Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Samhæft viðbragð við heimilisofbeldi æft á Austurlandi

Samhæft viðbragð við heimilisofbeldi æft á Austurlandi

Öruggara Austurland, svæðisbundið samráð um aðgerðir gegn ofbeldi á Austurlandi, hélt nýlega fund Reyðarfirði þar sem 50 fulltrúar frá ólíkum stofnunum og þjónustuaðilum settust saman á …

Stefna og áherslur lögreglunnar á Austurlandi 2025

Meðfylgjandi til kynningar er stefna lögreglunnar á Austurlandi til næstu tólf mánaða, töluleg viðmið hennar fyrir árið 2025 og helstu tölur áranna 2015 til 2024. …

Lögreglan á Austurlandi

Umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi er víðfeðmt með sex starfsstöðvar; á Eskifirði þar sem er aðalstöð lögreglu og lögreglustjóri hefur aðsetur, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Djúpavogi og Vopnafirði.

Lykilmarkmið embættisins er að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Lögreglan stefnir að aukinni þjónustu við íbúa með markvissum aðgerðum til fækkunar brota og slysa. Þannig nái hún því lykilmarkmiði að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa og þeirra sem starfa og dvelja í umdæminu

Rannsóknardeild er á Fáskrúðsfirði sem sinnir öllu starfssvæðinu. Þar eru stærri brot og umfangsmeiri rannsökuð. Önnur mál eru að jafnaði til rannsóknar í almennri deild.  Netfang rannsóknardeildar er [email protected] .

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt á svo stóru starfssvæði með hálendiseftirliti meðal annars og virku eftirliti í tengslum við ferðir Norrænu sem siglir vikulega allt árið til hafnar á Seyðisfirði.

Sérstaða embættisins er dreifð byggðin með tólf byggðakjörnum allt frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Stærstur þeirra er Egilsstaðir með sína ríflega tvö þúsund og fimm hundruð íbúa, en íbúafjöldi svæðisins er rétt um tíu þúsund.

Starfsstöðvar á Eskifirði og Egilsstöðum eru opnar frá kl. 08:00 til 14:00. Ef enginn er við er hægt að hringja í síma 444 0600. Ef þörf er á skjótri aðstoð lögreglu skal hafa samband í síma 112. Netfang lögreglu er [email protected]

Lögreglustjóri er Margrét María Sigurðardóttir.

Aðrir stjórnendur eru:

Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn, netf. [email protected],
Elvar Óskarsson lögreglufulltrúi sem stýrir rannsóknardeild embættisins, netf. [email protected],
Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, netf. [email protected], og Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri á Eskifirði, netf. [email protected] .

 

 

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Við tökum undir með kollegum okkar á Norðurlandi eystra og viljum minna ykkur á að fara varlega.

Ekki er allt gull sem glóir sagði einhversstaðar og ef lofað er skjótum gróða er rétt að staldra við og hugsa málið áður en fjármunir eru sendir inn á "reikninga" erlendis, þeir fjármunir eru þá horfnir um leið og færslan hefur verið framkvæmd.

Tölvupóstar og skilaboð eru oft á tíðum send í nafni íslenskra stofnana og fyrirtækja sem virka trúverðug en þegar betur er skoðað sést t.d. netfang sem passar ekki við viðkomandi.Viðvörun, fjársvik

Lögreglan varar við ítrekuðum tilraunum til ýmis konar fjársvika.

Talsvert er um tölvupósta og skilaboð til einstaklinga og fyrirtækja. Einnig berast símtöl frá símanúmerum sem líta út fyrir að vera íslensk og eru jafnvel skráð á íslenska aðila. Þessi símtöl geta verið frá brotamönnum og viljum við vara ykkur við slíkum gylliboðum.

Ef það hljómar of gott til að vera satt þá er það líklegast ekki satt.

Dæmi um þetta er þegar fólki er talin trú um að það eigi fjármuni á lokuðum reikningum t.d. „köldu veski“ með rafmynt. Fólk þurfi bara að millifæra smá upphæð til að losa þetta fjármagn og viðkomandi býðst til að aðstoða og kemst þannig yfir kortaupplýsingar.

Annað dæmi um fjársvik eru tölvupóstar sem leiða fólk inn á netsíður þar sem gefa á upp persónuupplýsingar, kortanúmer eða annað. Dæmi um svona tölvupóst er hér meðfylgjandi.

Við vörum sérstaklega við því er þegar að aðili í gegnum skilaboð eða símtal býður fram aðstoð sína og vill fá fólk til að deila skjá í tölvu eða öðru tæki með viðkomandi en þetta er kallað ,,screen-sharing“. Með þessari leið kemst svikarinn yfir miklar upplýsingar um viðkomandi og fær mögulega aðgang að tölvupósti, heimabanka o.fl. Af þessu getur hlotist mikið tjón.

Við vekjum athygli á eftirfarandi hlekk sem gæti nýst ykkur til að skoða og kynna ykkur þessi mál:

www.logreglan.is/fraedsla/internetid/

Verum á varðbergi
... Sjá meiraSjá minna

Við tökum undir með kollegum okkar á Norðurlandi eystra og viljum minna ykkur á að fara varlega. 

Ekki er allt gull sem glóir sagði einhversstaðar og ef lofað er skjótum gróða er rétt að staldra við og hugsa málið áður en fjármunir eru sendir inn á reikninga erlendis, þeir fjármunir eru þá horfnir um leið og færslan hefur verið framkvæmd.

Tölvupóstar og skilaboð eru oft á tíðum send í nafni íslenskra stofnana og fyrirtækja sem virka trúverðug en þegar betur er skoðað sést t.d. netfang sem passar ekki við viðkomandi.
2 mánuðum síðan

Háskóladagurinn var haldinn í Menntaskólanum Egilsstöðum í gær. www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/haskoladagurinn-a-egilsstodum-1

Lögreglan var þar með kynningu á námi í lögreglufræðum, starfi lögreglu og starfsemi hennar á Austurlandi sem er býsna fjölbreytt á víðfeðmu svæði. Fjölmargir áhugasamir kíktu við og fengu kynningu. Takk fyrir okkur og takk fyrir daginn.
... Sjá meiraSjá minna

Háskóladagurinn var haldinn í Menntaskólanum Egilsstöðum í gær. https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/haskoladagurinn-a-egilsstodum-1

Lögreglan var þar með kynningu á námi í lögreglufræðum, starfi lögreglu og starfsemi hennar á Austurlandi sem er býsna fjölbreytt á víðfeðmu svæði.  Fjölmargir áhugasamir kíktu við og fengu kynningu. Takk fyrir okkur og takk fyrir daginn.Image attachmentImage attachment+1Image attachment

1 CommentComment on Facebook

hvaða hundur er þarna á ferð? er þetta Breton?

2 mánuðum síðan

Í gær um klukkan 20:30 barst lögreglu tilkynning um ljós í hlíðum Hólmatinds gegnt Eskifirði þar sem ekkert ljós átti að vera. Reyndist þar maður kominn í sjálfheldu í um fimm hundruð metra hæð. Björgunarsveitir voru kallaðar til og aðgerðastjórn virkjuð auk þess sem aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslu var óskað.

Björgunarsveitarmenn, eftir göngu og klifur í snarbröttum hlíðum og myrkri, komu að manninum um klukkan 01:30 í nótt. Hann var þá kaldur orðinn og lítt til gangs en annars við þokkalega heilsu. Þyrla Landhelgisgæslu kom á vettvang um klukkan 02:15 og fluttu manninn til Eskifjarðar þar sem hans beið aðhlynning heilbrigðisstarfsfólks. Hann þurfti ekki innlögn á sjúkrahús.

Um erlendan sjómann er að ræða sem var nýkominn með skipi sínu til hafnar og ekki áttaði sig á aðstæðum.
... Sjá meiraSjá minna

2 CommentsComment on Facebook

Skrýtið þegar menn átta sig ekki á landslagi, þegar það gerist brattara en venjuleg gata !

Já svona er nú litla lífið. Reyndi einusinn við Tindinn Eskifjarðamegni og var fljót að snúa við, þarna er mjög laust og erfitt að fara um. Það er bara einn maður sem hefur klifið Tindinn Eskifjararmegi, enda var hann vanur klifurmaður úr Skagafirði.

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram