgöngumiði ljósmyndara (merktur “Photo“) veitir aðgang að leikvelli fyrir ljósmyndara.  Aðgöngumiði sjónvarpsrétthafa  veitir aðgang fyrir upptöku-, frétta- og tæknimenn sjónvarps og útvarps ef við á (þó ekki annarra en aðalútsendingaraðila, eða “Host Broadcaster”). Ljósmyndarar og upptöku-, frétta- og tæknimenn sjónvarps geta gengið til blaðamannafundar inn af vallarsvæði í gegnum stúkuna. 

Miðarnir eru að öllu jöfnu afhentir milli kl. 14:00 og 16:00 daginn fyrir leik eða á leikdegi.

Athugið vinsamlegast að ekki er víst að hægt verði að uppfylla allar óskir um fjölda aðgöngumiða á alla leiki.

Athugið vinsamlegast að þessir miðar eru eingöngu fyrir þá aðila sem koma til með að starfa við leikinn.

Aðrar upplýsingar fyrir fjölmiðla vegna leikja á Laugardalsvelli

Ljósmyndarar

Ljósmyndarar skulu klæðast vestum.  Fyrir leik geta ljósmyndarar tekið myndir af byrjunarliðum frá hlaupabraut.  Þegar leikur hefst skulu ljósmyndarar eingöngu vera fyrir aftan auglýsingaskilti við endalínur.  Að leik loknum geta ljósmyndarar athafnað sig á afmörkuðu svæði á hlaupabraut til að ná myndum af leikmönnum á leið af leikvelli, en þó ekki fyrr en dómari hefur flautað til leiksloka.  Leið leikmanna og þjálfara liðanna af leikvelli má ekki hindra.  Vinsamlegast áréttið þetta við ljósmyndara ykkar og tæknimenn.

Veitingar

Fjölmiðlamönnum verða færðar veitingar í viðeigandi aðstöðu.

Grasflötin

Vinsamlegast athugið að stranglega er bannað að fara inn á grasflöt, á öllum tímum.  Eina undantekningin er myndavél sjónvarpsrétthafa fyrir leik (þjóðsöngvar og val fyrirliða á leikhelmingi) og eftir leik (leikmenn á leið út af velli).

Fjölmiðlafulltrúar í Pepsi-deild karla

Í leyfisreglugerð kemur fram sú krafa til félaga í Pepsi-deild karla að þau skipi fjölmiðlafulltrúa til að sinna verkefnum tengdum fjölmiðlum á leikjum deildarinnar. Hér að neðan er listi yfir fjölmiðlafulltrúa félaganna í Pepsi-deild karla 2014.

Félag Fjölmiðlafulltrúi Sími Netfang
Breiðablik Helgi Þór Jónasson 693 9373 [email protected]
FH Axel Guðmundsson 774 8500 [email protected] 
Fjölnir Valdimar Unnar Jóhannsson 865 8930 [email protected] 
Fram Snorri Már Skúlason 696 9191 [email protected] 
Fylkir Kristján Gylfi Guðmundsson 899 5673 [email protected]
ÍBV Ólafur Björgvin Jóhannesson 847 9652 [email protected] 
Keflavík Hjördís Baldursdóttir 867 6454 / 899 7574 [email protected] 
KR Óttharr Magni Jóhannsson 895 3508 [email protected]
Stjarnan Gunný Gunnlaugsdóttir 865 8539 [email protected]
Valur Elfa Scheving Sigurðardóttir 848 0110 [email protected] 
Víkingur R. Bjarki Rafn Eiríksson 852 5589 [email protected]
Þór Bjarni Freyr Guðmundsson 770 1133 [email protected]

Aðstaða fjölmiðla og þjónusta við fulltrúa fjölmiðla

Í Handbók leikja eru listaðar þær kröfur sem gerðar eru til félaga vegna aðstöðu fjölmiðla á leikjum í Pepsi-deild karla og vegna þjónustu við fulltrúa fjölmiðla á þeim leikjum.










2011Forsidumyndir2011-010