The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821083125/http://www.ksi.is/fraedsla/nr/10039
Fræðsla
IMG_1377-leikskolakrakkar

Leikskólakrakkar af Rauðhóli í heimsókn

Allir leystir út með gjöfum með bros á vör

11.4.2012

Glaðlegur og áhugasamur 22 manna hópur barna af leikskólanum Rauðhóli í Árbænum í Reykjavík heimsótti KSÍ í dag. Krakkarnir fengu skoðunarferð um höfuðstöðvar KSÍ, skrifstofurnar, búningalager, fundarsali og alla aðstöðu, sem og um Laugardalsvöllinn, sjálfan þjóðarleikvanginn, þar sem skoðaðir voru búningsklefar, varamannaskýli og margt fleira.

Auðvitað voru allir leystir út með gjöfum og yfirgáfu litlu snillingarnir höfuðstöðvar KSÍ með bros á vör.

IMG_1378-leikskolakrakkar

IMG_1381-leikskolakrakkar











2011Forsidumyndir2011-010