The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20130907095344/http://www.ksi.is:80/mannvirki

Mannvirki

Stade de Suisse / Wankdorf

Leikið á sögufrægum slóðum - 3.9.2013

Viðureign Sviss og Íslands í undankeppni HM 2014 á föstudag fer fram á sögufrægum slóðum  í Bern.  Leikvangurinn heitir Stade de Suisse, er heimavöllur BSC Young Boys, og er byggður á sama stað og áður stóð Wankdorf-leikvangurinn, en á þeim velli var leikið til úrslita í HM 1954.
Lesa meira
 
N1-vollurinn-Varma

Gamalkunnir vellir fá ný nöfn - 12.6.2013

Það hefur færst mikið í aukanna að íþróttamannvirki taki upp nafn styrktaraðila og eru knattspyrnuvelli þar ekki undanþegnir.  Nú hafa tveir gamalkunnir vellir fengið ný nöfn, Eskifjarðarvöllur og Varmárvöllur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2013 - 2.5.2013

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 18. apríl síðastliðinn að úthluta úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í sjötta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 12 verkefna og í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla leyfiskerfi KSÍ.

Lesa meira
 
ljubljana_stozice2

Glæsilegur leikvangur í Ljubljana - 18.3.2013

A landslið karla mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 föstudaginn 22. mars. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV. Leikið verður á hinum glæsilega leikvangi Sportni Park Stozice, sem tekur rúmlega 16 þúsund manns í sæti. Lesa meira
 
Kristinn Jóhannsson var valinn vallarstjóri ársins árið 2012.  Ágúst Jensson, formaður SÍGÍ, afhenti honum verðlaunin

Kristinn valinn vallarstjóri ársins á aðalfundi SÍGÍ - 4.3.2013

Síðastliðinn laugardag stóðu Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna (SÍGÍ) fyrir ráðstefnu um uppbyggingu og viðhald golf og knattspyrnuvalla. Samhliða ráðstefnunni héldu samtökin aðalfund sinn og þar var bryddað upp á þeirri nýjung að velja vallarstjóra ársins, bæði fyrir golfvelli sem og knattspyrnuvelli. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Umsóknir í Mannvirkjasjóð KSÍ 2013 - 20.12.2012

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 
Qemal Stafa leikvangurinn

Qemal Stafa verður rifinn eftir leikina við Ísland og Slóveníu - 10.10.2012

Á föstudag mætast Albanía og Ísland í undankeppni HM 2014 og fer leikurinn fram á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana. Þetta verður næst síðasti leikurinn á þessum leikvangi, því hann verður rifinn eftir leik Albaníu og Slóveníu á þriðjudag.

Lesa meira
 
Bílastæði í Laugardal

Bílastæði í Laugardalnum - 7.9.2012

Þegar vel sóttir viðburðir fara fram í Laugardalnum hefur borið á að bílum er lagt ólöglega og einhverjir sem keyra heim með sektarmiða í vasanum. Lögreglan vekur athygli á að töluverður fjöldi er af bílastæðum í Laugardalnum þó svo að þau séu ekki beint fyrir utan viðburðinn. Lesa meira
 
Flóðljós á Laugardalsvelli

Og það varð ljós! - 6.9.2012

Að ýmsu þarf að hyggja fyrir leiki á Laugardalsvelli og ljóst að sum þau verk sem inna þarf af hendi eru ekki fyrir hvern sem. Það hefði í það minnsta lítið þýtt fyrir lofthrædda að standa í peruskiptum á flóðljósunum á Laugardalsvelli sem fram fóru í vikunni Lesa meira
 
Hamarshollin

Tekið höndum saman - 5.7.2012

Hvergerðingar hafa staðið í stórræðum en vinna við Hamarshöllina er nú í fullum gangi. Um er að ræða "uppblásið" íþróttahús þar sem m.a. verður að finna hálfan knattspyrnuvöll ásamt annarri íþróttaaðstöðu.

Lesa meira
 
Stjörnuvöllur

Leikvangar sem bera nafn kostunaraðila - 2.7.2012

Það hefur færst í aukana síðustu ár að gerðir séu samstarfssamningar milli íþróttafélaga og fyrirtækja um að leikvangar beri nöfn kostunaraðila, og hefur sú þróun átt sér stað í knattspyrnunni um gjörvalla Evrópu.  Ísland er engin undantekning í þessum málum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2012 - 11.5.2012

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 26. apríl síðastliðinn að úthluta úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í fimmta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Alls var úthlutað til 13 verkefna og í samræmi við reglugerð um sjóðinn njóta forgangs þær umsóknir sem miða að því að uppfylla leyfiskerfi KSÍ. Lesa meira
 
Laugardalsvollur-3

Vorverkin á Laugardalsvellinum - 13.4.2012

Það styttist óðum í að flautað verði til leiks á Íslandsmótinu í knattspyrnu en Pepsi-deild karla hefst 6. maí og Pepsi-deild kvenna viku síðar. Verið er að undirbúa Laugardalsvöll fyrir sumarið en þar verður fyrsti leikur 7. maí þegar Fram tekur á móti Val.

Lesa meira
 
Keppnisvellir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði

Fimm leikvangar félaga heimilaðir sérstaklega með samþykkt stjórnar KSÍ - 4.4.2012

Á fundi stjórnar KSÍ þann 8. mars síðastliðinn var samþykkt sérstaklega að heimila fimm leikvanga fyrir leyfisumsóknir félaganna sem þar leika, með ákveðnum skilyrðum vegna framfara varðandi aðstöðu áhorfenda.  Þessi félög eru Fylkir, ÍBV og Selfoss í Pepsi-deild, auk BÍ/Bolungarvíkur og KA í 1. deild. Lesa meira
 
Valitor-bikar kvenna 2011

Gervigras á Laugardalsvöllinn? - 1.4.2012

Veðurfar á norðlægum slóðum gerir viðhald náttúrulegs grass á keppnisvöllum afar erfitt, auk þess sem nýting á gervigrasvöllum er vitanlega umtalsvert betri heldur.  Af þessum ástæðum var á fundi stjórnar KSÍ þann 8. mars síðastliðinn ákveðið að stofna starfshóp sem myndi kanna kosti og galla, þess að leggja gervigras á þjóðarleikvanginn.  Það tilkynnist hér með að þetta var aprílgabb ksi.is í ár .....  :-)

Lesa meira
 
Stjörnuvöllur

Umsóknir í Mannvirkjasjóð KSÍ 2012 - 26.3.2012

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. apríl en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 
Blikkid_poster

Blikkið - Saga Melavallarins - 7.3.2012

Blikkið, saga Melavallarins, verður frumsýnd föstudaginn 9.mars næstkomandi. Myndin verður sýnd daglega í Bíó Paradís á Hverfisgötu 54 frá 10.mars og eru sýningar kl. 18:00 og 20:00 Um er að ræða heimildarmynd um Melavöllinn eftir Kára G. Schram.

Lesa meira
 
Valitor-bikarinn-2011-012

Laugardalsvöllur skartar sínu fegursta - 11.8.2011

Það má með sanni segja að Laugardalsvöllurinn skarti sínu fegursta þessa dagana og verður í algjöru toppstandi fyrir úrslitaleik Valitor-bikars-karla, sem fram fer á laugardag kl. 16:00.  Grasið sleikir sólina á milli þess sem það svalar þorsta sínum.

Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2011 - 25.5.2011

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 19. maí síðastliðinn að úthluta rúmlega 30 milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í fjórða skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum.  Alls var úthlutað til 9 verkefna en umsóknir voru 11 talsins.

Lesa meira
 
Fellavöllur í Fellabæ var vígður 11. janúar 2008

Umsóknir í Mannvirkjasjóð KSÍ 2011 - 16.3.2011

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. apríl en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010



Þetta vefsvæði byggir á Eplica