The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20130906082817/http://www.ksi.is:80/landslid/

Landslið

DAN_2835

Ísland - Albanía : Miðar fyrir handhafa A-skírteina - 6.9.2013

Handhafar A-skírteina frá KSÍ fá afhenta aðgöngumiða á leik Íslands og Albaníu í undankeppni HM mánudaginn 9. september kl. 10:00 til kl. 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu KSÍ gegn framvísun skírteinis Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Öruggur sigur á Skotum - 5.9.2013

Strákarnir í U19 unnu jafnaldra sína frá Skotlandi örugglega í vináttulandsleik í dag en leikið var í Stirling. Lokatölur urðu 0 - 3 og hafði íslenska liðið tveggja marka forystu í leikhléi.  Þetta var annar vináttulandsleikur þjóðanna á þremur dögum, fyrri leiknum lauk með 1 - 1 jafntefli. Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Skotum - 5.9.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Skotum í vináttulandsleik í Stirling í dag. Leikurinn hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma en þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna á þremur dögum en fyrri leiknum lauk með 1 - 1 jafntefli.

Lesa meira
 
U19---Byrjunarlid-gegn-Donum-19.-feb

Mikið um að vera hjá landsliðunum okkar í september - 4.9.2013

Það verður mikið um að vera hjá landsliðum Íslands í knattspyrnu í september mánuði en þá eru 16 landsleikir á dagskránni.  Strákarnir í U19 riðu á vaðið í gær þegar þeir léku vináttulandsleik gegn Skotum en öll okkar landslið munu leika í september.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

Jafntefli í hörkuleik gegn Skotum hjá U19 karla - 3.9.2013

U19 landslið karla gerði í kvöld, þriðjudagskvöld, 1-1 jafntefli við Skota í æfingaleik í Stirling í Skotlandi.  Bæði mörk leiksins komu beint úr aukaspyrnum, en það fyrra gerði Oliver Sigurjónsson á 22. mínútu.  Þessi lið mætast aftur á fimmtudag, á sama stað.
Lesa meira
 
Tranquillo Barnetta (mynd:  football.ch)

Sterkt landslið Sviss - 3.9.2013

Eins og kunnugt er mætast karlalandslið Sviss og Íslands í undankeppni HM 2014 næstkomandi föstudag.  Svisslendingar hafa á afar öflugu liði að skipa og til marks um það er sú staðreynd að 11 af 23 leikmönnum í landsliðshópi þeirra á mála hjá félagsliðum sem leika í Meistaradeild UEFA.
Lesa meira
 
U17 landslið karla

U17 karla - Úrtaksæfingar fara fram um helgina - 3.9.2013

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 karla og hefur Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari, valið hóp fyrir þessar æfingar. Æfingarnar fara fram á grasvellinum við Kórinn, föstudag og laugardag.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Vináttulandsleikur gegn Skotum í kvöld - 3.9.2013

Strákarnir í U19 héldu til Skotlands snemma í morgun og eru ekkert að tvínóna við hlutina því þeir leika strax í kvöld. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Skotum og fara þeir báðir fram í Stirling. Fyrri leikurinn er í kvöld, þriðjudaginn 3. september, og hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma en sá síðari er fimmtudaginn 5. september. Lesa meira
 
Stade de Suisse / Wankdorf

Leikið á sögufrægum slóðum - 3.9.2013

Viðureign Sviss og Íslands í undankeppni HM 2014 á föstudag fer fram á sögufrægum slóðum  í Bern.  Leikvangurinn heitir Stade de Suisse, er heimavöllur BSC Young Boys, og er byggður á sama stað og áður stóð Wankdorf-leikvangurinn, en á þeim velli var leikið til úrslita í HM 1954.
Lesa meira
 
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum

Frítt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland - Albanía - 3.9.2013

KSÍ hefur ákveðið að bjóða öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókeypis aðgang að hinum mikilvæga leik, Ísland – Albanía í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvelli þriðjudaginn 10. september næstkomandi kl. 19:00.

Lesa meira
 
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson

Karlalandsliðið komið til Sviss - 3.9.2013

A landslið karla er komið saman í Sviss fyrir leikinn við heimamenn í undankeppni HM 2014.  Leikmenn komu til Bern á mánudag og fyrsta æfingin var í dag, þriðjudag, en leikurinn fer fram á föstudag.  Sól og blíða er í Bern þessa dagana og er hitinn um 25 gráður. 
Lesa meira
 
Island---Noregur-fagnad

A karla - Hópurinn fyrir leikina gegn Sviss og Albaníu - 30.8.2013

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari A karla, hefur valið hópinn sem mætir Sviss og Albaníu í undankeppni HM 2015. Leikið verður gegn Sviss í Bern, föstudaginn 6. september en gegn Albaníu á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september.

Lesa meira
 
Við erum öll í íslenska landsliðinu!

Ísland - Albanía þriðjudaginn 10. september - Miðasala hafin - 30.8.2013

Nú fer í hönd lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 en framundan eru fjórir síðustu umferðirnar í riðlakeppninni. Íslendingar eru í harðri baráttu í riðlinum en annað sætið getur gefið sæti í umspili um sæti á HM í Brasilíu. Mótherjar Íslendinga á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september kl. 19:00, verða Albanir sem sitja sem stendur í öðru sæti riðilsins, einu stigi á undan Íslendingum. Lesa meira
 
Freyr Alexandersson

Freyr Alexandersson ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna - 30.8.2013

Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna til næstu tveggja ára. Samningur var undirritaður í dag, föstudag, og gildir hann a.m.k. til loka árs 2014, eða fram yfir úrslitakeppni HM 2015, sem fram fer sumarið 2015 í Kanada.

Lesa meira
 
U21 landslið karla

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leikinn gegn Kasakstan - 30.8.2013

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2015 á Kópavogsvelli. Leikið verður þriðjudaginn 10. september á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.

Lesa meira
 
Háttvísidagar FIFA

Háttvísidagar FIFA 2013 - 27.8.2013

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 17. sinn. Að þessu sinni urðu dagarnir 6. til 10. september fyrir valinu, en á því tímabili fara m.a. fram landsleikir um allan knattspyrnuheiminn. Háttvísidagarnir eru haldnir hátíðlegir á ýmsan hátt í öllum aðildarlöndum FIFA.

Lesa meira
 
U19 landslið karla

U19 karla - Hópurinn valinn fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum - 27.8.2013

Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp fyrir 2 vináttulandsleiki gegn Skotum sem fram fara 3. og 5. september. Átján leikmenn eru valdir í hópinn og fara leikirnir fram á Forthbank Stadium í Stirling.

Lesa meira
 
2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi - 26.8.2013

Úrtakshópur hefur verið valinn yfir æfingar hjá U15 karla og fara æfingarnar fram um komandi helgi.  Þessar æfingar eru liður í undirbúningi fyrir undankeppni Ólympíuleika ungmenna en þar munu fjórar þjóðir, Ísland, Finnland, Armenía og Moldóva, keppa um eitt sæti.  Ólympíuleikar æskunnar fara svo fram í Nanjing í Kína, dagana 16. - 28. ágúst 2014.

Lesa meira
 
DAN_2765

Miðasala á Noregur - Ísland í undankeppni HM 15. október - 23.8.2013

Ísland mætir Noregi í undankeppni HM 2014, þriðjudaginn 15. október næstkomandi.  Leikið verður á Ullevaal vellinum í Noregi og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Panta þarf miða í síðasta lagi, fimmtudaginn 12. september, með því að senda póst á Ragnheiði Elíasdóttur Lesa meira
 
DAN_2884

Miðasala á Sviss - Ísland í undankeppni HM - 23.8.2013

Ísland mætir Sviss í undankeppni HM 2014, föstudaginn 6. september næstkomandi.  Leikið verður á Stade de Suisse í Bern og hefst leikurinn kl. 20:30 að staðartíma eða 18:30 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Mót landsliða











2011Forsidumyndir2011-001



Þetta vefsvæði byggir á Eplica