Víðsjá - des. 1946, Blaðsíða 25
BJÁLKINN í AUGA ÞlNU
23
ystu Bandaríkjanna mundi
greiða atkvæði gegn landi hans
á ráðstefnum sameinuðu þjóð-
anna í framtíðinni. Úr því að
hálfur heimurinn er á okkar á-
hrifasvæði, þá gæti manni virzt
viðleitni Rússa á þeirra hluta
heimsálfunnar beinlínis lítil-
ræði.
Nú skulum við athuga vernd-
argæzluna ofurlítið. Verndar-
gæzla er vissulega andstæða
heimsveldisstefnu, og hafi
Bandaríkjamenn annars nokkra
ákveðna skoðun, þá eru þeir
andstæðir heimsveldisstefnu.
Atlantshafssáttmálinn hófst á
þessum orðum: „Vér æskjum
ekki neinnar valdaaukningar,
hvorki landfræðilega né á ann-
ann hátt,“ og góðir Bandaríkja-
menn hafa verið önnum kafnir
að fordæma brezka, hollenzka
og franska heimsveldisstefnu
og heimta að nýlendur þessara
ríkja verði settar undir vernd-
argæzlu. Þeir hafa hins vegar
ekki stungið upp á því — að
minnsta kosti ekki í heyranda
hljóði — að nokkur eign Banda-
ríkjanna yrði sett undir vernd-
argæzlu. Það er nú eitthvað
annað, við erum að reyna að
seilast til meiri landa á Kyrra-
hafi og komast hjá því að setja
jafnvel þau undir verndargæzlu.
Þetta hefur ekki verið ákveðið
af stjórnarinnar hálfu, en
Bandaríkjaþjóðin og þingmenn-
irnir segja nú: „Drengirnir okk-
ar börðust og dóu fyrir þessar
eyjar, var ekki svo? Jæja, þá
eigum við þær“. Þetta er heims-
veldisstefna í skýrasta lagi —
vald er réttur. Það er nógu
slæmt að varpa fyrir borð þeim
grundvallarreglum, sem við féll-
umst á í Sáttmála sameinuðu
þjóðanna, en sú uppástunga, að
taka í lögleysu umboðsstjórnar-
eyjar Þjóðabandalagsins á
Kyrrahafi gerir manni bylt við.
Auðvitað er það svo, að ef við
kærum okkur um að taka þess-
ar eyjar, þá getur enginn kom-
ið í veg fyrir það — við erum
of voldugir til þess, en eins og
þið munið kannske, þá er það
einmitt þetta, sem við ásökum
Rússa fyrir að gera í Austur-
Evrópu.
Hvort sem við erum nú að
gerast heimsveldissinnar eða
ekki — eins og farið er að
hvarfla að sumum vinum okk-
ar erlendis — þá gefum við
áróðursmönnum Ráðstjórnar-
ríkjanna afbragðs tækifæri til
þess að saka okkur um það. Að
sjálfsögðu halda þeir því fram,
að Ráðstjórnarríkin berjist fyr-
ir rétti allra kúgaðra þjóða gegn
auðvaldsþjóðunum og heims-
veldisstefnunni. Þetta ættu
þjóðlegustu föðurlandsvinir
okkar að athuga gaumgæfilega.
VI0BJA