The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20130906034632/http://www.ksi.is:80/

ksi.is

Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Albanía þriðjudaginn 10. september - Miðasala hafin

Nú fer í hönd lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 en framundan eru fjórir síðustu umferðirnar í riðlakeppninni. Íslendingar eru í harðri baráttu í riðlinum en annað sætið getur gefið sæti í umspili um sæti á HM í Brasilíu. Mótherjar Íslendinga á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00, verða Albanir sem sitja sem stendur í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Íslendingum. Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

U19 landslið karla

5.9.2013 Landslið : U19 karla - Öruggur sigur á Skotum

Strákarnir í U19 unnu jafnaldra sína frá Skotlandi örugglega í vináttulandsleik í dag en leikið var í Stirling. Lokatölur urðu 0 - 3 og hafði íslenska liðið tveggja marka forystu í leikhléi.  Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna á þremur dögum, fyrri leiknum lauk með 1 - 1 jafntefli. Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

5.9.2013 Mótamál : Meistaradeild kvenna - Þór/KA mætir Zorky frá Rússlandi

Í dag var dregið í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar síðasta árs, Þór/KA, voru í pottinum og mæta Zorky frá Rússlandi og leika fyrri leikinn á heimavelli
Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

4.9.2013 Landslið : Mikið um að vera hjá landsliðunum okkar í september

Það verður mikið um að vera hjá landsliðum Íslands í knattspyrnu í september mánuði en þá eru 16 landsleikir á dagskránni.  Strákarnir í U19 riðu á vaðið í gær þegar þeir léku vináttulandsleik gegn Skotum en öll okkar landslið munu leika í september.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

4.9.2013 Mótamál : Undanúrslit 4. deildar karla hefjast á laugardag

Í gærkvöldi varð ljóst hvaða félög komust í undanúrslit 4. deildar karla en síðari leikirnir í 8 liða úrslitum fóru þá fram.  Undanúrslitin hefjast á laugardaginn þegar fyrri leikirnir fara fram en síðari leikirnir eru svo miðvikudaginn 11. september.  Siguvegarar viðureignanna tryggja sér sæti í 3. deild karla að ári. Lesa meira
 
Skagastúlkur fagna sæti í Pepsi-deild kvenna

4.9.2013 Mótamál : Fylkir og ÍA í Pepsi-deild kvenna

Fylkir og ÍA tryggðu sér í gærkvöldi sæti í Pepsi-deild kvenna að ári þegar þau höfðu betur í undanúrslitaviðureignum sínum.  Fylkir lagði Grindavík 3 - 2 á heimavelli og samtals 6 - 3.  Á KR velli voru það KR sem lagði ÍA, 2 - 0, en ÍA hafði betur samanlagt 3 - 2.

Lesa meira
 
U17 landslið karla

3.9.2013 Landslið : U17 karla - Úrtaksæfingar fara fram um helgina

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 karla og hefur Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari, valið hóp fyrir þessar æfingar. Æfingarnar fara fram á grasvellinum við Kórinn, föstudag og laugardag.

Lesa meira
 
Stade de Suisse / Wankdorf

3.9.2013 Landslið : Leikið á sögufrægum slóðum

Viðureign Sviss og Íslands í undankeppni HM 2014 á föstudag fer fram á sögufrægum slóðum  í Bern.  Leikvangurinn heitir Stade de Suisse, er heimavöllur BSC Young Boys, og er byggður á sama stað og áður stóð Wankdorf-leikvangurinn, en á þeim velli var leikið til úrslita í HM 1954.
Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

3.9.2013 Landslið : Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Albanía

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að hinum mikilvæga leik, Ísland – Albanía í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 10. september næstkomandi kl. 19:00.

Lesa meira
 










Pistlar

Þórir Hákonarson

Skrefinu lengra

A landslið kvenna hefur nú lokið keppni í úrslitakeppni EM í Svíþjóð en liðið náði þar þeim merka áfanga að leika í úrslitum 8 bestu liða Evrópu.  Þjálfarateymi liðsins, starfsmenn og leikmennirnir settu sér það eina og raunhæfa markmið að gera betur en áður, stíga skrefinu lengra en áður hefur verið stigið og það tókst með miklum ágætum. 
Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar


Aðrir styrktaraðilar

facebook FIFA UEFA ÍSÍ



Útlit síðu:

Leita á vefnum


2011Forsidumyndir2011-001



Þetta vefsvæði byggir á Eplica