The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20130825070810/http://www.ksi.is:80/mot

Mótamál

Borgunarbikarinn 2013

Borgunarbikar kvenna - Bikar til Blika - 24.8.2013

Breiðablik lagði Þór/KA í fjörugum úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Lokatölur urðu 2 - 1 fyrir Breiðablik en þær leiddu einnig í leikhléi, 1 - 0. Þetta er í tíunda skiptið sem Breiðablik vinnur þennan titil en síðast unnu Blikar árið 2005.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - 33. úrslitaleikur bikarkeppninnar - 23.8.2013

Breiðablik og Þór/KA mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna, laugardaginn 24. ágúst kl. 16:00 á Laugardalsvelli.  Þetta er 33. úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna en Blikar hafa unnið þennan titil 9 sinnum en Þór/KA aldrei. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Lokaleikir riðlakeppni 4. deildar karla um helgina - 23.8.2013

Lokaleikir riðlakeppni 4. deildar karla fer fram nú um helgina en úrslitakeppnin hefst svo laugardaginn 31. ágúst.  Hörð barátta er um sæti í öllum riðlunum þremur en aðeins hafa þrjú félög tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, KFG, Berserkir og Einherji, en átta félög komast í hana. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lokaumferðin í 1. deild kvenna um helgina - 23.8.2013

Um helgina fara fram síðustu leikirnir í 1. deild kvenna en þá fara fram lokaumferðirnar í A og B riðli.  Þegar er ljóst hvaða félög leika í úrslitakeppninni en eftir síðustu leikina kemur í ljóst hvaða félag verður efst í B riðli.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Tveggja marka tap hjá FH - 23.8.2013

Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir mættu belgíska liðinu Genk á Kaplakrikavelli í gærkvöldi.  Leiknum lauk með 0 - 2 sigri Genk sem leiddi í leikhléi, 0 - 1. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna 2013: Breiðablik - Þór/KA - 22.8.2013

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna 2013 fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 24. ágúst kl. 16:00. Það verða Breiðablik og Þór/KA sem mætast í úrslitum að þessu sinni.  Breiðablik hefur unnið bikarinn 9 sinnum og hafa Blikar alls leikið 15 sinnum til úrslita. Þór/KA hafði fjórum sinnum áður komist í undanúrslit, en leikur nú í fyrsta sinn til úrslita

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Umspil Evrópudeildar UEFA - FH tekur á móti Genk kl. 18:00 - 22.8.2013

Íslandsmeistarar FH taka í kvöld á móti Genk frá Belgíu í fyrri leik félaganna í umspili Evrópudeildar UEFA. Leikið verður á Kaplakrikavelli og hefst leikurinn kl. 18:00. Gríðarlega mikið er í húfi því að sigurvegari viðureignanna tryggir sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ákvörðun stjórnar KSÍ vegna leikbanns leikmanns KR - 21.8.2013

Vegna leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla sem flautaður var af sl. sunnudag hefur stjórn KSÍ tekið ákvörðun til að eyða óvissu vegna leikbanns Hannesar Þórs Halldórssonar, leikmanns KR, en leikmaðurinn átti að taka út leikbann í umræddum leik.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Vegna leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla - 19.8.2013

Allar kröfur sem settar eru fram í reglugerðum KSÍ um aðstöðu, starfsfólk og annað viðbúnað, voru uppfylltar á leik Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla á sunnudag.  Aga- og úrskurðarnefnd mun fjalla um leikbann eins leikmanns KR á fundi sínum á þriðjudag.  Nýr leikdagur verður tilkynntur innan skamms.

Lesa meira
 
Fram

Áttundi bikarmeistaratitill Fram - 17.8.2013

Bikarmeistaratitill Fram í ár er sá áttundi í sögu félagsins í karlaflokki, en eins og kunnugt er lögðu Framarar Stjörnuna í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli, í æsispennandi leik, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Þessi titill er þó sá fyrsti í 24 ár.

Lesa meira
 
Fram-bikarmeistari-2013---0776

Framarar Borgunarbikarmeistarar karla 2013 - 17.8.2013

Framarar eru Borgunarbikarmeistarar karla 2013 eftir sigur á Stjörnunni í æsispennandi úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Leikmenn beggja liða reimuðu á sig markaskóna og þessi sex marka leikur fór alla leið í framlengingu og vítaspyrnukeppni, þar sem Framarar höfðu betur.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Opnað fyrir miðasölu á úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 16.8.2013

Breiðablik og Þór/KA mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli laugardaginn 24. ágúst og hefst leikurinn kl. 16:00. Opnað hefur verið fyrir miðasölu á leikinn á midi.is en miðasala hefst á Laugardalsvelli á leikdegi kl. 12:00.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn 2012

Fimm þúsund manna leikur síðustu þrjú ár - 15.8.2013

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla fer fram á Laugardalsvelli á laugrdag, þar sem mætast Fram og Stjarnan. Úrslitaleikurinn er jafnan einn stærsti árlegi íþróttaviðburður á Íslandi og er meðal aðsókn síðustu ára ansi stöðug - eða yfir fimm þúsund manns. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2013:  Fram - Stjarnan - 15.8.2013

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2013 fer fram á Laugardalsvelli á laugardag og hefst kl. 16:00. Liðin sem mætast eru Fram og Stjarnan.  Framarar hafa orðið bikarmeistarar 7 sinnum, en langt er um liðið frá síðasta titli.  Stjarnan hefur aldrei unnið bikarinn, en lék í fyrsta sinn til úrslita í fyrra.  Miðasala á leikinn er á http://www.midi.is/.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Opnað fyrir miðasölu á úrslitaleik Fram og Stjörnunnar - 12.8.2013

Fram og Stjarnan mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli laugardaginn 17. ágúst. Opnað hefur verið fyrir miðasölu á leikinn á vefsíðunni midi.is. Bæði lið mæta hungruð til leiks og munu leggja allt í sölurnar til að landa Borgunarbikarmeistaratitlinum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fimm leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 9.8.2013

Vegna úrslitaleiks Borgunarbikars karla og þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum félagsliða, hefur fimm leikjum í Pepsi-deild karla verið breytt.  Allar breytingarnar eru innan ágústmánaðar, þ.e. fyrri dagsetning og ný dagsetning.
Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Mögnuð frammistaða íslensku liðanna - 9.8.2013

Frammistaða Breiðabliks og FH í Evrópuleikjunum síðustu tvær vikur hefur verið frábær og landi og þjóð til mikils sóma. Breiðablik féll úr leik í Evrópudeild UEFA á grátlegan hátt, í vítaspyrnukeppni. FH er hins vegar enn með, en færist úr forkeppni Meistaradeildar UEFA yfir í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Stjarnan og Fram mætast í úrslitaleiknum - 5.8.2013

Nú er það ljóst að það verða Stjarnan og Fram sem mætast í úrsltialeik Borgunarbikars karla en úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 17. ágúst. Fram lagði Breiðablik í undanúrslitum í gær, 2 - 1. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Naumt tap Blika í Kasakstan - 2.8.2013

Blikar léku í gærkvöldi fyrri leik sinn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA þegar þeir mættu Aktobe frá Kasakstan ytra. Heimamenn fóru með sigur af hólmi, 1 - 0, og kom eina mark leiksins í uppbótartíma úr vítaspyrnu.  Seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 8. ágúst. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Hverjir mæta Stjörnunni í úrslitum? - 2.8.2013

Fram og Breiðablik mætast í undanúrslitum Borgunarbikars karla, sunnudaginn 4. ágúst kl. 16:00 og verður leikið á Laugardalsvelli. Sigurvegarinn mætir Stjörnunni í úrslitaleik en Garðbæingar lögðu KR í framlengdum undanúrslitaleik á Samsung vellinum í gærkvöldi, 2 - 1. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010



Þetta vefsvæði byggir á Eplica