The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20130115093002/http://www.ksi.is/mot

Mótamál

Lengjubikarinn

Lengjubikarinn 2013 - Staðfest niðurröðun liggur fyrir - 10.1.2013

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2013. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast óþarfa misskilning. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst í kvöld - 10.1.2013

Reykjavíkurmótið hefur göngu sína í kvöld, fimmtudaginn 10. janúar, og eru tveir leikir á dagskrá í Egilshöllinni. Valur og ÍR mætast kl. 19:00 í A riðli meistaraflokks karla og þar á eftir, eða kl. 21:00, leika Fjölnir og HK/Víkingur hjá meistaraflokki kvenna.

Lesa meira
 
Throttur---Fram-1.-deild-kvenna-2

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2013 - 7.1.2013

Þátttökutilkynningar hafa verið póstlagðar til aðildarfélaga KSÍ og ættu þær að hafa borist aðildarfélögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Futsal - Valur og Víkingur Ólafsvík fögnuðu sigri - 6.1.2013

Valur og Víkingur Ólafsvík fögnuðu sigri í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu sem lauk í dag í Laugardalshöll. Valskonur lögðu ÍBV í ótrúlegum úrslitaleik og Víkingur Ólafsvík lagði Val hjá körlunum í hörkuleik. Leikið var í Laugardalshöll.

Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Futsal - Vinnur Valur tvöfalt? - 5.1.2013

Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV kl. 12:15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita kl. 14:00. Lesa meira
 
Futsal - Magnýs Sverrir skorar beint úr aukaspyrnu

Íslandsmeistarar í Futsal krýndir á sunnudaginn - 3.1.2013

Um helgina verða krýndir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslit fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn.

Lesa meira
 
Heimildarmynd um Guðmund Steinarsson

GS #9 - Heimildarmynd um knattspyrnumanninn Guðmund Steinarsson - 3.1.2013

Kvikmyndagerðarmaðurinn, Garðar Örn Arnarson, kom í dag færandi hendi á skrifstofu KSÍ. Afhenti hann sambandinu nokkur eintök af mynd sinni GS #9 en það er heimildarmynd um knattspyrnuferil Guðmundar Steinarssonar.

Lesa meira
 
flugeldar_2007

Gleðilegt nýtt ár - Áramótakveðjur frá KSÍ - 31.12.2012

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári.

Skrifstofan opnar aftur á nýju ári, miðvikudaginn 2. janúar.

Lesa meira
 
jolakort-ksi-2012

Gleðileg jól - Hátíðarkveðja frá KSÍ - 21.12.2012

Knattspyrnusamband Íslands sendir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Vonum að allir hafi það sem allra best um hátíðirnar og njóti samveru með sínum nánustu.

GLEÐILEG JÓL!

Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2012

Íslensk knattspyrna 2012 komin út - 12.12.2012

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2012 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 32. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.  Bókin er 256 blaðsíður og þar af 112 síður í lit. Hún er prýdd um 370 myndum, m.a. liðsmyndum af sigurvegurum í öllum flokkum á Íslandsmótinu.
Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2013 - 10.12.2012

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2013 hefur verið birt á vef KSÍ. Best er að skoða leiki á vef KSÍ undir "mótamál" á forsíðunni og velja svo leiki félaga. Athugasemdir við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 27. desember. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Gylfi og Þóra valin knattspyrnufólk ársins - 6.12.2012

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Ísland vinnur til UEFA verðlauna - 30.11.2012

Á árlegri verðlaunaafhendingu UEFA fyrir markaðsmál tengd knattspyrnu, sem fram fór í gærkvöldi í Róm, hlaut Ísland verðlaun fyrir markaðssetningu á Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Fimmtán þjóðir kepptu við Ísland í flokknum "Best Sponsorship Activation", en sá flokkur þykir afar eftirsóttur og mörg glæsileg verkefni sem keppa um sigur.

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Ferðasjóður íþróttafélaga - Umsóknarfrestur til 7. janúar - 22.11.2012

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2012 rennur út á miðnætti mánudaginn 7. janúar 2013. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sent inn umsóknir í sjóðinn.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Opin mót 2013 - 20.11.2012

Félögum sem halda opin mót 2013 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið [email protected].  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót hér til vinstri á síðunni. Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu hefst um helgina - 16.11.2012

Keppni í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu hefst um helgina þegar riðlakeppni hefst í karlaflokki. Keppt er í þremur riðlum um helgina og verður leikið í Vestmannaeyjum, Ólafsvík og Grafarvogi. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Íslandsmeistarar FH hefja leik á heimavelli í Pepsi-deild karla - 10.11.2012

Á fundi formanna- og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ í dag var m.a. dregið í töfluröð í landsdeildum. Íslandsmeistarar síðasta keppnistímabils byrja bæði titilvörnina á heimavelli, FH mætir Keflavík í Pepsi-deild karla og Þór/KA leikur gegn FH í Pepsi- deild kvenna. Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6935

Uppfærðir afreksstuðlar leikmanna - 8.11.2012

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Hægt er að áfrýja flokkun leikmanns til samninga- og félagaskiptanefndar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Lengjubikarinn 2013 - Þátttökutilkynning - 5.11.2012

Þátttökutilkynningar vegna Lengjubikarsins 2013 hafa verið sendar út á aðildarfélög en frestur til að tilkynna þátttöku er til sunnudagsins 18. nóvember.  Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2012 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2013 hafa heimild til að senda lið til keppni.

Lesa meira
 
Futsal  Ísland - Lettland

Drög að keppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í Futsal 2013 - 31.10.2012

Drög hafa verið birt af niðurröðun í keppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu – Futsal og má finna þau hér á heimasíðunni. Vakin er athygli á breyttu keppnisfyrirkomulagi en keppt er í hraðmótsfyrirkomulagi bæði hjá körlum og konum en úrslitakeppnin fer fram 5. – 6. janúar 2013. Lesa meira
 









Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-018



Þetta vefsvæði byggir á Eplica