The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20130907095024/http://www.ksi.is:80/agamal/

Agamál

Grótta

Úrskurður í máli Tindastóls gegn Gróttu

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Tindastóls gegn Gróttu í leik félaganna í 3. flokki karla 7 manna sem fram 15. ágúst síðastliðinn. Kært var á grundvelli þess að um ólöglega skipað lið væri um að ræða hjá Gróttu. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Ákvörðun stjórnar KSÍ vegna leikbanns leikmanns KR

Vegna leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla sem flautaður var af sl. sunnudag hefur stjórn KSÍ tekið ákvörðun til að eyða óvissu vegna leikbanns Hannesar Þórs Halldórssonar, leikmanns KR, en leikmaðurinn átti að taka út leikbann í umræddum leik.

Lesa meira
 
KR

Úrskurður í máli Breiðabliks gegn KR

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Breiðabliks gegn KR í leik félaganna í eldri flokki karla 40+ sem fram fór 11. júní síðastliðinn. Kært var á grundvelli þess að um ólöglega skipað lið væri um að ræða. 

Lesa meira
 
Fylkir

Úrskurður í máli Fylkis gegn Gróttu

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fylkis gegn Gróttu vegna leiks félaganna í 2. flokki kvenna B deild sem fram fór 30. maí síðastliðinn en kært var á grundvelli þess að ekki voru aðstoðardómarar á leiknum. Samkvæmt úrskurði skulu úrslit leiksins standa óhögguð.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6935

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2013

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo.  Hér að neðan má sjá lista um leikbönn en athuga skal að hann er aðeins til leiðbeininga. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leikmaður úrskurðaður í tímabundið bann

Á fundi Aga-og úrskurðarnefndar KSÍ, 26. mars 2013, var Jhordan Vaencia Sandoval úrskurðaður í tímabundið leikbann til 9 mánaða vegna atvika í leik Fylkis og Leiknis/KB í 2. flokki karla B-liða sem fram fór 23. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira
 
KR

Úrskurður í máli Fjölnis gegn KR

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Fjölnis gegn KR í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna vegna ólöglegs skipaðs liðs. Leikurinn fór fram 20. janúar síðastliðinn og er Fjölni er dæmdur sigur í leiknum. Lesa meira
 
Grótta

Úrskurður í máli Vals gegn Gróttu

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Vals gegn Gróttu í 2. flokki karla B liða vegna ólöglega skipaðs liðs hjá Gróttu. Í úrskurðarorðum kemur m.a. fram úrslit í leiksins skulu skráð 3 - 0 Val í vil.

Lesa meira
 
Stjarnan

Úrskurður í máli Hauka gegn Stjörnunni

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Hauka gegn Stjörnunni í 4. flokki kvenna B liða vegna ólöglega skipaðs liðs hjá Stjörnunni. Í úrskurðarorðum kemur m.a. fram úrslit í leiksins skulu skráð 3 - 0 Haukum í vil.

Lesa meira
 
Fjölnir

Úrskurður í máli Hauka gegn Fjölni

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Hauka gegn Fjölni í 3. flokki kvenna vegna ólöglega skipaðs liðs hjá Fjölni. Í úrskurðarorðum kemur m.a. fram úrslit í leiksins skulu skráð 3 - 0 Haukum í vil. Lesa meira
 
Keflavík

Úrskurður í máli Keflavíkur gegn Breiðabliki

Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað í máli Keflavíkur gegn Breiðabliki í 3. flokki karla B liða vegna ólöglega skipaðs liðs hjá Breiðabliki. Í úrskurðarorðum segir að úrslit í leik Breiðabliks og Keflavíkur í 3. flokki karla B liða sem fram fór þann 16 ágúst 2012 skulu standa óhögguð.

Lesa meira
 
Keflavík

Leikmaður Keflavíkur áminntur vegna ummæla

Í samræmi við starfsreglur nefndarinnar ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 4. september 2012 að áminna Guðmund Steinarsson vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik Keflavíkur og Vals í Pepsi-deild karla sem fram fór mánudaginn 27. ágúst. Lesa meira
 
Valur

Fyrri úrskurður í máli Vals gegn Leikni staðfestur

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga-og úrskurðanefndar frá 14. ágúst varðandi leik Vals og Leiknis/KB á Íslandsmóti 2. flokks karla B-liðum. Leikurinn, sem fram fór 20. júlí var úrskurðaður Val tapaður með markatölunni 0-3.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Þróttar Vogum gegn Hvíta Riddaranum

Aga- og úrskurðarnefnd hefur úrskurðað í máli Þróttar Vogum gegn Hvíta Riddaranum vegna leiks félaganna í 3. deild karla, C riðli, sem fram fór 10. ágúst síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að Þrótti Vogum sé dæmdur sigur í leiknum, 0 - 3, auk þess sem Hvíti Riddarinn þarf að greiða 10.000 krónur í sekt.

Lesa meira
 
Valur

Úrskurður í máli Leiknis gegn Val

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Leiknis gegn Val vegna leiks félaganna í 2. flokki karla B-liðum, Íslandsmóti, sem fram fór 27. júlí síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að leikurinn skuli dæmdur tapaður fyrir Val með markatölunni 0-3, og að auki er Val gert að greiða sekt. Lesa meira
 
ÍA

Þjálfari ÍA áminntur vegna ummæla

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 7. ágúst 2012 var samþykkt að áminna Þórð Þórðarson þjálfara ÍA vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik ÍA og KR í Pepsi-deild karla sem fram fór 30. júlí og sekta jafnframt Knattspyrnudeild ÍA um kr. 25.000 vegna ummælanna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Frá Áfrýjunardómstóli KSÍ - Fyrri úrskurður staðfestur

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð Aga-og úrskurðanefndar varðandi leikbann þjálfara 4. flokks karla hjá KA. KA skaut málinu til Áfrýjunardómstóls KSÍ en hinn áfrýjaði úrskurður aganefndar var kveðinn upp 3. júlí 2012 þar sem Sævar Pétursson, þjálfari 4 flokks karla hjá KA, var úrskurðaður í eins mánaðar leikbann og knattspyrnudeild KA gert að greiða kr. 20.000 í fjársekt. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Úrskurður í máli Fjölnis gegn Þrótti

Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Fjölnis gegn Þrótti Reykjavík vegna leiks félaganna í 3. flokki karla, Íslandsmóti B riðli, sem fram fór 10. júlí síðastliðinn. Í úrskurðarorðum kemur fram að úrslitin í leiknum skulu standa óbreytt.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Hvenær tekur leikbann gildi?

Skrifstofu KSÍ berast alloft fyrirspurnir um það hvenær leikbönn taka gildi.  Oftast er verið að leita upplýsinga um það hvenær leikbönn vegna áminninga taka gildi.  Aðildarfélög eru hvött til að kynna sér reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál en almennt gildir að:

Lesa meira
 
Fylkir

Þjálfari Fylkis áminntur vegna ummæla

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 26. júní 2012 var samþykkt að áminna Jón Pál Pálmason þjálfara Fylkis vegna ummæla hans í fjölmiðlum eftir leik Fylkis og Vals í Pepsi-deild kvenna sem fram fór 11. júní og sekta jafnframt Knattspyrnudeild Fylkis um kr. 25.000 vegna ummælanna.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001



Þetta vefsvæði byggir á Eplica