The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20141006192838/http://www.ksi.is/domaramal/

Dómaramál

Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Ívar Orri dæmir í Wales - 3.10.2014

Ívar Orri Kristjánsson mun um helgina dæma leik Bangor City og Carmarthen Town í welsku úrvalsdeildinni en leikið verður á Book People vellinum í Bangor.  Úrvalsdeildin þar er nýlega farin af stað en verkefni þetta er hluti af dómaraskiptum á milli knattspyrnusambanda Íslands og Wales.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir í Meistaradeild ungmenna - 30.9.2014

Þóroddur Hjaltalín dæmir á morgun, miðvikudaginn 1. október, leik Arsenal og Galatasaray í Meistaradeild ungmenna.  Leikið verður á Borehamwood vellinum og Þóroddi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson.

Lesa meira
 
Thalia Mitsi

Dómarar frá Grikklandi á leik Íslendinga og Serba - 16.9.2014

Það verða dómarar frá Griklandi sem verða við stjórnvölinn á leik Íslendinga og Serba í undankeppni HM en leikið verður á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 17. september kl. 17:00.  Dómarinn heitir Thalia Mitsi og henni til aðstoðar verða löndur hennar Urania Foskolou og Panagiota Koutsoumpou.  Fjórði dómari leiksins er svo Bríet Bragadóttir.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Vilhjálmur Alvar og Óli Njáll dæma í Finnlandi - 10.9.2014

Vihjálmur Alvar Þórarinsson og Óli Njáll Ingólfsson munu verða við störf í Finnlandi næstkomandi sunnudag en þá dæma þeir leik FC Viikingit og FC Jazz í næst efstu deild. Þetta er hluti af norrænum dómaraskiptum sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Norðurlandanna.
Lesa meira
 
Dómarinn Ivan Bebek

Dómarar frá Króatíu á Ísland - Tyrkland - 8.9.2014

Það verða dómarar frá Króatíu sem dæma leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM en leikið verður á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45.  Dómarinn heitir Ivan Bebek en þetta verður í fyrsta sinn sem aukaaðstoðardómarar eru að störfum á opinberum leik hér á landi og sömuleiðis mun Ivan verða með spreybrúsa í farteskinu líkt og gaf góða raun á leikjum HM í Brasílíu í sumar

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í Sarajevo - 8.9.2014

Þorvaldur Árnason verður í eldlínunni, mánudaginn 8. september, þegar hann dæmir leik Bosníu/Hersegóvínu gegn Ungverjalandi.  Leikið verður í Sarajevo og er leikurinn í undankeppni EM U21 karla.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir vináttulandsleik Svíþjóðar og Eistlands - 3.9.2014

Kristinn Jakobsson verður við stjórnvölinn á vináttulandsleik Svíþjóðar og Eistlands sem fram fer á Friends Arena í Solna, fimmtudaginn 4. september.  Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Áskell Þór Gíslason.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Dómari frá Wales á leik ÍBV og Þórs - 24.8.2014

Það verður dómari frá Wales sem verður við stjórnvölinn á leik ÍBV og Þórs í Pepsi-deild karla í dag.  Hann heitir Ryan Stewart en þetta er liður í samstarfi knattspyrnusambanda Íslands og Wales um dómaraskipti.  Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag, sunnudaginn 24. ágúst, og hefst kl. 17:00. Lesa meira
 
Feðgarnir fyrir leikinn ásamt fyrirliðum liðanna (Mynd:  sunnlenska.is/Gissur Jónsson)

Fjölskyldutríó dæmdi leik í 4. deild karla - 22.8.2014

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað á Selfossi í vikunni að feðgar dæmdu leik Árborgar og Skínanda í 4. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Sveinbjörn Másson, sem gegndi starfi aðstoðardómara, er faðir þeirra Karels Fannars og Adams Arnar. Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum í undankeppni HM 2015 - 21.8.2014

Rúna Kristín Stefánsdóttir knattspyrnudómari er að störfum fyrir FIFA í kvöld, miðvikudagskvöld.  Hún er aðstoðardómari á viðureign Rúmeníu og Makedóníu í undankeppni HM 2015, en liðin eigast við í Búkarest í Rúmeníu.

Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Sækir undirbúningsnámskeið fyrir toppdómara UEFA - 13.8.2014

Kristinn Jakobsson sækir um þessar mundir sérstakt undirbúningsnámskeið fyrir toppdómara sem dæma alþjóðlega leiki.  Á námskeiðinu er sérstök áhersla lögð á undirbúning fyrir undankeppni EM karlalandsliða 2016 og svo riðlakeppni Meistaradeildar UEFA og Evrópudeildar UEFA. Lesa meira
 
Dagfinn Forná

Færeyskur dómari á toppslag í 2. deild karla - 8.8.2014

ÍR og Grótta mætast í toppslag í 2. deild karla í dag, föstudag.  Leikið er á Hertz-vellinum og hefst leikurinn kl. 19:00.  Dómarinn í leiknum heitir Dagfinn Forná og kemur hann frá Færeyjum. 

Lesa meira
 
Kiddi-Jak-2011

Kristinn dæmir í Rússlandi - 29.7.2014

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Dinamo Moskva frá Rússlandi og Hapoel Kiryat frá Ísrael í Evrópudeild UEFA en leikið verður í Khimki í Rússlandi.  Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og varadómari verður Þóroddur Hjaltalín.

Lesa meira
 
Gunnar Jarl Jónsson

Gunnar Jarl dæmir í Tromsö - 22.7.2014

Gunnar Jarl Jónsson mun á fimmtudaginn dæma leik Tromsö frá Noregi og Víkings frá Færeyjum í 2. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Tromsö.  Gunnari til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Birkir Sigurðarson.  Varadómari verður Þorvaldur Árnason. Lesa meira
 
Gylfi Már Sigurðsson 2013

Gylfi Már að störfum í Ungverjalandi - 16.7.2014

Gylfi Már Sigurðsson er nú í Ungverjalandi þar sem hann verður einn 8 aðstoðardómara sem verður við störf í úrslitakeppni EM U19 karla.  Keppnin stendur frá 19. júlí til 31. júlí en átta þjóðir berjast um titilinn.

Lesa meira
 
Runa-Kristin

Rúna Kristín að störfum á úrslitakeppni EM U19 kvenna - 11.7.2014

Úrslitakeppni EM U19 kvenna hefst í Noregi þriðjudaginn 15.júlí en þar etja átta þjóðir kappi um titilinn. Þótt íslenska liðið sé ekki á meðal þátttökuþjóða að þessu sinni er íslenskur fulltrúi í keppninni því Rúna Kristín Stefánsdóttir verður ein af átta aðstoðardómurum. Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Enskir dómarar að störfum hér á landi - 9.7.2014

Ensku dómararnir, Daniel Cook og Lee Swabey, verða að störfum hér á landi á næstu dögum en þeir eru hér sem hluti af verkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands um dómaraskipti.  Þeir munu dæma leiki í 1. deild karla sem og verða aðstoðardómarar á leik í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Þóroddur Hjaltalín

Þóroddur dæmir á Norður Írlandi - 8.7.2014

Þóroddur Hjaltalín dæmir í kvöld, þriðjudaginn 8. júlí,  leik Linfield frá Norður Írlandi og B36 frá Færeyjum í forkeppni Evrópudeildar UEFA en leikið verður í Lurgan á Norður Írlandi.  Þóroddi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Áskell Þór Gíslason og varadómari verður Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Lesa meira
 
Bríet Bragadóttir

Bríet og Jovana dæma á Opna NM U17 kvenna í Svíþjóð - 5.7.2014

Norðurlandamót U17 landsliða kvenna fer fram í Svíþjóð dagana 4.-9. júlí.  Íslenska U17 landsliðið spilar auðvitað þar, en það eru ekki eingöngu íslenskir leikmenn sem taka þátt í NM í ár, heldur munu þær Bríet Bragadóttir og Jovana Cosic starfa við dómgæslu.

Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í San Marínó - 2.7.2014

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Folgore frá San Marínó gegn Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA.  Leikið verður í Serravalle í San Marínó, fimmtudaginn 3. júlí.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson og varadómari verður Ívar Orri Kristjánsson. Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010