The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20130906082723/http://www.ksi.is:80/leyfiskerfi

Leyfiskerfi

Gæðastimpill SGS

Toppeinkunn í árlegri gæðaúttekt UEFA - 23.8.2013

Skipulag og vinnureglur leyfiskerfis KSÍ fá toppeinkunn í árlegri gæðaúttekt UEFA, sem fram fór í vikunni. Það er alþjóðlega matsfyrirtækið SGS sem framkvæmir úttektina í öllum aðildarlöndum UEFA. Í umsögn fulltrúa SGS um leyfiskerfi KSÍ segir að það sé uppsett og rekið á „framúrskarandi“ hátt.

Lesa meira
 
leyfis-uefa-ksi

Fundur 15 aðildarlanda UEFA - 21.6.2013

Dagana 18. og 19. júní fór fram vinnufundur UEFA um leyfismál í höfuðstöðvum KSÍ og er þetta í fyrsta skipti sem þessi árlegi fundur fer fram hér á landi. Á þessum fundum er jafnan fjallað almennt um leyfiskerfið, regluverkið, vinnulag, þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar og þær breytingar sem framundan eru.

Lesa meira
 
Valgeir Valgeirsson kastar upp peningi, Reynir Leósson og Guðmundur Steinarsson fylgjast spenntir með

Farið yfir áhersluatriði dómaranefndar fyrir sumarið - 8.5.2013

Í síðustu viku funduðu fulltrúar dómara með leikmönnum og þjálfurum liða í efstu tveimur deildum karla. Farið var yfir knattspyrnulögin, breytingar á þeim og áhersluatriði dómaranefndar KSÍ fyrir keppnistímabilið 2013. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Viðurlög vegna leyfiskerfis 2013 - 24.4.2013

Samkvæmt afgreiðslu leyfisráðs 15. mars á umsóknum félaga um þátttökuleyfi 2013 uppfyllti eitt félag ekki kröfu um menntun unglingaþjálfara og tvö félög uppfylltu ekki kröfu um að fulltrúar félagsins sæktu fræðslu um dómgæslu og knattspyrnulögin.  Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

UEFA boðar 14 sambönd til fundar á Íslandi um leyfismál - 12.4.2013

UEFA hefur boðað fulltrúa 14 knattspyrnusambanda til vinnufundar á Íslandi um leyfismál og fjárhagslega háttvísi, en fundað verður í höfuðstöðvum KSÍ dagana 18. og 19. júní. Um er að ræða árlegan viðburð sem nú er haldinn á Íslandi í fyrsta sinn.
Lesa meira
 
Ldv_2011_Atburdir-147

Stífar fjárhagskröfur í leyfiskerfinu - 27.3.2013

Þó svo að þátttökuleyfi hafi verið gefin út af leyfisráði til handa öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið er vinnunni ekki lokið. Fjárhagskröfurnar eru stífar og þá sérstaklega gagnvart því að ekki sé um vanskil að ræða. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6991

16 þátttökuleyfi veitt á seinni fundi leyfisráðs - 18.3.2013

Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrri keppnistímabilið 2013 fór fram föstudaginn 15. mars. Sextán félögum voru veitt þátttökuleyfi á fundinum, en átta félög höfðu fengið útgefin leyfi á fyrri fundi ráðsins mánudaginn 11. mars. Öll 24 félögin í efstu tveimur deildum karla hafa því fengið útgefin leyfi fyrir sumarið. Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-038

Átta þátttökuleyfi gefin út á fyrri fundi leyfisráðs - 13.3.2013

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2013 fór fram á mánudag.  Leyfisstjóri kynnti stöðu mála hjá félögunum 24 sem undirgangast leyfiskerfið.  Gefin voru út átta þáttökuleyfi, en afgreiðsla sextán félaga bíða seinni fundar leyfisráðs, sem fram fer á föstudag. 

Lesa meira
 
Björn Victorsson endurskoðandi að störfum við yfirferð leyfisgagna

Yfirferð leyfisgagna að ljúka - 1.3.2013

Fjárhagsleg leyfisgögn hafa borist frá öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2013. Tveir endurskoðendur hafa yfirfarið gögnin ásamt leyfisstjóra síðustu daga og lýkur yfirferð þeirra í dag, föstudag.  Yfirferð gagna, annarra en fjárhagslegra, lauk jafnframt í vikunni.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-279

21 félag hefur skilað fjárhagsgögnum - 21.2.2013

Skilafrestur fjárhagslegra leyfisgagna þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfið fyrir keppnistímabilið 2013 var 20. febrúar. Þrjú félög fengu framlengdan frest til að skila sínum gögnum, en 21 félag skilaði innan tímamarka. Lesa meira
 
Skýrsla UEFA um fjárhagsstöðu félaga

Fimmta skýrsla UEFA um fjárhagsstöðu félaga - 15.2.2013

Nýverið gaf UEFA út sína fimmtu árlegu skýrslu um fjárhagsstöðu félaga í Evrópu - The European Club Licensing Benchmarking Report - Financial Year 2011". Skýrslan er mjög ítarleg og mörgum áhugaverðum spurningum er velt upp, ekki eingöngu fjárhagslegum.

Lesa meira
 
Ldv_2011_Atburdir-145

Skiladagur fjárhagsgagna er miðvikudagurinn 20. febrúar - 13.2.2013

Miðvikudaginn 20. febrúar næstkomandi er skiladagur fjárhagsgagna í leyfisferlinu fyir keppnistímabilið 2013. Þá skila leyfisumsækjendur ársreikningum sínum og ýmsum öðrum fjárhagslegum staðfestingum, s.s. staðfestingum á engum vanskilum við önnur félög vegna félagaskipta eða við leikmenn og þjálfara vegna launa- og/eða verktakagreiðslna á árinu 2012. Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-220

Fyrstu yfirferð leyfisgagna lokið - 22.1.2013

Leyfisstjórn hefur lokið við fyrstu yfirferð leyfisgagna allra leyfisumsækjenda og vinnur nú með félögunum að úrbótum og lausnum þar sem við á. Þau gögn sem skilað var 15. janúar og farið er yfir nú snúa að öllum öðrum þáttum en fjárhagslegum.

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_054

Allir leyfisumsækjendur hafa skilað gögnum - 17.1.2013

Skiladagur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, var þriðjudaginn 15. janúar. Leyfisstjórn hefur nú móttekið gögn frá öllum félögum í efstu tveimur deildum karla, en það eru þær deildir sem leyfiskerfið nær til. Öll félögin skiluðu gögnum innan tímamarka. Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Endurskoðendum kynntar nýjar fjárhagsreglur - 11.1.2013

Á fimmtudag var haldinn árlegur fundur með endurskoðendum félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ.  Með þessum fundum er reynt að kynna leyfiskerfið betur, beint til endurskoðenda og gera þannig allt ferlið öruggara fyrir alla hagsmunaaðila.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5752

Styttist í skiladag leyfisgagna í ferlinu fyrir 2013 - 9.1.2013

Það styttist í að leyfisgögnum félaga í Pepsi-deild karla og 1. deild karla rigni yfir leyfisstjórn KSÍ. Skiladagur er 15. janúar og skila leyfisumsækjendur þá gögnum sem snúa að öðrum þáttum en fjárhagslegum, m.a. ráðningarsamningum lykilstarfsmanna. Lesa meira
 
Nystuka2007-0137

Fundað með leyfisfulltrúum félaga vegna leyfisferlisins 2013 - 5.12.2012

Á þriðjudag var fundað með leyfisfulltrúum félaga sem undirgangast leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2013. Fundurinn, sem er árviss viðburður, var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Alls áttu 13 félög fulltrúa á fundinum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisferlið fyrir 2013 hafið - 16.11.2012

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2013 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Keflvíkingar hafa þegar skilað leyfisgögnum og eru því fyrstir annað árið í röð.

Lesa meira
 
Stjörnuvöllur

Ný leyfisreglugerð sem tekur gildi 1. nóvember 2012 - 31.10.2012

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 25. október 2012, með fyrirvara um samþykki UEFA, leyfisreglugerð KSÍ sem tekur gildi 1. nóvember 2012.  Rétt er að vekja sérstaka athygli á breytingum í reglugerðinni er snúa að fjárhagslegri háttvísi félaga.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Framlag til félaga vegna leyfiskerfis hækkað - 30.10.2012

Á fundi stjórnar KSÍ þann 25. október sl. var samþykkt að hækka þær fjárhæðir sem félög er undirgangast leyfiskerfið fá, en með því er verið að bregðast við óskum er fram komu á fundum með aðildarfélögum fyrr á þessu ári. Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010



Þetta vefsvæði byggir á Eplica