The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20130908094300/http://www.ksi.is:80/domaramal

Dómaramál

Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Norræn dómaraskipti - Íslenskir dómarar í Noregi og Svíþjóð - 6.9.2013

Íslenskir dómarar verða við störf í Noregi og Svíþjóð á næstu dögum en þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum knattspyrnusambanda Norðurlandanna.  Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæma leik Strömmen og Ullensaker/Kisa í norsku 1. deildinni og Valdimar Pálsson dæmir leik GAIS og Värnamo í sænsku "Superettan" deildinni. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Aþenu - 6.9.2013

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Grikkja og Letta í undankeppni HM en leikið verður í Aþenu þriðjudaginn 10. september. Leikurinn er í G riðli þar sem Grikkir eru í öðru sæti riðilsins sem stendur en Lettar í því fimmta. Lesa meira
 
Kris Hames

Dómari frá Wales dæmir leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla - 30.8.2013

Velski dómarinn Kris Hames mun dæma leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild karla sem fram fer sunnudaginn 1. september á Kópavogsvelli. Þetta er hluti af verkefni varðandi dómaraskipti hjá Knattspyrnusamböndum Íslands og Wales en í október mun íslenskur dómari dæma leik í efstu deild í Wales.

Lesa meira
 
Glenn Nyberg

Sænskir dómarar dæma Selfoss - Grindavík - 28.8.2013

Sænski dómarinn Glenn Nyberg mun dæma leik Selfoss og Grindavíkur í 1. deild karla sem fram fer á Selfossvelli, fimmtudaginn 29. ágúst. Samlandi hans, Conny Hugman, mun verða honum til aðstoðar ásamt Gylfa Má Sigurðssyni. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Færeyskir dómarar á leik Reykjavíkurfélaganna Víkings og Leiknis í 1. deild karla - 19.8.2013

Ransin N. Djurhuus mun dæma leik Víkings og Leiknis í 1. deild karla sem fram fer á morgun, þriðjudaginn 20. ágúst., á Víkingsvelli og hefst kl. 19:00.  Ransin kemur frá Færeyjum eins og annar aðstoðardómaranna, Kristian Sofus Petersen.  Þriðji maðurinn í þríeykinu er hinsvegar alíslenskur, Birkir Sigurðarson. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Íslenskt dómarateymi að störfum í Tallinn - 16.8.2013

Íslenskt dómarateymi verður að störfum í Tallinn, höfuðborg Eistlands, fimmtudaginn 22. ágúst næstkomandi. Þá fer fram fyrri leikur JK Nomme Kalju og úkrainska liðsins FC Dnipro Dnipropetrovsk í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Rúmeníu - 31.7.2013

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Steua Búkarest frá Rúmeniú og Dinamo TIblisi frá Georgíu í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. Leikið verður í Búkarest 6. ágúst næstkomandi og Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Birkir Sigurðarson. Varadómari verður Gunnar Jarl Jónsson.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Nóg að gera í dómaramálum á næstu dögum - 30.7.2013

Þó svo að venjulega sé ekki mikið um að vera í knattspyrnulífinu um verslunarmannahelgar hér á landi þá er svo sannarlega mikið um að vera í aðdraganda helgarinnar.  Í dag og á morgun eru hvorki fleiri né færri en 109 starfsmenn að störfum í dómaramálum á vegum KSÍ. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Svíþjóð - 22.7.2013

Kristinn Jakobsson dæmir, fimmtudaginn 25. júlí, leik Gefle frá Svíþjóð og Anorthosis Famagusta frá Kýpur í Evrópudeild UEFA. Leikið verður í Sundsvall í Svíþjóð en Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Þór Gíslason. Varadómari verður Þorvaldur Árnason. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Hinn enski Sebastian Stockbridge starfar á þremur leikjum - 11.7.2013

Enski dómarinn Sebastian Stockbridge mun á næstu dögum starfa á þremur leikjum í íslensku deildar keppninni.  Hann mun dæma leik Þróttar og KA á morgun, föstudaginn 12. júlí og sömuleiðis dæmir hann leik Fjölnis og Leiknis sem fer fram 16. júlí.  Báðir þessir leikir eru í 1. deild karla og einnig verður hann aðstoðardómari á leik Keflavíkur og Breiðabliks í Pepsi-deild karla, sunnudaginn 14. júlí Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Wales - 11.7.2013

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni 17. júlí næstkomandi þegar hann dæmir leik The New Saints frá Wales gegn Legía Varsjá frá Póllandi í Meistaradeild UEFA.  Leikið verður á Racecourse Ground í Wrexham en Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Gylfi Már Sigurðsson.  Varadómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Finnlandi - 5.7.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun, þriðjudaginn 9. júlí, dæma leik TPS Turku frá Finnlandi og AS Jeunesse Esch frá Lúxemborg í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA.  Þetta er seinni viðureign liðanna en Jeunesse Esch vann fyrri leikinn, fremur óvænt, 2 - 0.
Lesa meira
 
Evrópudeildin

Íslenskir dómarar í Evrópudeildinni 4. júlí - 28.6.2013

Það verða ekki einungis íslensk félagslið og íslenskir leikmenn í eldlínunni þann 4. júlí næstkomandi, þegar fram fer 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Íslenskur dómarakvartett verður einnig að störfum með Þórodd Hjaltalín fremstan í flokki. Lesa meira
 
Merki FIFA

Vegna umræðu um notkun spjaldtölva á varamannabekk - 21.6.2013

Vegna umræðu um notkun spjaldtölva á varamannabekk og við boðvang á knattspyrnuleikjum er rétt að fram komi að samkvæmt túlkun FIFA er bannað samkvæmt knattspyrnulögunum að skoða beinar útsendingar af leikjum á boðvangi (technical area) á meðan á leik stendur. Lesa meira
 
Felix Zwayer

Þýskir dómarar á Ísland - Slóvenía - 5.6.2013

Það verður dómarakvartett frá Þýskalandi sem verður við stjórnvölinn þegar Ísland tekur á móti Slóveníu í undankeppni HM. Dómarinn heitir Felix Zwayer og aðstoðardómarar hans verða Detlef Scheppe og Mike Pickel. Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Noregi - 4.6.2013

Gunnar Jarl Jónsson mun á morgun dæma vináttulandsleik Noregs og Finnlands hjá U21 karla. Leikið verður í Hönefoss og verða aðstoðarmenn Gunnars norskir í þessum leik, þeir Dag R. Nebben og Ivar Jahr. Fjórði dómari er einnig frá Noregi, Kristoffer Helgerud. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Eistlandi - 4.6.2013

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni, föstudaginn 7. júní, þegar hann dæmir leik Eistlands og Danmerkur sem leikinn verður í Tallinn. Leikurinn er liður í undankeppni EM U21 karla en aðstoðardómarar Þorvaldar verða þeir Áskell Þór Gíslason og Gylfi Þór Sigurðsson. Fjórði dómari verður Þóroddur Hjaltalín. Lesa meira
 
Jóhann Gunnar Guðmundsson

Jóhann Gunnar að störfum í Ísrael - 3.6.2013

Jóhann Gunnar Guðmundsson verður næstu daga að störfum í Ísrael þar sem hann starfar í úrslitakeppni EM U21 karla. Keppnin fer fram dagana 5. - 18. júní en Jóhann verður fjórði dómari á opnunarleik keppninnar, Ísrael - Noregur.

Lesa meira
 
Sara Persson

Ísland - Skotland - Dómari leiksins kemur frá Svíþjóð - 30.5.2013

Það verður hin sænska Sara Persson sem dæmir vináttulandsleik Íslands og Skotlands á Laugardalsvelli. Leikurinn fer fram laugardaginn 1. júní og hefst kl. 16:45. Aðstoðardómarar Söru verða Rúna Kristín Stefánsdóttir og Gylfi Már Sigurðsson. Fjórði dómari verður Áskell Þór Gíslason.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Feðgin dæmdu saman í 1. deild kvenna - 22.5.2013

Feðginin Bergur Þór Steingrímsson og Ellen Elísabet Bergsdóttir voru aðstoðardómarar á leik Fram og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild kvenna sem fram fór á mánudaginn. Áður höfðu þau starfað saman í tveimur leikjum í Borgunarbikar kvenna. Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001



Þetta vefsvæði byggir á Eplica