Víðsjá - des. 1946, Blaðsíða 7
ÍSLENDINGAR BEIZLA ATÖMORKTJNA
5
fjöllum. Líklegt má telja, að
undir ísbreiðu Vatnajökuls, í
Grímsvatnalægðinni, sé hvera-
svæði, sem sé mörgum sinnum
orkumeira en Torfajökulssvæð-
ið.
Ekki er vitað, hvenær fyrst
var byrjað að nota hvera- og
laugavatn til þvotta og baða.
Hér á landi komust forfeður
okkar fljótt upp á lagið með
þetta og er Snorralaug í Reyk-
holti frægast dæmi. Forfeður
okkar kunnu og að nota leir-
böð sér til heilsubóta. Snemma
mun og hafa verið farið að nota
hverahita til brauðbaksturs.
Fyrsta notkun hverahita til iðn-
aðar mun líklega vera sú salt-
vinnsla úr sjóvatni, eimdu með
hverahita, sem átti sér stað við
hverina á Reykjanesi við ísa-
fjarðardjúp á árunum 1773—
1796. Mesta árleg vinnsla var
128 tunnur, árið 1775. Þessi
saltvinnsla bar sig ekki og lagð-
ist því niður.
Það er ekki fyrr en á síðustu
áratugum að farið er fyrir al-
vöru að færa sér í nyt þær
miklu orkulindir, sem íslenzku
jarðhitasvæðin geyma. Fram á
síðustu ár hefur það nær ein-
göngu verið rennandi basískt
vatn, sem notað hefur verið til
upphitunar húsa og sundlauga.
Ýmsar opinberar byggingar
(skólar og sjúkrahús) víðsvegar
um landið eru upphitaðar hvera-
og laugavatni og 79 sundlaugar
eru nú upphitaðar á þennan
hátt.
Gróðurhúsaræktin, sem nú er
orðin mjög þýðingarmikil
grein af íslenzkum landbúnaði,
byggist nær eingöngu á jarðhit-
anum. Af rúmlega 51000 fer-
metrum gróðurhúsa, sem nú eru
á landinu njóta 50000 jarðhita
til upphitunar.
Langstærsta hitaveita hér-
lendis, og um leið í veröldinni,
er hitaveita Reykjavíkur, sem
nú mun hita upp um 3000 hús.
Árið 1928 var farið að bora eft-
ir heitu vatni til upphitunar við
Þvottalaugarnar í Reykjavík og
1930 gáfu borholurnar þar 15
sekúndulítra vatns, sem notað
var til upphitunar nokkurra
húsahverfa í Austurbænum.
1937 var tekið að bora eftir
vatni hjá Reykjum í Mosfells-
sveit, 18 km frá Reykjavík. Þar
var boraður fjöldi af borholum,
sú dýpsta 758 m, og er þar nú
dælt upp um 280 sekúndulítrum
af 82° heitu vatni. Nægir þetta
til að hita upp mestan hluta
höfuðstaðarins. Hitaveitan var
opnuð 1. desember 1943 og hef-
urreynzt vel. Þótt hún kostaði
um 30 milljónir, mörgum sinn-
um meira en upphaflega var á-
ætlað, ber hún sig ágætlega og
sparar árlega margar milljónir
v í ð s J Á